Erlent

Listi Schindlers til sölu

Óli Tynes skrifar
Listi Schindlers.
Listi Schindlers.

Síðasta eintakið í einkaeign af lista Schindlers er til sölu. Ásett verð er yfir 270 milljónir króna.

Listinn sem Óskar Schindler setti saman yfir Gyðinga sem hann var að reyna að bjarga í síðari heimsstyrjöldinni varð frægur í kvikmyndinni Listi Schindlers eftir Steven Spielberg.

Á listanum eru nöfn áttahundruð og eins Gyðings. Sjö eintök voru gerð af listanum og hafa fimm varðveist.

Eitt er í Helfararsafninu í Bandaríkjunum annað í þýska ríkisskjalasafninu í Koblenz og tvö í Helfararsafninu í Ísrael.

Fimmta eintakið er í einkaeign sem fyrr segir og er nú til sölu. Listinn er dagsettur 18. apríl 1945 og er þrettán síður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×