Erlent

-Ég hlýddi bara fyrirskipunum

Óli Tynes skrifar
Heinrich Boere.
Heinrich Boere.

Áttatíu og átta ára gamall nazisti hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að myrða þrjá óbreytta borgara í Hollandi árið 1944.

Heinrich Boere átti hollenskan föður og þýska móðir. Hann var liðsmaður í hinum illræmdu SS sveitum Hitlers.

Hann var dæmdur til dauða í Hollandi árið 1949. Hann var þá búsettur í Þýskalandi og Þjóðverjar neituðu að framselja hann á þeim forsendum að hann hafði líka þýskan ríkisborgararétt.

Í nýjum réttarhöldum sem hófust í október viðurkenndi hann morðin en sagðist aðeins hafa verið að fylgja fyrirskipunum sem hann fékk sem hermaður.

Hann sagði jafnframt að ef hann hefði ekki hlýtt hefði hann sjalfur verið skotinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×