Erlent

Enga hófsemi hér

Óli Tynes skrifar
Bænahald í mosku.
Bænahald í mosku.

Herskáir áhangendur al-Kaida í Sómalíu hafa grafið upp jarðneskar leifar múslimaklerks til þess að hindra almenning í að biðja við gröf hans.

Mohayadin Eli var jarðsettur fyrir þrjátíu árum. Hann var hófsamur kennimaður og mjög elskaður í landinu.

Samtökunum Al-Shabab líkaði ekki að almenningur skyldi leita huggunar og friðar við gröf hans.

Hann var því grafinn upp og að sögn sjónarvotta var jarðneskum leifum hans troðið í nokkra poka.

Ekki er vitað hvert var farið með pokana. Margir Sómalir hafa fremur milda útgáfu af Islam að leiðarljósi.

Al-Shabab ástunda hinsvegar herskáustu útgáfu af trúnni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×