Fleiri fréttir Túlkunaratriði hvort rannsóknarnefndin hafi brotið lög Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins hefur verið frestað enn einu sinni og verður hún birt hinn 12. apríl næstkomandi. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur þegar brotið lög um sjálfa sig með því fresta birtingu skýrslunnar, en forseti Alþingis segir það túlkunaratriði. 22.3.2010 19:32 Brýnt að eyða óvissu um framtíð sjávarútvegsins Sjávarútvegur gegnir lykilhlutverki í íslensku atvinnulífi og þá sérstaklega á Vestfjörðum þar sem um helmingur tekna atvinnulífsins kemur frá sjávarútvegi, að mati atvinnumálanefndar Vesturbyggðar. 22.3.2010 19:19 Krafturinn fer vaxandi Gosið á Fimmvörðuhálsi hefur færst í aukana í dag. Hraunbreiðan á hálsinum hefur tvöfaldast frá því í gær. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Hann á von á því að gosið haldi áfram næstu daga. 22.3.2010 19:02 Íbúar fá að snúa heim - rýmingu aflétt Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, segir að rýmingu hafi verið aflétt og að íbúar sem þurftu að yfirgefa hús sín eftir að eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi fái að snúa heim. Þetta var á ákveðið á fundi almannavarnarnefndar í dag. Eigendur sumarhúsa á svæðinu eru beðnir um að vera ekki í húsunum. „Við munum hins vegar auka löggæslueftirlit þannig að við verðum fljótir að bregðast við eitthvað kemur upp á.“ 22.3.2010 18:45 Kristján Möller: Höfum ekki efni á átökum á vinnumarkaði Alþingi samþykkti í dag lögbann við verkfalli flugvirkja Icelandair. Millilandaflug Icelandair hefur legið niðri í allan dag vegna verkfallsins en áætlunarflug hófst að nýju nú skömmu fyrir fréttir. Samgönguráðherra segir að þjóðarbúið hafi ekki efni á átökum á vinnumarkaði. 22.3.2010 18:42 Varað við óveðri á Suðurlandi Vegagerðin varar við óveðri á Suðurlandi frá Vík í Mýrdal og vestur undir Markarfljót. Einnig er varað við óveðri á Vestfjörðum á Hálfdáni, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum - og á Suðausturlandi er óveður við Sandfell í Öræfum. 22.3.2010 18:04 Bílum stolið á höfuðborgarsvæðinu Tveimur bílum var stolið á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Annar var tekinn í Kópavogi þar sem hann var skilinn eftir ólæstur og með bíllykilinn í kveikjulásnum. Hinn var tekinn í Reykjavík en báðir bílarnir eru nú komnir í leitirnar. 22.3.2010 17:52 Karl á fimmtugsaldri skorinn í hálsinn Átta líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina og voru þær flestar minniháttar. Sú alvarlegasta átti sér stað í heimahúsi í austurborginni á laugardagsmorgun en þar var maður stunginn og/eða skorinn í hálsinn, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. 22.3.2010 17:50 Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja - Atli sat hjá Alþingi samþykkti klukkan fimm í dag lög sem stöðva verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair og hófst í morgun. Frumvarp samgönguráðherra var samþykkt með 38 atkvæðum gegn tveimur. Atli Gíslason, þingmaður VG, sat hjá. 22.3.2010 17:20 Vatn er banvænn drykkur Fleira fólk deyr árlega af menguðu vatni en samtals vegna allara ofbeldisverka að meðtöldu stríði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um vatnsbúskap í heiminum. 22.3.2010 16:46 Búist við árás á Lundúni á Ólympíuleikunum Bresk stjórnvöld segja mikla hættu á að hryðjuverkaárás verði gerð á Lundúni þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir þar árið 2012. 22.3.2010 16:30 Gore og vorið Bill Clinton gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum þekktum mönnum þegar hann flutti erindi í Gridiron klúbbi blaðamanna í Washington um helgina. 22.3.2010 16:05 Landsbankinn styrkti mest - 150 lögaðilar nafnlausir Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 44 milljónir króna á tímabilinu 2002 til 2006 samkvæmt yfirliti sem flokkurinn hefur gert opinbert á heimasíðu sinni. 22.3.2010 16:02 Flugumferðarstjórar líkja þingmönnum við rakka Félag íslenskra flugumferðarstjóra fordæmir inngrip ríkisstjórnar og Alþingis í kjaradeilu flugvirkja. Í yfirlýsingu frá þeim segir að ríkisstjórnin sýni einbeittan og ítrekaðan brotavilja þegar kemur að stjórnarskrárbundnum réttindum launþega í kjarabaráttu og alþingismenn koma hlaupandi eins og rakkar þegar kallið kemur til að stimpla gjörninginn. 22.3.2010 15:40 Tók leigubíl frá flugslysi Átta manna áhöfn var um borð í Tupolev þotu rússneska flugfélagsins Aviastar-TU sem brotlenti einn kílómetra frá flugvelli í Moskvu í gær. 22.3.2010 15:35 Þinghlé framlengt vegna lögbanns á verkfall flugvirkja Fundur er ekki hafinn á Alþingi en til stóð að greiða atkvæði upp úr klukkan hálf fjögur í dag um lögbann á verkfallsaðgerðir flugvirkja. Fundinum var frestað til fimmtán mínútur í fjögur en frumvarpið er nú rætt innan samgöngumálanefndar á Alþingi. 22.3.2010 15:33 Hraun olli gufustrókum Ólafur Sigurjónsson í Forsæti flaug yfir gosstöðvarnar á milli klukkan 8 og 9 í morgun en hann telur að gufustrókar hafi myndast þegar hraun rann yfir jökulinn en ekki að gossprungan hafi lengst. 22.3.2010 15:27 Vindar blása ís frá Norðurskautinu Japanskir vísindamenn telja að vindar eigi jafnvel helmings þátt í minnkun íss á Norðurskautinu undanfarna áratugi. 22.3.2010 14:59 Lögbann rætt í samgöngunefnd - Ögmundur fjarverandi Fundarhlé er á Alþingi vegna frumvarps um lögbann á verkfallsaðgerðir flugvirkja sem hafa lamað flug Icelandair. Málið er nú til umræðu í samgöngunefnd. 22.3.2010 14:36 Skýrsla Rannsóknarnefndar verður birt 12. apríl Skýrslan Rannsóknarnefndar Alþingis mun verða afhent og birt á fyrsta starfsdegi Alþingis eftir páska, 12. apríl næstkomandi. 22.3.2010 14:08 Hraunflæði niður í Hrunagil - myndir „Við sáum bara ljósmyndir af svæðinu en þær sýna að hraunið rennur niður í Hrunagil austan við Heljarkamb,“ segir Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarna en hann segir að hraunflæðið hafi verið viðbúið og því komi fátt á óvart hvað það varðar. 22.3.2010 13:52 Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22.3.2010 13:33 Icelandair stefnir á flug klukkan fjögur í dag Icelandair hefur ákveðið að stefna að því að hefja flug síðdegis í dag um klukkan fjögur en ríkisstjórn samþykkti að leggja fram frumvarp um lögbann á verkfall flugvirkja í hádeginu í dag, þó endanlegar ákvarðanir um það verði ekki teknar fyrr en Alþingi hefur lokið meðferð sinni. 22.3.2010 13:14 Icelandair stefnir á flug klukkan 16.00 í dag Icelandair stefnir að því að hefja flug klukkan 16.00 í dag og hvetur farþega til að mæta tveimur tímum fyrr í Leifsstöð. 22.3.2010 13:04 Varað við stormi Veðurstofan varar við stormi víða sunnan- og vestantil í nótt og á morgun. Gert er ráð fyrir austan og norðaustanátt, víða 10-18 m/s. Síðan gangi í norðaustan 18-23 suðaustan-, og norðvestanlands í kvöld og einnig um tíma með suðvesturströndinni í kvöld og nótt. 22.3.2010 12:59 Verið að verja Icelandair fyrir skaða með lögbanni „Samkvæmt þessu, þá eru engin rök í sjálfu sér fyrir lögbanninu annað en félagið skaðast af þessu. Landið lokast ekki. Við fljúgum í dag, fljúgum til allra landa,“ segir Matthías Imsland, framkvæmdarstjóri Icelandexpress en hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að samþykkja lögbann á verkfall flugvirkja hjá Icelandair en það var samþykkt af hálfu ríkisstjórnar í hádeginu í dag. Lögbannið þarf hinsvegar að samþykkja á Alþingi eigi það að taka gildi. 22.3.2010 12:50 Ríkisstjórn samþykkir að setja lögbann á verkfall flugvirkja Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að setja lög á verkfall flugvirkja sem hófst í nótt. Þetta staðfesti Kristján Möller samgönguráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. 22.3.2010 12:34 Héraðssaksóknarar frestast enn vegna sparnaðar Það frestast enn um sinn að setja á fót embætti héraðssaksóknara vegna sparnaðaraðgerða dómsmálaráðuneytisins. Því hafði áður verið frestað til 1. janúar síðastliðins. 22.3.2010 12:30 Fréttamaður í miðju öskufallinu nálægt Fimmvörðuhálsinum „Ég er kominn upp á Fimmvörðuháls við Baldvinsskála. Öskustrókurinn er yfir okkur, við erum í öskufalli en snjórinn er orðinn grár,“ sagði Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar tvö sem var staddur aðeins örfáum kílómetrum fyrir neðan gosið í Eyjafjallajökli. Strókarnir eru um einum kílómeter frá Fimmvörðuhálsinum sjálfum. 22.3.2010 12:25 Vegum lokað í Þórsmörk og á Fimmvörðuháls Veginum inn í Þórsmörk verður lokað og eins veginum upp að Fimmvörðuhálsi. Þetta var ákveðið á fundi Almannavarna á Hellu nú í morgun, en næsti fundur hefur verið ákveðinn klukkan þrjú í dag. Karen Kjartansdóttir fréttakona ræddi við Víði Reynisson deildarstjóra almannavarna Ríkislögreglustjóra nú rétt fyrir fréttir. 22.3.2010 12:25 Flugbannsvæði stækkað vegna sprengingar Sprengingin í gosstróknum í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í morgun varð til þess að svæði þar sem flugumferð var bönnuð var stækkaði þónokkuð. 22.3.2010 12:00 Nýtt frumvarp um sérstakan til að eyða óvissu Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn frumvarp til breytingar á lögum um embætti sérstaks saksóknara, en tilgangur þess er að taka af allan vafa um verkefni og verksvið embættisins. 22.3.2010 12:00 Mikið um þjófnaði og skemmdarverk í Árborg Um helgina báru hæst verkefni sem tengdust eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Lögreglumenn fóru þegar í upphafi á Hvolsvöll til aðstoðar við lokanir vega og rýmingu auk þess að sjá um lokun þjóðvegarins austan við Selfoss. 22.3.2010 11:41 Fá ekki að selja fílabein Sameinuðu þjóðirnar hafa synjað beiðni Tanzaníu um að selja um 90 tonn af fílabeini sem fallið hefur til á undanförnum árum. 22.3.2010 11:30 Vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun sameinast Stefnt er að því að Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun sameinist um næstu áramót í nýja og öfluga vinnumarkaðsstofnun. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti áformaða sameiningu á fundi með starfsfólki stofnananna tveggja í morgun. 22.3.2010 11:18 Gosmökkurinn í dag - myndskeið Friðrik Þór Halldórsson myndatökumaður Stöðvar 2 var í morgun staddur ásamt Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni Stöðvar 2 vestan við Hellu. Hann tók meðfylgjandi myndir um klukkan níu. 22.3.2010 11:06 Ráðherra vildi selja áhrif sín Fyrrverandi breskur ráðherra hefur haft samband við siðanefnd breska þingsins vegna ásakana um að hann hafi boðist til þess að beita áhrifum sínum í ríkisstjórninni gegn greiðslu. 22.3.2010 10:48 TF-SIF flaug að gosstöðinni í gærkvöldi - myndskeið TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar flaug að gosstöðinni á Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi. Egill Aðalsteinsson myndatökumaður Stöðvar 2 var með í för og tók meðfylgjandi myndskeið. 22.3.2010 10:44 Sonarsonur forseta handtekinn Írönsk fréttastofa segir að sonarsonur fyrrverandi forseta landsins hafi verið handtekinn þegar hann kom til Teherans frá Lundúnum í gær. 22.3.2010 10:35 Vöxtur hlaupinn í Krossá Vöxtur er hlaupinn í Krossá í Þórsmörk, en hún á upptök í Eyjafjallajökli og undan Fimmvörðuhálsi. 22.3.2010 10:32 Ófullnægjandi verðmerkingar í apótekum Athugasemd var gerð í Laugarnesapóteki vegna verðmerkinga í verslunarrými af hálfu neytendastofu en í öðrum apótekum voru þær í góðu lagi. Starfsmenn Neytendastofu fóru daganna 26. febrúar - 10. mars í 31 apótek á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur, einnig voru teknar vörur af handahófi og gerð athugun á samræmingu milli hillu- og kassaverðs. 22.3.2010 10:31 Flugvirkjar höfnuðu 11 prósenta hækkun - vilja 15 prósent Samkvæmt heimildum fréttastofu höfnuðu flugvirkjar miðlunartillögu ríkissáttasemjara um ellefu prósenta hækkun til eins árs, en Icelandair hafði fallist á tillöguna. 22.3.2010 10:12 Mikið blý í blóði barna Mikið blý hefur mælst í blóði barna í grennd við verksmiðjur sem framleiða blý í Hunan héraði í Kína. 22.3.2010 10:07 Ríkisstjórnarfundi frestað til hádegis Ríkisstjórnarfundi sem átti að halda klukkan tíu um lagasetningu á verkfall flugvirkja hjá Icelandair hefur verið frestað til klukkan tólf. Verfallið hófst klukkan eitt í nótt eftir að viðræður þeirra við félagið sigldu í strand hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi. 22.3.2010 09:50 Réttað yfir meintum peningabjargvætti Landsbankans Aðalmeðferð er hafin í sakamáli gegn Hauki Þór Haraldssyni, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Landsbankans, en hann hefur verið ákærður fyrir að draga að sér hátt í 120 milljónir. 22.3.2010 09:49 Sjá næstu 50 fréttir
Túlkunaratriði hvort rannsóknarnefndin hafi brotið lög Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins hefur verið frestað enn einu sinni og verður hún birt hinn 12. apríl næstkomandi. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur þegar brotið lög um sjálfa sig með því fresta birtingu skýrslunnar, en forseti Alþingis segir það túlkunaratriði. 22.3.2010 19:32
Brýnt að eyða óvissu um framtíð sjávarútvegsins Sjávarútvegur gegnir lykilhlutverki í íslensku atvinnulífi og þá sérstaklega á Vestfjörðum þar sem um helmingur tekna atvinnulífsins kemur frá sjávarútvegi, að mati atvinnumálanefndar Vesturbyggðar. 22.3.2010 19:19
Krafturinn fer vaxandi Gosið á Fimmvörðuhálsi hefur færst í aukana í dag. Hraunbreiðan á hálsinum hefur tvöfaldast frá því í gær. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Hann á von á því að gosið haldi áfram næstu daga. 22.3.2010 19:02
Íbúar fá að snúa heim - rýmingu aflétt Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, segir að rýmingu hafi verið aflétt og að íbúar sem þurftu að yfirgefa hús sín eftir að eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi fái að snúa heim. Þetta var á ákveðið á fundi almannavarnarnefndar í dag. Eigendur sumarhúsa á svæðinu eru beðnir um að vera ekki í húsunum. „Við munum hins vegar auka löggæslueftirlit þannig að við verðum fljótir að bregðast við eitthvað kemur upp á.“ 22.3.2010 18:45
Kristján Möller: Höfum ekki efni á átökum á vinnumarkaði Alþingi samþykkti í dag lögbann við verkfalli flugvirkja Icelandair. Millilandaflug Icelandair hefur legið niðri í allan dag vegna verkfallsins en áætlunarflug hófst að nýju nú skömmu fyrir fréttir. Samgönguráðherra segir að þjóðarbúið hafi ekki efni á átökum á vinnumarkaði. 22.3.2010 18:42
Varað við óveðri á Suðurlandi Vegagerðin varar við óveðri á Suðurlandi frá Vík í Mýrdal og vestur undir Markarfljót. Einnig er varað við óveðri á Vestfjörðum á Hálfdáni, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum - og á Suðausturlandi er óveður við Sandfell í Öræfum. 22.3.2010 18:04
Bílum stolið á höfuðborgarsvæðinu Tveimur bílum var stolið á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Annar var tekinn í Kópavogi þar sem hann var skilinn eftir ólæstur og með bíllykilinn í kveikjulásnum. Hinn var tekinn í Reykjavík en báðir bílarnir eru nú komnir í leitirnar. 22.3.2010 17:52
Karl á fimmtugsaldri skorinn í hálsinn Átta líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina og voru þær flestar minniháttar. Sú alvarlegasta átti sér stað í heimahúsi í austurborginni á laugardagsmorgun en þar var maður stunginn og/eða skorinn í hálsinn, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. 22.3.2010 17:50
Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja - Atli sat hjá Alþingi samþykkti klukkan fimm í dag lög sem stöðva verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair og hófst í morgun. Frumvarp samgönguráðherra var samþykkt með 38 atkvæðum gegn tveimur. Atli Gíslason, þingmaður VG, sat hjá. 22.3.2010 17:20
Vatn er banvænn drykkur Fleira fólk deyr árlega af menguðu vatni en samtals vegna allara ofbeldisverka að meðtöldu stríði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um vatnsbúskap í heiminum. 22.3.2010 16:46
Búist við árás á Lundúni á Ólympíuleikunum Bresk stjórnvöld segja mikla hættu á að hryðjuverkaárás verði gerð á Lundúni þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir þar árið 2012. 22.3.2010 16:30
Gore og vorið Bill Clinton gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum þekktum mönnum þegar hann flutti erindi í Gridiron klúbbi blaðamanna í Washington um helgina. 22.3.2010 16:05
Landsbankinn styrkti mest - 150 lögaðilar nafnlausir Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 44 milljónir króna á tímabilinu 2002 til 2006 samkvæmt yfirliti sem flokkurinn hefur gert opinbert á heimasíðu sinni. 22.3.2010 16:02
Flugumferðarstjórar líkja þingmönnum við rakka Félag íslenskra flugumferðarstjóra fordæmir inngrip ríkisstjórnar og Alþingis í kjaradeilu flugvirkja. Í yfirlýsingu frá þeim segir að ríkisstjórnin sýni einbeittan og ítrekaðan brotavilja þegar kemur að stjórnarskrárbundnum réttindum launþega í kjarabaráttu og alþingismenn koma hlaupandi eins og rakkar þegar kallið kemur til að stimpla gjörninginn. 22.3.2010 15:40
Tók leigubíl frá flugslysi Átta manna áhöfn var um borð í Tupolev þotu rússneska flugfélagsins Aviastar-TU sem brotlenti einn kílómetra frá flugvelli í Moskvu í gær. 22.3.2010 15:35
Þinghlé framlengt vegna lögbanns á verkfall flugvirkja Fundur er ekki hafinn á Alþingi en til stóð að greiða atkvæði upp úr klukkan hálf fjögur í dag um lögbann á verkfallsaðgerðir flugvirkja. Fundinum var frestað til fimmtán mínútur í fjögur en frumvarpið er nú rætt innan samgöngumálanefndar á Alþingi. 22.3.2010 15:33
Hraun olli gufustrókum Ólafur Sigurjónsson í Forsæti flaug yfir gosstöðvarnar á milli klukkan 8 og 9 í morgun en hann telur að gufustrókar hafi myndast þegar hraun rann yfir jökulinn en ekki að gossprungan hafi lengst. 22.3.2010 15:27
Vindar blása ís frá Norðurskautinu Japanskir vísindamenn telja að vindar eigi jafnvel helmings þátt í minnkun íss á Norðurskautinu undanfarna áratugi. 22.3.2010 14:59
Lögbann rætt í samgöngunefnd - Ögmundur fjarverandi Fundarhlé er á Alþingi vegna frumvarps um lögbann á verkfallsaðgerðir flugvirkja sem hafa lamað flug Icelandair. Málið er nú til umræðu í samgöngunefnd. 22.3.2010 14:36
Skýrsla Rannsóknarnefndar verður birt 12. apríl Skýrslan Rannsóknarnefndar Alþingis mun verða afhent og birt á fyrsta starfsdegi Alþingis eftir páska, 12. apríl næstkomandi. 22.3.2010 14:08
Hraunflæði niður í Hrunagil - myndir „Við sáum bara ljósmyndir af svæðinu en þær sýna að hraunið rennur niður í Hrunagil austan við Heljarkamb,“ segir Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarna en hann segir að hraunflæðið hafi verið viðbúið og því komi fátt á óvart hvað það varðar. 22.3.2010 13:52
Davíð Smári dæmdur fyrir ofbeldisbrot Davíð Smári Helenarson var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir tvær líkamsárásir og eignaspjöll. Annarsvegar var hann dæmdur fyrir að hafa slegið karlmann í Austurstræti með þeim afleiðingum að hann hlaut tognun og ofreynslu á hálshrygg. Árásin átti sér stað í október 2008. 22.3.2010 13:33
Icelandair stefnir á flug klukkan fjögur í dag Icelandair hefur ákveðið að stefna að því að hefja flug síðdegis í dag um klukkan fjögur en ríkisstjórn samþykkti að leggja fram frumvarp um lögbann á verkfall flugvirkja í hádeginu í dag, þó endanlegar ákvarðanir um það verði ekki teknar fyrr en Alþingi hefur lokið meðferð sinni. 22.3.2010 13:14
Icelandair stefnir á flug klukkan 16.00 í dag Icelandair stefnir að því að hefja flug klukkan 16.00 í dag og hvetur farþega til að mæta tveimur tímum fyrr í Leifsstöð. 22.3.2010 13:04
Varað við stormi Veðurstofan varar við stormi víða sunnan- og vestantil í nótt og á morgun. Gert er ráð fyrir austan og norðaustanátt, víða 10-18 m/s. Síðan gangi í norðaustan 18-23 suðaustan-, og norðvestanlands í kvöld og einnig um tíma með suðvesturströndinni í kvöld og nótt. 22.3.2010 12:59
Verið að verja Icelandair fyrir skaða með lögbanni „Samkvæmt þessu, þá eru engin rök í sjálfu sér fyrir lögbanninu annað en félagið skaðast af þessu. Landið lokast ekki. Við fljúgum í dag, fljúgum til allra landa,“ segir Matthías Imsland, framkvæmdarstjóri Icelandexpress en hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að samþykkja lögbann á verkfall flugvirkja hjá Icelandair en það var samþykkt af hálfu ríkisstjórnar í hádeginu í dag. Lögbannið þarf hinsvegar að samþykkja á Alþingi eigi það að taka gildi. 22.3.2010 12:50
Ríkisstjórn samþykkir að setja lögbann á verkfall flugvirkja Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að setja lög á verkfall flugvirkja sem hófst í nótt. Þetta staðfesti Kristján Möller samgönguráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. 22.3.2010 12:34
Héraðssaksóknarar frestast enn vegna sparnaðar Það frestast enn um sinn að setja á fót embætti héraðssaksóknara vegna sparnaðaraðgerða dómsmálaráðuneytisins. Því hafði áður verið frestað til 1. janúar síðastliðins. 22.3.2010 12:30
Fréttamaður í miðju öskufallinu nálægt Fimmvörðuhálsinum „Ég er kominn upp á Fimmvörðuháls við Baldvinsskála. Öskustrókurinn er yfir okkur, við erum í öskufalli en snjórinn er orðinn grár,“ sagði Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar tvö sem var staddur aðeins örfáum kílómetrum fyrir neðan gosið í Eyjafjallajökli. Strókarnir eru um einum kílómeter frá Fimmvörðuhálsinum sjálfum. 22.3.2010 12:25
Vegum lokað í Þórsmörk og á Fimmvörðuháls Veginum inn í Þórsmörk verður lokað og eins veginum upp að Fimmvörðuhálsi. Þetta var ákveðið á fundi Almannavarna á Hellu nú í morgun, en næsti fundur hefur verið ákveðinn klukkan þrjú í dag. Karen Kjartansdóttir fréttakona ræddi við Víði Reynisson deildarstjóra almannavarna Ríkislögreglustjóra nú rétt fyrir fréttir. 22.3.2010 12:25
Flugbannsvæði stækkað vegna sprengingar Sprengingin í gosstróknum í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í morgun varð til þess að svæði þar sem flugumferð var bönnuð var stækkaði þónokkuð. 22.3.2010 12:00
Nýtt frumvarp um sérstakan til að eyða óvissu Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn frumvarp til breytingar á lögum um embætti sérstaks saksóknara, en tilgangur þess er að taka af allan vafa um verkefni og verksvið embættisins. 22.3.2010 12:00
Mikið um þjófnaði og skemmdarverk í Árborg Um helgina báru hæst verkefni sem tengdust eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Lögreglumenn fóru þegar í upphafi á Hvolsvöll til aðstoðar við lokanir vega og rýmingu auk þess að sjá um lokun þjóðvegarins austan við Selfoss. 22.3.2010 11:41
Fá ekki að selja fílabein Sameinuðu þjóðirnar hafa synjað beiðni Tanzaníu um að selja um 90 tonn af fílabeini sem fallið hefur til á undanförnum árum. 22.3.2010 11:30
Vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun sameinast Stefnt er að því að Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun sameinist um næstu áramót í nýja og öfluga vinnumarkaðsstofnun. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti áformaða sameiningu á fundi með starfsfólki stofnananna tveggja í morgun. 22.3.2010 11:18
Gosmökkurinn í dag - myndskeið Friðrik Þór Halldórsson myndatökumaður Stöðvar 2 var í morgun staddur ásamt Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni Stöðvar 2 vestan við Hellu. Hann tók meðfylgjandi myndir um klukkan níu. 22.3.2010 11:06
Ráðherra vildi selja áhrif sín Fyrrverandi breskur ráðherra hefur haft samband við siðanefnd breska þingsins vegna ásakana um að hann hafi boðist til þess að beita áhrifum sínum í ríkisstjórninni gegn greiðslu. 22.3.2010 10:48
TF-SIF flaug að gosstöðinni í gærkvöldi - myndskeið TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar flaug að gosstöðinni á Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi. Egill Aðalsteinsson myndatökumaður Stöðvar 2 var með í för og tók meðfylgjandi myndskeið. 22.3.2010 10:44
Sonarsonur forseta handtekinn Írönsk fréttastofa segir að sonarsonur fyrrverandi forseta landsins hafi verið handtekinn þegar hann kom til Teherans frá Lundúnum í gær. 22.3.2010 10:35
Vöxtur hlaupinn í Krossá Vöxtur er hlaupinn í Krossá í Þórsmörk, en hún á upptök í Eyjafjallajökli og undan Fimmvörðuhálsi. 22.3.2010 10:32
Ófullnægjandi verðmerkingar í apótekum Athugasemd var gerð í Laugarnesapóteki vegna verðmerkinga í verslunarrými af hálfu neytendastofu en í öðrum apótekum voru þær í góðu lagi. Starfsmenn Neytendastofu fóru daganna 26. febrúar - 10. mars í 31 apótek á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur, einnig voru teknar vörur af handahófi og gerð athugun á samræmingu milli hillu- og kassaverðs. 22.3.2010 10:31
Flugvirkjar höfnuðu 11 prósenta hækkun - vilja 15 prósent Samkvæmt heimildum fréttastofu höfnuðu flugvirkjar miðlunartillögu ríkissáttasemjara um ellefu prósenta hækkun til eins árs, en Icelandair hafði fallist á tillöguna. 22.3.2010 10:12
Mikið blý í blóði barna Mikið blý hefur mælst í blóði barna í grennd við verksmiðjur sem framleiða blý í Hunan héraði í Kína. 22.3.2010 10:07
Ríkisstjórnarfundi frestað til hádegis Ríkisstjórnarfundi sem átti að halda klukkan tíu um lagasetningu á verkfall flugvirkja hjá Icelandair hefur verið frestað til klukkan tólf. Verfallið hófst klukkan eitt í nótt eftir að viðræður þeirra við félagið sigldu í strand hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi. 22.3.2010 09:50
Réttað yfir meintum peningabjargvætti Landsbankans Aðalmeðferð er hafin í sakamáli gegn Hauki Þór Haraldssyni, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Landsbankans, en hann hefur verið ákærður fyrir að draga að sér hátt í 120 milljónir. 22.3.2010 09:49