Jónmundur: Upphæðin gæti verið hærri Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. mars 2010 12:15 Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Samtals nema þeir styrkir til Sjálfstæðisflokksins þar sem nöfn styrkveitanda eru hulin leynd samtals 136 milljónum króna, en flokkurinn birti á heimasíðu sinni í gær yfirlit yfir beina styrki til flokksins frá fyrirtækjum og einstaklingum árin 2002-2006. Eins og fréttastofa greindi frá í gær var Landsbankinn það fyrirtæki sem styrkti Sjálfstæðisflokkinn mest á þessum tíma eða um 44 milljónir króna, en samtals þáði flokkurinn 285 milljónir króna í styrki frá fyrirtækjum og einstaklingum á þessum árum, þar af voru 75,5 milljónir króna frá íslenskum viðskiptabönkum. Stærstu einstöku styrkirnir eru 30 milljóna króna styrkur frá Landsbankanum og annar þrjátíu milljóna króna styrkur frá FL Group sem var veittur hinn 29. desember 2006, aðeins örfáum dögum áður en lögum um hámarksframlag til stjórnmálaflokka var breytt. Styrktaraðilar Sjálfstæðisflokksins eru flestir nafnlausir, samkvæmt skjali sem flokkurinn birti á heimasíðu sinni. Skýringin á því er sú að starfsfólk Sjálfstæðisflokksins hefur ekki náð í suma sem styrktu flokkinn og aðrir óska eftir nafnleynd, en flokkurinn reyndi að hafa samband við alla styrkveitendur að því er fram kemur í tilkynningu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki opinberað styrki til hverfafélaga sinna sundurliðað. Þá eru ótaldir styrkir sem einstakir þingmenn flokksins fengu í aðdraganda prófkjöra, en þeir hlaupa á tugum milljóna króna. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu að þeir styrkir sem gefnir væru upp á heimasíðu flokksins, alls 285 milljónir króna, væru samtala yfir heildarstyrki til Sjálfstæðisflokksins á landsvísu árin 2002-2006. Jónmundur sagðist þó ekki geta fullyrt að um væri að ræða alla styrki. Hann sagðist ekki geta útilokað að styrkirnir væri fleiri og því gæti upphæðin verið hærri. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Samtals nema þeir styrkir til Sjálfstæðisflokksins þar sem nöfn styrkveitanda eru hulin leynd samtals 136 milljónum króna, en flokkurinn birti á heimasíðu sinni í gær yfirlit yfir beina styrki til flokksins frá fyrirtækjum og einstaklingum árin 2002-2006. Eins og fréttastofa greindi frá í gær var Landsbankinn það fyrirtæki sem styrkti Sjálfstæðisflokkinn mest á þessum tíma eða um 44 milljónir króna, en samtals þáði flokkurinn 285 milljónir króna í styrki frá fyrirtækjum og einstaklingum á þessum árum, þar af voru 75,5 milljónir króna frá íslenskum viðskiptabönkum. Stærstu einstöku styrkirnir eru 30 milljóna króna styrkur frá Landsbankanum og annar þrjátíu milljóna króna styrkur frá FL Group sem var veittur hinn 29. desember 2006, aðeins örfáum dögum áður en lögum um hámarksframlag til stjórnmálaflokka var breytt. Styrktaraðilar Sjálfstæðisflokksins eru flestir nafnlausir, samkvæmt skjali sem flokkurinn birti á heimasíðu sinni. Skýringin á því er sú að starfsfólk Sjálfstæðisflokksins hefur ekki náð í suma sem styrktu flokkinn og aðrir óska eftir nafnleynd, en flokkurinn reyndi að hafa samband við alla styrkveitendur að því er fram kemur í tilkynningu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki opinberað styrki til hverfafélaga sinna sundurliðað. Þá eru ótaldir styrkir sem einstakir þingmenn flokksins fengu í aðdraganda prófkjöra, en þeir hlaupa á tugum milljóna króna. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu að þeir styrkir sem gefnir væru upp á heimasíðu flokksins, alls 285 milljónir króna, væru samtala yfir heildarstyrki til Sjálfstæðisflokksins á landsvísu árin 2002-2006. Jónmundur sagðist þó ekki geta fullyrt að um væri að ræða alla styrki. Hann sagðist ekki geta útilokað að styrkirnir væri fleiri og því gæti upphæðin verið hærri.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira