Fleiri fréttir Mikið um dekkjaþjófnað á höfuðborgarsvæðinu Mikið hefur verið um dekkjaþjófnað á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum mánuðum og dæmi um að dekkjum hafi verið stolið undan bíl fyrir framan heimili fólks á meðan það var í fastasvefni. 25.2.2010 18:50 Icesave deilan hefur frestað efnahagsbatanum um hálft ár Um 3.500 Íslendingar munu bætast í hóp atvinnulausra á næstu tólf mánuðum samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Icesave deilan hefur frestað efnahagsbatanum um að minnsta kosti um hálft ár. 25.2.2010 18:37 Formennirnir upplýstir um gang viðræðnanna Samninganefnd Íslands í Icesave deilunni átti rúmlega tveggja klukkustundarfund með fulltrúum Bretlands og Hollands í Lundúnum í dag. Ekkert hefur verið látið uppi um efni fundarins, en samninganefndarmenn kynna ráðherrum og forystufólki stjórnarandstöðuflokkanna gang viðræðnanna nú í kvöld. 25.2.2010 18:25 Einar óskar eftir fundi Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, óskaði í morgun á fundi sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar eftir því að haldinn verði sérstakur fundur nefndarinnar í tilefni af áliti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðildarumsókn Íslands. 25.2.2010 18:08 Afklæddi sig og lagðist upp í rúm Hæstiréttur sakfelldi í dag 24 ára gamlan mann fyrir kynferðisbrot. Maðurinn fór óboðinn inn í svefnherbergi konu þar sem hún lá sofandi, afklæddi sig úr öllu nema nærbuxum, lagðist upp í rúm til hennar, kyssti hana á hálsinn og káfaði á brjóstum hennar utanklæða. Atvikið átti sér stað heima hjá stúlkunni í byrjun september 2008. 25.2.2010 18:02 Ríkið greiði mótmælanda bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenskra ríkið í dag til að greiða mótmælandanum Hauki Hilmarssyni 150 þúsund krónur í bætur vegna aðgerða lögreglu þegar hann var handtekinn og færður á lögreglustöð í nóvember 2008. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið harkaleg og niðurlægjandi fyrir Hauk. 25.2.2010 17:17 Íslenska ríkið sýknað af 1200 milljóna kröfu Impregilo Hæstiréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af 1,2 milljarða kröfu verktakafyrirtækisins Impregilo. Impregilo stefndi ríkinu vegna ofgreiddra staðgreiðslu skatta. 25.2.2010 17:11 Fimm mánaða skilorð fyrir að ráðast á kærustuna Hnefaleikakappinn Skúli Steinn Vilbergsson, sem stundum er kallaður Skúli Tyson, var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að ráðast á þáverandi kærustu sína. 25.2.2010 16:36 Samdrátturinn meiri vegna tafa á stóriðjuframkvæmdum Útlit er fyrir að samdráttur verði meiri á árinu en gert var ráð fyrir í haust, samkvæmt endurskoðaðri spá hagdeildar ASÍ. Í spánni er gert ráð fyrir batinn í efnahagslífinu verði hægari en áður var talið. 25.2.2010 15:46 Rösklega 60% andvígir spilavíti Um 63,7% landsmanna eru frekar eða mjög andvígir því að rekstur spilavíta verði leyfður á Íslandi. Hins vegar er um 71% karla undir þrítugu fylgjandi því. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR. 25.2.2010 15:40 Samþykktu frestun á nauðungarsölu Alþingi samþykkti í dag breytingar á lögum um nauðungarsölu. þannig að ákvörðun um nauðungarsölu á íbúðarhúsnæði verður ekki tekin fyrr en eftir þrjá mánuði. 25.2.2010 15:23 Viðurkennir að hafa talað við Brown um starfsfólkið Starfsmannastjóri breska forsætisráðuneytisins hefur viðurkennt að hann hafi talað við Gordon Brown um samskipti hans við starfsfólki ráðuneytisins. 25.2.2010 15:13 Eldur í bíl við Ásvallagötu Eldur kom upp í bifreið á Ásvallagötu rétt fyrir klukkan þrjú. Slökkviliðsbifreið og sjúkrabifreið eru á leiðinni á staðinn, en ekki er vitað hversu umfangsmikill eldurinn er eða hvort einhver hafi hlotið meiðsl af. 25.2.2010 15:04 Ráku burt argentinskt herskip Breskur tundurspillir rak argentinskt herskip út úr landhelgi Falklandseyja í síðasta mánuði. Hljótt hefur verið um þetta mál. 25.2.2010 14:20 Ríkisstjórnin úthlutar um 90 milljónum til dagskrárgerðar Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita 88,5 milljónum króna til innlendrar dagskrárgerðar fyrir hljóðvarp og sjónvarp. 25.2.2010 14:10 Fólk ferðist ekki að óþörfu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld Það mun bæta í vind og því má búast við skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu þegar líður á daginn og fram á kvöld, segir Elísabet Margeirsdóttir, veðurfréttamaður á 365 miðlum. 25.2.2010 13:54 Tafir á flugi frá landinu Eins til tveggja tíma seinkun hefur orðið á flugi frá landinu á Keflavíkurflugvelli í morgun sökum veðurs. Að sögn Friðþórs Eydal upplýsingafulltrúa flugvallarins stafar seinkunin af töfum við afísingu flugvéla en mikið hefur snjóað á Suðurnesjum það sem af er degi. 25.2.2010 13:27 Vill takmarka heimildir til að beita dráttarvöxtum Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að heimildir lánadrottna til að beita dráttarvöxtum séu takmarkaðar. Þetta sagði Illugi í atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um frumvarp um frestun á nauðungarsölum íbúða. 25.2.2010 13:25 Stjórnsýsla landbúnaðarráðuneytisins allt of veik að mati ESB Afnema verður tolla á landbúnaðarafurðum milli Íslands og aðildarríkja Evrópusambandsins gangi Ísland í sambandið og samræma tolla í viðskiptum við ríki utan sambandsins. Þá þarf að styrkja stjórnsýslu landbúnaðarráðuneytisins verulega sem er allt of veik að mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 25.2.2010 13:16 Frjálshyggjan orsakavaldur hrunsins Meginorsök hrunsins er ekki að finna í aðgerðum eða aðgerðarleysi banka, eftirlitsaðila og stjórnvalda á Íslandi árið 2008. Þetta kemur fram í grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í nýjasta tímariti Máls og Menningar. Að hennar mati var það óheft frjálshyggja í tæpa tvo áratugi undir stjórn Sjálfstæðisflokks sem gerði það að verkum að Ísland var berskjaldað þegar alþjóðlega fjármálakreppan reið yfir. 25.2.2010 11:58 Undirbúningur atkvæðagreiðslunnar í fullum gangi Undirbúningur þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave er í fullum gangi, eftir því sem fram kom í umræðum á Alþingi í morgun. 25.2.2010 11:29 Sigurbjörg ráðin lektor Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir hefur verið ráðin lektor í opinberri stefnumótun við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands frá og með 1. júlí 2010. 25.2.2010 11:25 Endurskoðar þjónustusamning ríkisins við RÚV Menntamálaráðherra hefur tekið til endurskoðunar þjónustusamning ríkisins við RÚV. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra á Alþingi í dag. 25.2.2010 11:21 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skipar heiðurssæti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, skipar heiðurssæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Listinn var samþykktur á fundi Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar á Grand Hótel í gærkvöld. 25.2.2010 11:06 Fjöldafangelsanir á herforingjum í Tyrklandi Átta háttsettir herforingjar til viðbótar hafa formlega verið ákærðir fyrir að undirbúa valdarán í Tyrklandi. 25.2.2010 10:50 Útilokað að hafa tvo karla efsta Ekki kemur til greina að hafa karla í tveimur efstu sætunum á lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, að mati oddvita flokksins, Jónasar Sigurðssonar. 25.2.2010 10:45 Björgunarsveitamenn við störf fram eftir degi Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Vestmannaeyjum, Sandgerði og á Suðurnesjum hafa haft í nógu að snúast í morgun vegna snjókomu og ófærðar. 25.2.2010 10:06 Var Mossad með árshátíð í Dubai? Yfirvöld í Dubai hafa nú lýst eftir fimmtán mönnum til viðbótar vegna morðsins á Hamas manninum Mahmoud al Mabhouh. 25.2.2010 09:53 Grunnskólanemum fækkar næstu árin Nemendur í grunnskólum á Íslandi voru 42.929 haustið 2009, auk þess sem 89 börn stunduðu nám í 5 ára bekk í 5 skólum. Grunnskólanemendum hefur fækkað um 582 frá síðastliðnu skólaári, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Nemur fækkunin um 1,3%. 25.2.2010 09:39 Leiðtogar Indverja og Pakistana hittast Leiðtogar Indlands og Pakistans hittast í dag á fundi til þess að ræða samskipti ríkjanna sem ávallt hafa verið stirð. 25.2.2010 09:31 Ökumenn í vandræðum á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum þurfti í nótt að aðstoða þónokkra ökumenn á vanbúnum bílum, sem lent höfðu í vandræðum vegna snjóþyngsla, en töluvert hefur snjóað syðra í nótt og víða hefur skafið í skafla. 25.2.2010 09:21 Kattauppskrift kemur sjónvarpskokki í koll Ítalska ríkissjónvarpið hefur rekið vinsælan sjónvarpskokk eftir að hann bauð upp á uppskrift að því hvernig elda eigi ketti, í sjónvarpsþætti sínum. Beppe Brigazzi segist sakna starfsins en þvertekur fyrir að biðjast afsökunar þar sem hann hafi aðeins verið að fræða áhorfendur um matarmenningu Ítala fyrr á öldum. 25.2.2010 09:10 Yanukovych tekur við embætti Viktor Yanukovych var í morgun vígður í embætti sem forseti Úkraínu. Hann sigraði mótframbjóðanda sinn Júlíu Tymochenko á dögunum en hún heldur því fram að brögð hafi verið í tafli. 25.2.2010 09:06 Ráðherrar víki af Alþingi Gert er ráð fyrir að Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mæli í dag fyrir frumvarpi þess efnis að ráðherrar víki sæti á Alþingi á meðan þeir gegna ráðherraembætti. 25.2.2010 09:00 Hætta að framleiða Hummer Fátt er nú talið geta komið í veg fyrir að jeppinn Hummer heyri brátt sögunni til. Hummer er í grunninn herjeppi sem smíðaður var fyrir Bandaríkjaher en síðar naut hann mikilla vinsælda hjá almenningi, sérstaklega í Bandaríkjunum þó nokkrir hafi til dæmis verið á götunum hér á landi. 25.2.2010 08:26 Óöldin í Mexíkó heldur áfram Grímuklæddir byssumenn myrtu þrettán manns í Mexíkó í gær. Mennirnir drápu fjóra menn á búgarði í suðurhluta landsins, bóndann, þrjá syni hans og fjóra aðra. Þegar lögregla kom á vettvang kom til byssubardaga þar sem fimm lögreglumenn létu lífið. Yfir fimmtán þúsund manns hafa látið lífið í átökum tengdum eiturlyfjasölu í Mexíkó síðustu tvö árin. 25.2.2010 08:12 Háhyrningur drap þjálfarann sinn í SeaWorld Háhyrningur í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída varð þjálfara sínum að bana í gær á miðri sýningu. 25.2.2010 08:04 Stórtækir þjófar á ferð á Nesjavöllum Lögreglan í Árnessýslu rannsakar nú innbrot í Hótel Ásbúð við Nesjavelli, sem uppgötvaðist í gær, en þar er ekki rekstur í vetur. Þaðan var stolið sófum, rúmum, stólum og borðum, svo það helsta sé nefnt, og er ekki vitað hverjir þar voru á ferð. 25.2.2010 07:21 Allt á kafi í snjó í Eyjum - skólahaldi aflýst Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í Vestmannaeyjum undir morgun til að aðstoða vaktavinnufólk, sem sat fast í bíllum sínum vegna ófærðar. Öllu skólahaldi hefur verið aflýst í bænum í dag og segir lögreglan að kolófært sé víðast hvar. Fólki er því ráðlagt að halda sig heima verði því við komið. 25.2.2010 07:19 Fleygðu manni fram af svölum í Vogum Fimm menn á aldrinum 20 til 22 ára hafa verið ákærðir fyrir hrottalega árás á rúmlega þrítugan mann í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir ári. 25.2.2010 05:30 Litlir fjárfestar geta illa leitað réttar síns „Eftir að stjórn hlutafélags hefur verið skipuð á hinn einstaki hluthafi nánast enga möguleika á að hreyfa við einu eða neinu,“ segir Guðni Á. Haraldsson lögmaður og telur dæmi um að blokkir stærri eigenda fyrirtækja hafi farið offari í nokkrum tilvikum. „Þannig komu til dæmis upp svona blokkir og eyðilögðu stór félög á borð við Eimskipafélag Íslands og Icelandair.“ 25.2.2010 05:30 Danmörk í hóp tíu ríkustu Danska stjórnin setur sér háleit markmið í nýrri stefnuyfirlýsingu, sem Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Lene Espersen, nýr utanríkisráðherra, kynntu í gær. Daginn áður hafði Rasmussen stokkað upp í stjórninni með gjörbreyttri ráðherraskipan. 25.2.2010 05:15 Stuðnings- og traustsyfirlýsing við Ísland „Mér finnst þetta jákvætt álit og í því felst viðurkenning á Íslandi sem samstarfsríki innan EFTA og EES og jafnframt á aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Vissulega kemur fram að margt sé eftir en líka að við séum á réttri leið. Þess vegna finnst mér felast í þessu stuðnings- og traustsyfirlýsing við Ísland.“ Þetta segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Brussel og aðalsamningamaður, um álit framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðildarumsókn Íslands. 25.2.2010 04:45 Segist ekki setja skattfé í einkaspítalann Tekist var á um yfirlýsingar Ögmundar Jónassonar, þingmanns VG, um væntanlegt einkasjúkrahús á gamla varnarsvæðinu á Alþingi í gær. Fram hefur komið að leggja þurfi eitt hundrað milljónir króna til að endurbyggja gamla hersjúkrahúsið á svæðinu. Hefur Ögmundur lýst því yfir að þeir peningar hljóti að koma úr vösum skattgreiðenda og það á sama tíma og skera þurfi niður í heilbrigðiskerfinu. 25.2.2010 04:30 Fara kettir og hundar í bann? Íbúar í Hrísey og Grímsey munu kjósa um bann við hunda- og kattahaldi samfara sveitarstjórnarkosningum í maí ef tillaga framkvæmdaráðs Akureyrar verður samþykkt af bæjarráði. 25.2.2010 04:30 Sjá næstu 50 fréttir
Mikið um dekkjaþjófnað á höfuðborgarsvæðinu Mikið hefur verið um dekkjaþjófnað á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum mánuðum og dæmi um að dekkjum hafi verið stolið undan bíl fyrir framan heimili fólks á meðan það var í fastasvefni. 25.2.2010 18:50
Icesave deilan hefur frestað efnahagsbatanum um hálft ár Um 3.500 Íslendingar munu bætast í hóp atvinnulausra á næstu tólf mánuðum samkvæmt hagspá Alþýðusambandsins. Icesave deilan hefur frestað efnahagsbatanum um að minnsta kosti um hálft ár. 25.2.2010 18:37
Formennirnir upplýstir um gang viðræðnanna Samninganefnd Íslands í Icesave deilunni átti rúmlega tveggja klukkustundarfund með fulltrúum Bretlands og Hollands í Lundúnum í dag. Ekkert hefur verið látið uppi um efni fundarins, en samninganefndarmenn kynna ráðherrum og forystufólki stjórnarandstöðuflokkanna gang viðræðnanna nú í kvöld. 25.2.2010 18:25
Einar óskar eftir fundi Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, óskaði í morgun á fundi sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar eftir því að haldinn verði sérstakur fundur nefndarinnar í tilefni af áliti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðildarumsókn Íslands. 25.2.2010 18:08
Afklæddi sig og lagðist upp í rúm Hæstiréttur sakfelldi í dag 24 ára gamlan mann fyrir kynferðisbrot. Maðurinn fór óboðinn inn í svefnherbergi konu þar sem hún lá sofandi, afklæddi sig úr öllu nema nærbuxum, lagðist upp í rúm til hennar, kyssti hana á hálsinn og káfaði á brjóstum hennar utanklæða. Atvikið átti sér stað heima hjá stúlkunni í byrjun september 2008. 25.2.2010 18:02
Ríkið greiði mótmælanda bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenskra ríkið í dag til að greiða mótmælandanum Hauki Hilmarssyni 150 þúsund krónur í bætur vegna aðgerða lögreglu þegar hann var handtekinn og færður á lögreglustöð í nóvember 2008. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið harkaleg og niðurlægjandi fyrir Hauk. 25.2.2010 17:17
Íslenska ríkið sýknað af 1200 milljóna kröfu Impregilo Hæstiréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af 1,2 milljarða kröfu verktakafyrirtækisins Impregilo. Impregilo stefndi ríkinu vegna ofgreiddra staðgreiðslu skatta. 25.2.2010 17:11
Fimm mánaða skilorð fyrir að ráðast á kærustuna Hnefaleikakappinn Skúli Steinn Vilbergsson, sem stundum er kallaður Skúli Tyson, var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að ráðast á þáverandi kærustu sína. 25.2.2010 16:36
Samdrátturinn meiri vegna tafa á stóriðjuframkvæmdum Útlit er fyrir að samdráttur verði meiri á árinu en gert var ráð fyrir í haust, samkvæmt endurskoðaðri spá hagdeildar ASÍ. Í spánni er gert ráð fyrir batinn í efnahagslífinu verði hægari en áður var talið. 25.2.2010 15:46
Rösklega 60% andvígir spilavíti Um 63,7% landsmanna eru frekar eða mjög andvígir því að rekstur spilavíta verði leyfður á Íslandi. Hins vegar er um 71% karla undir þrítugu fylgjandi því. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR. 25.2.2010 15:40
Samþykktu frestun á nauðungarsölu Alþingi samþykkti í dag breytingar á lögum um nauðungarsölu. þannig að ákvörðun um nauðungarsölu á íbúðarhúsnæði verður ekki tekin fyrr en eftir þrjá mánuði. 25.2.2010 15:23
Viðurkennir að hafa talað við Brown um starfsfólkið Starfsmannastjóri breska forsætisráðuneytisins hefur viðurkennt að hann hafi talað við Gordon Brown um samskipti hans við starfsfólki ráðuneytisins. 25.2.2010 15:13
Eldur í bíl við Ásvallagötu Eldur kom upp í bifreið á Ásvallagötu rétt fyrir klukkan þrjú. Slökkviliðsbifreið og sjúkrabifreið eru á leiðinni á staðinn, en ekki er vitað hversu umfangsmikill eldurinn er eða hvort einhver hafi hlotið meiðsl af. 25.2.2010 15:04
Ráku burt argentinskt herskip Breskur tundurspillir rak argentinskt herskip út úr landhelgi Falklandseyja í síðasta mánuði. Hljótt hefur verið um þetta mál. 25.2.2010 14:20
Ríkisstjórnin úthlutar um 90 milljónum til dagskrárgerðar Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita 88,5 milljónum króna til innlendrar dagskrárgerðar fyrir hljóðvarp og sjónvarp. 25.2.2010 14:10
Fólk ferðist ekki að óþörfu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld Það mun bæta í vind og því má búast við skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu þegar líður á daginn og fram á kvöld, segir Elísabet Margeirsdóttir, veðurfréttamaður á 365 miðlum. 25.2.2010 13:54
Tafir á flugi frá landinu Eins til tveggja tíma seinkun hefur orðið á flugi frá landinu á Keflavíkurflugvelli í morgun sökum veðurs. Að sögn Friðþórs Eydal upplýsingafulltrúa flugvallarins stafar seinkunin af töfum við afísingu flugvéla en mikið hefur snjóað á Suðurnesjum það sem af er degi. 25.2.2010 13:27
Vill takmarka heimildir til að beita dráttarvöxtum Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að heimildir lánadrottna til að beita dráttarvöxtum séu takmarkaðar. Þetta sagði Illugi í atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um frumvarp um frestun á nauðungarsölum íbúða. 25.2.2010 13:25
Stjórnsýsla landbúnaðarráðuneytisins allt of veik að mati ESB Afnema verður tolla á landbúnaðarafurðum milli Íslands og aðildarríkja Evrópusambandsins gangi Ísland í sambandið og samræma tolla í viðskiptum við ríki utan sambandsins. Þá þarf að styrkja stjórnsýslu landbúnaðarráðuneytisins verulega sem er allt of veik að mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 25.2.2010 13:16
Frjálshyggjan orsakavaldur hrunsins Meginorsök hrunsins er ekki að finna í aðgerðum eða aðgerðarleysi banka, eftirlitsaðila og stjórnvalda á Íslandi árið 2008. Þetta kemur fram í grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í nýjasta tímariti Máls og Menningar. Að hennar mati var það óheft frjálshyggja í tæpa tvo áratugi undir stjórn Sjálfstæðisflokks sem gerði það að verkum að Ísland var berskjaldað þegar alþjóðlega fjármálakreppan reið yfir. 25.2.2010 11:58
Undirbúningur atkvæðagreiðslunnar í fullum gangi Undirbúningur þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave er í fullum gangi, eftir því sem fram kom í umræðum á Alþingi í morgun. 25.2.2010 11:29
Sigurbjörg ráðin lektor Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir hefur verið ráðin lektor í opinberri stefnumótun við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands frá og með 1. júlí 2010. 25.2.2010 11:25
Endurskoðar þjónustusamning ríkisins við RÚV Menntamálaráðherra hefur tekið til endurskoðunar þjónustusamning ríkisins við RÚV. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra á Alþingi í dag. 25.2.2010 11:21
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skipar heiðurssæti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, skipar heiðurssæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Listinn var samþykktur á fundi Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar á Grand Hótel í gærkvöld. 25.2.2010 11:06
Fjöldafangelsanir á herforingjum í Tyrklandi Átta háttsettir herforingjar til viðbótar hafa formlega verið ákærðir fyrir að undirbúa valdarán í Tyrklandi. 25.2.2010 10:50
Útilokað að hafa tvo karla efsta Ekki kemur til greina að hafa karla í tveimur efstu sætunum á lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, að mati oddvita flokksins, Jónasar Sigurðssonar. 25.2.2010 10:45
Björgunarsveitamenn við störf fram eftir degi Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Vestmannaeyjum, Sandgerði og á Suðurnesjum hafa haft í nógu að snúast í morgun vegna snjókomu og ófærðar. 25.2.2010 10:06
Var Mossad með árshátíð í Dubai? Yfirvöld í Dubai hafa nú lýst eftir fimmtán mönnum til viðbótar vegna morðsins á Hamas manninum Mahmoud al Mabhouh. 25.2.2010 09:53
Grunnskólanemum fækkar næstu árin Nemendur í grunnskólum á Íslandi voru 42.929 haustið 2009, auk þess sem 89 börn stunduðu nám í 5 ára bekk í 5 skólum. Grunnskólanemendum hefur fækkað um 582 frá síðastliðnu skólaári, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Nemur fækkunin um 1,3%. 25.2.2010 09:39
Leiðtogar Indverja og Pakistana hittast Leiðtogar Indlands og Pakistans hittast í dag á fundi til þess að ræða samskipti ríkjanna sem ávallt hafa verið stirð. 25.2.2010 09:31
Ökumenn í vandræðum á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum þurfti í nótt að aðstoða þónokkra ökumenn á vanbúnum bílum, sem lent höfðu í vandræðum vegna snjóþyngsla, en töluvert hefur snjóað syðra í nótt og víða hefur skafið í skafla. 25.2.2010 09:21
Kattauppskrift kemur sjónvarpskokki í koll Ítalska ríkissjónvarpið hefur rekið vinsælan sjónvarpskokk eftir að hann bauð upp á uppskrift að því hvernig elda eigi ketti, í sjónvarpsþætti sínum. Beppe Brigazzi segist sakna starfsins en þvertekur fyrir að biðjast afsökunar þar sem hann hafi aðeins verið að fræða áhorfendur um matarmenningu Ítala fyrr á öldum. 25.2.2010 09:10
Yanukovych tekur við embætti Viktor Yanukovych var í morgun vígður í embætti sem forseti Úkraínu. Hann sigraði mótframbjóðanda sinn Júlíu Tymochenko á dögunum en hún heldur því fram að brögð hafi verið í tafli. 25.2.2010 09:06
Ráðherrar víki af Alþingi Gert er ráð fyrir að Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mæli í dag fyrir frumvarpi þess efnis að ráðherrar víki sæti á Alþingi á meðan þeir gegna ráðherraembætti. 25.2.2010 09:00
Hætta að framleiða Hummer Fátt er nú talið geta komið í veg fyrir að jeppinn Hummer heyri brátt sögunni til. Hummer er í grunninn herjeppi sem smíðaður var fyrir Bandaríkjaher en síðar naut hann mikilla vinsælda hjá almenningi, sérstaklega í Bandaríkjunum þó nokkrir hafi til dæmis verið á götunum hér á landi. 25.2.2010 08:26
Óöldin í Mexíkó heldur áfram Grímuklæddir byssumenn myrtu þrettán manns í Mexíkó í gær. Mennirnir drápu fjóra menn á búgarði í suðurhluta landsins, bóndann, þrjá syni hans og fjóra aðra. Þegar lögregla kom á vettvang kom til byssubardaga þar sem fimm lögreglumenn létu lífið. Yfir fimmtán þúsund manns hafa látið lífið í átökum tengdum eiturlyfjasölu í Mexíkó síðustu tvö árin. 25.2.2010 08:12
Háhyrningur drap þjálfarann sinn í SeaWorld Háhyrningur í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída varð þjálfara sínum að bana í gær á miðri sýningu. 25.2.2010 08:04
Stórtækir þjófar á ferð á Nesjavöllum Lögreglan í Árnessýslu rannsakar nú innbrot í Hótel Ásbúð við Nesjavelli, sem uppgötvaðist í gær, en þar er ekki rekstur í vetur. Þaðan var stolið sófum, rúmum, stólum og borðum, svo það helsta sé nefnt, og er ekki vitað hverjir þar voru á ferð. 25.2.2010 07:21
Allt á kafi í snjó í Eyjum - skólahaldi aflýst Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í Vestmannaeyjum undir morgun til að aðstoða vaktavinnufólk, sem sat fast í bíllum sínum vegna ófærðar. Öllu skólahaldi hefur verið aflýst í bænum í dag og segir lögreglan að kolófært sé víðast hvar. Fólki er því ráðlagt að halda sig heima verði því við komið. 25.2.2010 07:19
Fleygðu manni fram af svölum í Vogum Fimm menn á aldrinum 20 til 22 ára hafa verið ákærðir fyrir hrottalega árás á rúmlega þrítugan mann í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir ári. 25.2.2010 05:30
Litlir fjárfestar geta illa leitað réttar síns „Eftir að stjórn hlutafélags hefur verið skipuð á hinn einstaki hluthafi nánast enga möguleika á að hreyfa við einu eða neinu,“ segir Guðni Á. Haraldsson lögmaður og telur dæmi um að blokkir stærri eigenda fyrirtækja hafi farið offari í nokkrum tilvikum. „Þannig komu til dæmis upp svona blokkir og eyðilögðu stór félög á borð við Eimskipafélag Íslands og Icelandair.“ 25.2.2010 05:30
Danmörk í hóp tíu ríkustu Danska stjórnin setur sér háleit markmið í nýrri stefnuyfirlýsingu, sem Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Lene Espersen, nýr utanríkisráðherra, kynntu í gær. Daginn áður hafði Rasmussen stokkað upp í stjórninni með gjörbreyttri ráðherraskipan. 25.2.2010 05:15
Stuðnings- og traustsyfirlýsing við Ísland „Mér finnst þetta jákvætt álit og í því felst viðurkenning á Íslandi sem samstarfsríki innan EFTA og EES og jafnframt á aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Vissulega kemur fram að margt sé eftir en líka að við séum á réttri leið. Þess vegna finnst mér felast í þessu stuðnings- og traustsyfirlýsing við Ísland.“ Þetta segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Brussel og aðalsamningamaður, um álit framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðildarumsókn Íslands. 25.2.2010 04:45
Segist ekki setja skattfé í einkaspítalann Tekist var á um yfirlýsingar Ögmundar Jónassonar, þingmanns VG, um væntanlegt einkasjúkrahús á gamla varnarsvæðinu á Alþingi í gær. Fram hefur komið að leggja þurfi eitt hundrað milljónir króna til að endurbyggja gamla hersjúkrahúsið á svæðinu. Hefur Ögmundur lýst því yfir að þeir peningar hljóti að koma úr vösum skattgreiðenda og það á sama tíma og skera þurfi niður í heilbrigðiskerfinu. 25.2.2010 04:30
Fara kettir og hundar í bann? Íbúar í Hrísey og Grímsey munu kjósa um bann við hunda- og kattahaldi samfara sveitarstjórnarkosningum í maí ef tillaga framkvæmdaráðs Akureyrar verður samþykkt af bæjarráði. 25.2.2010 04:30