Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2025 22:32 Eiríkur Rögnvaldsson hefur áhyggjur af stöðu íslenskunnar. Í umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2026 málar hann upp nokkuð dökka mynd af stöðunni eftir tvo til þrjá áratugi. Vísir/Lýður Valberg Prófessor í íslenskri málfræði segir stjórnvöld verða að auka fjárframlög til íslenskukennslu, en ekki draga úr þeim líkt og stefnt sé að. Það sé raunhæfur möguleiki að enska verði orðið aðalsamskiptamál í íslensku atvinnulífi innan fárra áratuga. Í gær birtist umsögn um fjárlagafrumvarp ársins 2026, sem Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra lagði fram á þingi fyrr í mánuðinum. Þar er fundið að því að draga eigi úr fjárveitingum til íslenskukennslu útlendinga annars vegar, og inngildingar innflytjenda og flóttamanna hins vegar. Vakin er athygli á því að fólki með annað móðurmál en íslensku muni fjölga á næstu árum, og hlutfall þess á vinnumarkaði geti verið orðið allt að helmingur eftir tvo til þrjá áratugi. Því sé ekki óhugsandi, og jafnvel líklegt, að um miðja þessa öld muni enska vera orðin aðalsamskiptamálið í íslensku atvinnulífi. Fólk læri ensku á undan íslensku Höfundur umsagnarinnar er Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði. „Það er náttúrulega mikilvægt að auka framlag til íslenskukennslu útlendinga, og alls ekki að skera niður eins og lagt er til í frumvarpinu,“ segir Eiríkur. Ekkert bendi til annars en að innflytjendum, sem nú séu um fjórðungur af vinnuafli hér á landi, haldi áfram að fjölga á næstu árum. „Þetta fólk, fæst af því hefur ensku að móðurmáli, og margt af því kann ekki ensku þegar það kemur til landsins. En fólkið lærir yfirleitt ensku á undan íslensku.“ Því lengri bið, því erfiðara verkefni Þetta leiði til þess að enska verði samskiptamál Íslendinga við útlendinga, en einnig á milli útlendinga með mismunandi uppruna. Að enska verði orðin aðalsamskiptamálið í atvinnulífinu innan fárra áratuga sé ekki óraunhæf framtíðarsýn. „Ef fólk af erlendum uppruna verður helmingur á vinnumarkaði, og það notar ensku í samskiptum sína á milli, á meðan við notum ensku í samskiptum við það, þá bara segir það sig sjálft að þetta hlýtur að enda svona, ef við gerum ekkert. Þetta þarf ekki að enda svona, ef við gerum átak í að kenna íslensku.“ Stjórnmálafólk átti sig ekki á alvöru málsins. „Eftir því sem líður lengri tími án þess að við gerum átak í þessu, þeim mun erfiðara verður að gera það.“ Íslensk tunga Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Í gær birtist umsögn um fjárlagafrumvarp ársins 2026, sem Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra lagði fram á þingi fyrr í mánuðinum. Þar er fundið að því að draga eigi úr fjárveitingum til íslenskukennslu útlendinga annars vegar, og inngildingar innflytjenda og flóttamanna hins vegar. Vakin er athygli á því að fólki með annað móðurmál en íslensku muni fjölga á næstu árum, og hlutfall þess á vinnumarkaði geti verið orðið allt að helmingur eftir tvo til þrjá áratugi. Því sé ekki óhugsandi, og jafnvel líklegt, að um miðja þessa öld muni enska vera orðin aðalsamskiptamálið í íslensku atvinnulífi. Fólk læri ensku á undan íslensku Höfundur umsagnarinnar er Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði. „Það er náttúrulega mikilvægt að auka framlag til íslenskukennslu útlendinga, og alls ekki að skera niður eins og lagt er til í frumvarpinu,“ segir Eiríkur. Ekkert bendi til annars en að innflytjendum, sem nú séu um fjórðungur af vinnuafli hér á landi, haldi áfram að fjölga á næstu árum. „Þetta fólk, fæst af því hefur ensku að móðurmáli, og margt af því kann ekki ensku þegar það kemur til landsins. En fólkið lærir yfirleitt ensku á undan íslensku.“ Því lengri bið, því erfiðara verkefni Þetta leiði til þess að enska verði samskiptamál Íslendinga við útlendinga, en einnig á milli útlendinga með mismunandi uppruna. Að enska verði orðin aðalsamskiptamálið í atvinnulífinu innan fárra áratuga sé ekki óraunhæf framtíðarsýn. „Ef fólk af erlendum uppruna verður helmingur á vinnumarkaði, og það notar ensku í samskiptum sína á milli, á meðan við notum ensku í samskiptum við það, þá bara segir það sig sjálft að þetta hlýtur að enda svona, ef við gerum ekkert. Þetta þarf ekki að enda svona, ef við gerum átak í að kenna íslensku.“ Stjórnmálafólk átti sig ekki á alvöru málsins. „Eftir því sem líður lengri tími án þess að við gerum átak í þessu, þeim mun erfiðara verður að gera það.“
Íslensk tunga Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira