Innlent

Rösklega 60% andvígir spilavíti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rætt hefur verið um að setja á fót spilavíti á Hilton Nordica.
Rætt hefur verið um að setja á fót spilavíti á Hilton Nordica.

Um 63,7% landsmanna eru frekar eða mjög andvígir því að rekstur spilavíta verði leyfður á Íslandi. Hins vegar er um 71% karla undir þrítugu fylgjandi því. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR.

Samkvæmt niðurstöðum MMR reyndist töluverður munur á afstöðu svarenda eftir kyni og aldri. Þannig voru 46% karla sem sögðust hlynnt því að rekstur spilavíta væri leyfður en eingöngu 26% kvenna. Þá voru 55% svarenda undir þrítugu fylgjandi því að rekstur spilavíta væri leyfður á meðan þetta sama hlutfall var 35% hjá aldurshópnum 30-49 ára og eingöngu 21% meðal 50 ára og eldri.

Sé fjöldi karla undir þrítugu skoðaður sérstaklega kemur í ljós að 71% svarenda í þessu hópi sögðust fylgjandi því að rekstur spilavíta yrði leyfður á Íslandi.

Könnunin var gerð með þeim hætti að 900 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára voru spurðir um afstöðu sína í gegnum síma og á netinu. Könnunin var gerð dagana 12. - 17. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×