Innlent

Fimm mánaða skilorð fyrir að ráðast á kærustuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skúli Steinn fékk fimm mánaða skilorðsbundinn dóm. Mynd/ Hari.
Skúli Steinn fékk fimm mánaða skilorðsbundinn dóm. Mynd/ Hari.
Hnefaleikakappinn Skúli Steinn Vilbergsson, sem stundum er kallaður Skúli Tyson, var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að ráðast á þáverandi kærustu sína.

Skúli sló kærustu sína með glasi í andlitið á veitingastaðnum Yello í Reykjanesbæ á nýársnótt í fyrra með þeim afleiðingum að hún nefbrotnaði og fékk skurði á nefið.

Skúli Steinn neitaði að hafa kastað glasinu í kærustu sína. Kvaðst hann hafa misst glasið þegar að kærasta hans sparkaði í klofið á honum. Héraðsdómur féllst ekki á málsvörn Skúla.

Hann var því dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða unnustu sinni 300 þúsund krónur í miskabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×