Innlent

Undirbúningur atkvæðagreiðslunnar í fullum gangi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra svaraði fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur í morgun. Mynd/ Vilhelm.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra svaraði fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur í morgun. Mynd/ Vilhelm.
Undirbúningur þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave er í fullum gangi, eftir því sem fram kom í umræðum á Alþingi í morgun.

Vigdís Hauksdóttir spurði Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra um gang undirbúningsins. Spurði Vigdís meðal annars hvort sveitastjórnir hefðu verið búnar undir það að birta kjörskrár og hvort búið væri að prenta kjörseðla eins og lög gerðu ráð fyrir. Einnig spurði Vigdís hvort auglýsingar um kosninguna yrðu birtar samkvæmt áætlun.

Dómsmálaráðherra sagði að verið væri að undirbúa atkvæðagreiðsluna samkvæmt lögum sem hefðu verið samþykkt um hana. Búið væri að prenta kjörseðla og verið væri að pakka þeim til dreifingar. Þjóðaratkvæðagreiðslan yrði auglýst í dagblöðum og í Ríkisútvarpinu á laugardaginn og sennilegast í vefmiðlum líka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×