Fleiri fréttir

Leitarleyfi á Drekasvæðinu laus til umsóknar

Íslensk stjórnvöld hafa opnað á ný fyrir umsóknir um fimm leyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu en jafnframt hafið undirbúning nýs alþjóðlegs útboðs á næsta ári.

Siðblindingjar raðast í stjórnunarstöður

Lítið regluverk og krafa um hraða og áhættusækni líkt og verið hefur í fyrirtækjum hér á landi auka líkur á að siðblindingar raðist í áhrifastöður hér á landi. Þetta er meðal þess sem kom fram í fyrirlestri Nönnu Briem geðlæknis.

Kvíðir ekki skýrslu Rannsóknarnefndar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kvíðir ekki skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og segir tengingar hans við tugmilljarða viðskiptafléttu Milestone og fleiri félaga standast skoðun.

Kristín gefur kost á sér áfram

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, ætlar að gefa kost á sér áfram í starfið en skipunartími rektors rennur út í sumar og hefur það verið auglýst laust til umsóknar.

Aldrei fleiri heimsótt Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í janúarmánuði

Aldrei hafa fleiri heimsótt Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í janúarmánuði en nú í ár. Alls heimsóttu tæplega 4500 gestir garðinn í nýliðnum mánuði. Þann 19. maí næstkomandi verða liðin 20 ár frá því að garðurinn var opnaður og segja stjórnendur og starfsmenn garðsins að aðsóknarmetið veki mikla lukku með tilliti til þess.

Svifryk yfir heilsuverndarmörkum næstu daga

Styrkur svifryks verður líklega yfir heilsuverndarmörkum við miklar bílaumferðargötur í Reykjavík í dag og næstu daga samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Konan og sólsetrið

Konu sem var heima hjá sér í Suður-Þýskalandi langaði til að sjá sólsetur í strandbænum St. Peter-Ording sem hún hafði heimsótt.

Sektaður fyrir að ganga í lögreglubol

Karlmaður var dæmdur til þess að greiða 25 þúsund króna sekt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa notað einkennisbúning lögreglunnar opinberlega. Um var að ræða stuttermabol sem maðurinn var í við veitingastaðinn Broadway í Ármúla í Reykjavík.

Nauthólsvegur opnar á morgun

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, opnar formlega umferð um Nauthólsveg með stuttri athöfn við gatnamót Flugvallarvegar og Nauthólsvegar, gegnt Hótel Loftleiðum á morgun, klukkan þrjú.

Slökkviliðið kallað að Vörðuskóla

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu vegna gruns um eldsvoða á þaki Vörðuskóla við Barónstíg, sem hýsir Tækniskólann í dag.

Góður pabbi

Moammar Gaddafi leiðtogi Libyu hefur lagt fæð á Sviss eftir að sonur hans Hannibal og eiginkona hans voru handtekin þar í landi í júlí árið 2008.

Hreppsnefnd sakar ráðherra um ærumeiðingar

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sakar Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra um ærumeiðandi og illa ígrunduð ummæli, byggð á óáreiðanlegum heimildum. Á hreppsnefndarfundi í félagsheimilinu Árnesi í gær var gerð sérstök bókun vegna þess rökstuðnings sem ráðherra færði fyrir ákvörðun sinni um að hafna því að staðfesta aðalskipulag hreppsins.

Maður á áttræðisaldri dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir misnotkun

Karlmaður á áttræðisaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem þá var fjórtán ára með því að hafa frá hausti eða vetri 2001, til þess dags er stúlkan varð 18 ára, tælt hana með gjöfum, meðal annars peningum, skartgripum og fatnaði, og með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar, til að hafa við sig nánast daglega samræði og önnur kynferðismök.

Enn eitt fjöldamorð á pílagrímum

Minnst tveir tugir manna fórust í sprengjuárás í hinni helgu borg Karbala í Írak í dag. Þangað streyma nú tugþúsundir pílagríma vegna trúarhátíðar shía múslima.

Segir ákæruvaldið brjóta lög um meðferð sakamála

Lögmaður Ólafs Gottskálkssonar, sem ákærður hefur verið fyrir rán í Reykjanesbæ, reiknar með því að farið verði fram á opinbera rannsókn til þess að komast að því hvernig Fréttablaðið gat birt frétt um ákæruna gegn Ólafi fimm dögum áður en hún var birt honum formlega. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Ólafs segir um klárt brot á lögum um meðferð sakamála að ræða.

Ríkisstjórnin hætti að verja núverandi samkomulag

Forsendan fyrir þverpólitískri sátt um Icesave er að ríkisstjórnin hætti að verja núverandi samkomulag. Þetta segir Birgitt Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. Hún segist ekki geta sætt sig við að þjóðin borgi vexti af Icesave láninu.

Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar

Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið.

Eiður Smári neitar ásökunum um framhjáhald

Eiður Smári Guðjohnsen neitar að hafa átt í ástarsambandi við Vanessu Perroncel árið 2003 en enska dagblaðið The Sun fjallar ítarlega um meint framhjáhald hans í dag.

Kærir líflátshótun á Facebook til lögreglunnar

Neminn og fyrrum sjónvarpsþulan, Ragnheiður Elín Clausen, var hótað lífláti í gærkvöldi á vefsíðu sem hún heldur úti á samskiptavefnum Facebook. Þar skrifaði hún svo seint í gærkvöldi:

Fréttamenn í sprengingu í Pakistan

Fjórir eru látnir hið minnsta eftir að sprengja sprakk í Norðvesturhluta Pakistans. Að minnsta kosti þrír útlendingar létust í árásinni að sögn lögreglu á svæðinu en ekki hefur verið gefið upp af hvaða þjóðerni þeir voru. Hópur fréttamanna var á ferð í bílalest á vegum hersins þegar sprengjan, sem komið hafði verið fyrir í vegarkantinum sprakk. Að minnsta kosti 25 særðust í árásinni.

Fyrrverandi utanríkisráðherra Mexíkó vill lögleiða Maríjúana

Bandaríkin og Mexíkó ættu að lögleiða Maríjúana og slá þannig vopnin úr höndum eiturlyfjahringa sem þrífast við landamærin. Þetta segir fyrrverandi utanríkisráðherra Mexíkó, Jorge Castaneda í viðtali á CNN sjónvarpsstöðinni. Hann segir það fáránlegt að Mexíkanar reyni hvað þeir geti til þess að stoppa flæði eiturlyfa yfir til Bandaríkjanna á meðan notkun þess hefur verið leyfð í Kalíforníu gegn framvísun lyfseðils.

Mikill snjór í Danmörku

Mikill snjóstormur gekk yfir Danmörku síðdegis í gær og í nótt og vakna því flestir Danir upp í miklu vetrarríki þennan morguninn. Tafir urðu á flugumferð á Kastrup flugvelli í gær og þurfti að aflýsa ferðum.

Norðmenn hafa ekkert tilkynnt um loðnuveiðar

Norski loðnuskipaflotinn, sem nú er í íslenskri lögsögu austur af landinu, hefur ekki tilkynnt Landhelgisgæslunni um neinn afla, en sum skipanna eru búin að vera á miðunum í tæpan sólarhring.

Fær ekki ríkisborgararétt af því konan gengur með blæju

Frönsk yfirvöld hafa neitað að veita erlendum manni franskan ríkisborgararétt á grundvelli þess að hann neyddi eiginkonu sína til þess að ganga með blæju sem hylur allt andlitið þannig að aðeins sést í augun. Ekki hefur verið gefið upp hvaðan maðurinn er en konan er frönsk.

Sjálfstæðismenn vilja leita að olíu og gasi

Hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins vill að rannsakað verði hvort olíu eða gas sé að finna á landgrunninu norðaustur af landinu, eins og til dæmis á Tjörnes- beltinu. Þetta svæði er alveg uppundir landsteinum, en ekki í óra fjarlægð frá landi eins og Drekasvæðið, á milli Íslands og Jan Mayen, sem stjórnvöld hafa beint sjónum sínum að.

Segjast hafa lært að braska hjá Straumi

Fjórmenningarnir sem grunaðir eru um umfangsmikið ólöglegt gjaldeyrisbrask í gegnum einkahlutafélagið Aserta bera því við að þeir hafi talið sig fara í öllu að lögum við aflandsviðskiptin. Þeir hafi farið eins að og í störfum sínum hjá Straumi fjárfestingarbanka eftir bankahrun, þar sem þeir hafi unnið eftir forskrift Ingibjargar Guðbjartsdóttur, núverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits Seðlabankans.

Sala tónlistar hefur hrunið síðustu ár

Sala á tónlist í Bandaríkjunum dróst saman um meira en helming milli áranna 1999 og 2009 samkvæmt nýjum tölum. Sama þróun hefur átt sér stað hér á landi.

EFS er með Reykjanesbæ í gjörgæslu

Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga (EFS) ætlar ekki að aðhafast í málum Reykjanesbæjar að svo stöddu en ítrekar varnaðarorð um óvissu í rekstrarforsendum og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. EFS kallar eftir að fá reikningsskil frá Reykjanesbæ send ársfjórðungslega með samanburði við fjárhagsáætlun ársins 2010. Þá verði ársreikningur fyrir 2009 lagður fram sem fyrst.

WikiLeaks enn lokað

Öll önnur starfsemi en söfnun fjármuna hefur verið stöðvuð hjá WikiLeaks, vefnum sem sérhæfir sig í að birta leyndar upplýsingar sem fólk kemur til hans frá fyrirtækjum og opinberum stofnunum.

Foreldrar uggandi yfir niðurskurði

„Foreldrar eiga að hafa eitthvað að segja um hvar skorið er niður í skólum barna þeirra," segir Guðrún Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri Samfok, Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Samfok sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem ítrekað er mikilvægi þess að haft sé samráð við skólaráð þegar ákvarðanir eru teknar um niðurskurð í skólum.

Segir sögu um eðli flokkanna

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir ýmislegt mega lesa úr ársreikningum flokkanna. Athygli veki hve Samfylkingin fær há framlög frá lögaðilum árið 2008. Það gæti slegið tóninn fyrir það sem koma skal hjá flokkunum. Þar sem hámarksframlög séu nú 300 þúsund muni fjármögnun dreifast meira og flokkarnir sækja það á hverju ári sem áður var bundið við kosningaár.

Matvælum dreift á Haítí

Alþjóðamatvælastofnun­in hóf fyrstu skipulegu dreifingu stofnunarinnar á matvælum á Haítí á laugardag. Komið hefur verið upp sextán stöðum í höfuðborginni Port-au-Prince þar sem einungis konur geta sótt mat.

Hafnar fullyrðingum Frjálslynda flokksins

„Það er helber lygi að þarna sé um að ræða eitthvert einkahlutafélag mitt,“ segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans í Reykjavík, um tilkynningu sem Frjálslyndi flokkurinn sendi frá sér í gær. Ólafur telur tilkynninguna runna undan rifjum lítillar klíku í flokknum, sem trúlega samanstandi af færra fólki en séu á bak við Borgarmálafélag F-Lista í borginni.

Langveikir fái meira en aðrir

„Rétt væri að hér væri einhver þröskuldur settur,“ segir Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla höfuðborgarsvæðisins, sem telur ekki sanngjarnt að gera þeim sem lenda í veikindum til skemmri tíma jafn hátt undir höfði og langveikum þegar kemur að greiðslum frá ríkinu.

Hótaði laganna vörðum ítrekað

Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir að hóta fjórum lögreglumönnum lífláti. Atvikið átti sér stað í ágúst 2008. Maðurinn var færður í lögreglubíl við veitingastaðinn Glaumbar við Tryggvagötu í Reykjavík.

Búist við ákæru vegna dauða Jacksons

Búist er við því að læknir poppgoðsins Michaels Jackson verði ákærður fyrir að hafa verið valdur að dauða hans. Talskona Condrads Murray segist búast við því að læknirinn gefi sig sjálfviljugur fram á næstu tveimur sólarhringum. Ef Murrey verður ákærður þarf dómari að ákveða hvort réttað verði yfir honum.

Sjá næstu 50 fréttir