Siðblindingjar raðast í stjórnunarstöður Karen Kjartansdóttir skrifar 3. febrúar 2010 18:45 Nanna Briem. Mynd/ Pjetur. Lítið regluverk og krafa um hraða og áhættusækni líkt og verið hefur í fyrirtækjum hér á landi auka líkur á að siðblindingar raðist í áhrifastöður hér á landi. Þetta er meðal þess sem kom fram í fyrirlestri Nönnu Briem geðlæknis. Siðblint fólk er fullkomlega ófært um að setja sig í spor annarra. Margri þeirra lenda í fangelsi en þeir klárari geta þróað með sér mikla persónutöfra sem fleyta þeim langt. Gera má ráð fyrir því að hér á landi séu 1500 til 3000 manns með alvarlega siðblindu séu tölur frá Bandaríkjunum heimfærðar hingað. Í því fyrirtækjaumhverfi sem þróast hefur síðustu ár, það er að segja þar sem regluverk er lítið og krafa er um áhættusækni og skjótar, jafnvel harðsvíraðar, ákvarðanir hefur siðblindu fólki orðið vel ágengt. Rannsóknir sýna að töluvert fleiri siðblindir finnast í stjórnunarstörfum fyrirtækja en annars staðar í samfélaginu. Nanna Briem geðlæknir telur að hluti af ástæðum fyrir þessu sé sú að siðblindu sé stundum ruglað saman við leiðtogahæfileika. Hún sagði þeir sem hafi rannsakað þetta hvað mest segi þörf á því að skima betur eftir siðblindu við ráðningar. Margir séu sendir í persónuleikapróf til kanna hæfileika þeirra til að gegna mikilvægum störfum til að mynda lögreglumenn en slíkt sé ekki gert þegar fólk höndli með milljaðra. Aukin þekking á einkennunum siðblindu hefði mátt koma í veg fyrir mikinn skaða á fyrirtækjum til dæmis Enron-hneykslið. Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Lítið regluverk og krafa um hraða og áhættusækni líkt og verið hefur í fyrirtækjum hér á landi auka líkur á að siðblindingar raðist í áhrifastöður hér á landi. Þetta er meðal þess sem kom fram í fyrirlestri Nönnu Briem geðlæknis. Siðblint fólk er fullkomlega ófært um að setja sig í spor annarra. Margri þeirra lenda í fangelsi en þeir klárari geta þróað með sér mikla persónutöfra sem fleyta þeim langt. Gera má ráð fyrir því að hér á landi séu 1500 til 3000 manns með alvarlega siðblindu séu tölur frá Bandaríkjunum heimfærðar hingað. Í því fyrirtækjaumhverfi sem þróast hefur síðustu ár, það er að segja þar sem regluverk er lítið og krafa er um áhættusækni og skjótar, jafnvel harðsvíraðar, ákvarðanir hefur siðblindu fólki orðið vel ágengt. Rannsóknir sýna að töluvert fleiri siðblindir finnast í stjórnunarstörfum fyrirtækja en annars staðar í samfélaginu. Nanna Briem geðlæknir telur að hluti af ástæðum fyrir þessu sé sú að siðblindu sé stundum ruglað saman við leiðtogahæfileika. Hún sagði þeir sem hafi rannsakað þetta hvað mest segi þörf á því að skima betur eftir siðblindu við ráðningar. Margir séu sendir í persónuleikapróf til kanna hæfileika þeirra til að gegna mikilvægum störfum til að mynda lögreglumenn en slíkt sé ekki gert þegar fólk höndli með milljaðra. Aukin þekking á einkennunum siðblindu hefði mátt koma í veg fyrir mikinn skaða á fyrirtækjum til dæmis Enron-hneykslið.
Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira