Erlent

Hundar drápu dýr í dýragarði

Mikil snjóþyngsli hafa verið í höfuðborg Búlgaríu síðustu daga.
Fréttablaðið/AP
Mikil snjóþyngsli hafa verið í höfuðborg Búlgaríu síðustu daga. Fréttablaðið/AP

Villihundar drápu þrettán dýr í dýragarði Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu, í síðustu viku.

Ivan Ivanov, framkvæmdastjóri dýragarðsins, segir hundana hafa komist í gegnum girðingu og ráðist á átta villisauði, fjóra krónhjartartarfa og eina hind. Hann segir atvikið það alvarlegasta sem upp hafi komið í dýragarðinum á síðari árum. Frosthörkur og hungur hafi rekið hundana í árásina.

Tvö hjartardýr og einn villisauður sluppu áður en öryggisverðir skárust í leikinn. Hundarnir komust undan.

Dýragarðurinn er sá stærsti í Búlgaríu með 1.310 dýrum. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×