Erlent

Matvælum dreift á Haítí

Konur bíða í röð eftir að matvælum verði útdeilt í Port-au-Prince á Haítí. Fréttablaðið/AP
Konur bíða í röð eftir að matvælum verði útdeilt í Port-au-Prince á Haítí. Fréttablaðið/AP

Alþjóðamatvælastofnun­in hóf fyrstu skipulegu dreifingu stofnunarinnar á matvælum á Haítí á laugardag. Komið hefur verið upp sextán stöðum í höfuðborginni Port-au-Prince þar sem einungis konur geta sótt mat.

Dreifing matvæla eftir skjálftann 12. janúar hefur verið sögð illa skipulögð á stundum. Þá hafi oft verið slegist um mat og ungir menn haft þar undir konur og veikburða og tekið af þeim matvælin.

Stofnunin segir að með nýju skipulagi sé reynt að tryggja að matur komist til þeirra sem séu í nauðum. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×