Innlent

Slökkviliðið kallað að Vörðuskóla

Vörðuskóli.
Vörðuskóli.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu vegna gruns um eldsvoða á þaki Vörðuskóla við Barónstíg, sem hýsir Tækniskólann í dag.

Eldur virðist hafa kviknað á þakinu þar sem iðnaðarmenn voru að störfum.

Slökkviliðið var nýkomið á vettvang þegar Vísir hafði samband við varðstjóra og því óljóst um málsatvik.

Varðstjóri sagði hinsvegar að iðnaðarmenn hefðu náð að slökkva eldinn sjálfir en slökkviliðsmenn myndu ganga úr skugga um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×