Erlent

Búist við ákæru vegna dauða Jacksons

Búist er við því að læknir poppgoðsins Michaels Jackson verði ákærður fyrir að hafa verið valdur að dauða hans. Talskona Condrads Murray segist búast við því að læknirinn gefi sig sjálfviljugur fram á næstu tveimur sólarhringum. Ef Murrey verður ákærður þarf dómari að ákveða hvort réttað verði yfir honum.

Michael Jackson lést á heimili sínu í júní í fyrra fimmtugur að aldri. Réttarlæknir komst að því að um manndráp hafi verið að ræða sem rekja mátti til mikillar lyfjagjafar. Murray hefur ávallt haldið því fram að hann hafi ekki skrifað upp á nein lyf sem hefðu getað dregið Jackson til dauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×