Erlent

Enn eitt fjöldamorð á pílagrímum

Óli Tynes skrifar
Frá Karbala.
Frá Karbala.

Minnst tveir tugir manna fórust í sprengjuárás í hinni helgu borg Karbala í Írak í dag. Þangað streyma nú tugþúsundir pílagríma vegna trúarhátíðar shía múslima.

Sprengjunni hafði verið komið fyrir á mótorhjóli sem var lagt við aðalgötuna inn í borgina.

Fyrr í þessari viku fórust yfir fjörutíu manns í annarri sprengjuárás á pílagrímana, í útjaðri Bagdad. Í því tilfelli var morðinginn kona sem sprengdi sjálfa sig í loft upp.

Hefð er fyrir því að pílagrímar fari fótgangandi til Karbala til að sýna auðmýkt sína og lítillæti.

Tugþúsundir lögreglu- og hermanna reyna að gæta pílagrímanna, en það er vonlítið að hafa upp á fólki sem er með sprengjur innan á sér undir síðum kuflum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×