Erlent

Konan og sólsetrið

Óli Tynes skrifar
Sólsetur í St. Peter-Ordinge í Slésvík-Holstein.
Sólsetur í St. Peter-Ordinge í Slésvík-Holstein.

Konu sem var heima hjá sér í Suður-Þýskalandi langaði til að sjá sólsetur í strandbænum St. Peter-Ording sem hún hafði heimsótt.

Hún fór inn á heimasíðu bæjarins og fór þar inn á vefmyndavél. En sem hún sat og horfði á sólsetrið sá hún skæran glampa langt úti á ísnum.

Konan hafði áhyggjur af þessu og hafði samband við lögregluna í St. Peter-Ording. Lögreglan sendi bíl til þess að kanna málið.

Þeir fundu gersamlega villtan náttúruunnanda langt úti á ísnum á Norðursjó.

Hann vissi ekkert í hvaða átt hann átti að fara. Í örvæntingu hafði hann notað flassið á myndavél sinni til þess að senda ljósglampa í allar átti.

Það varð honum til lífs að konu langaði til að sjá sólsetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×