Fleiri fréttir Jóhanna: Hefði verið skynsamlegt að fá vanan samningamann Jóhanna Sigurðardóttir forsetisráðherra segir að skynsamlegt hefði verið að fá vanan alþjóðlegan samningamann til þess að taka þátt í Icesave-samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV en rætt er við Jóhönnu í Kastljósi kvöldsins. 2.2.2010 19:10 Með hnífinn í bakinu eftir Sophiu Hansen Það er skelfilegt að fá hnífinn í bakið eftir á annan tug ára í baráttu, segir Sigurður Pétur Harðarson um samskipti sín við Sophiu Hansen. Í morgun fór fram aðalmeðferð í fjársvikamáli gegn Sophiu þar sem Rúna dóttir hennar bar meðal annars vitni. 2.2.2010 18:45 Náttfari yfirheyrður í allan dag Sautján ára piltur hefur í allan dag verið yfirheyrður af lögreglunni á Selfossi vegna gruns um að hann hafi brotist inn í tugi bíla í bænum á síðustu mánuðum. Hann náðist í nótt eftir að hann gekk í gildru lögreglunnar og hefur hann játað brot sín. 2.2.2010 18:41 Skýrsla Rannsóknarnefndar ætti að leiða hið rétta í ljós Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hefur bæst í hóp þeirra sem brugðist hafa við ummælum Arnolds Schilders hjá hollenskri þingnefnd í gær þar sem hann sagði að íslenskir embættismenn hefðu logið að kollegum sínum í Hollandi. Gylfi segir að hjá ráðuneytinu séu slíkar ásakanir teknar mjög alvarlega. 2.2.2010 19:21 Þolinmæði stjórnarandstöðunnar að bresta Þolinmæði stjórnarandstöðunnar gagnvart ríkisstjórninni um að ná samstöðu um lausn Icesave málsins er að bresta, eftir fund þeirra í dag, sem lauk rétt fyrir fréttir. Fjármálaráðherra telur þó að samningaviðræður við Breta og Hollendinga vegna Icesave gætu hafist innan hálfs mánaðar og tekið stuttan tíma. 2.2.2010 19:02 Erlendir fjárfestar! Komið ekki nálægt Íslandi! Ríkisstjórnin sendir þau skilaboð að erlendir fjárfestar eigi ekki að koma nálægt Íslandi. Á þessa veru voru viðbrögð stjórnarandstæðinga á Alþingi í dag við þeirri ákvörðun umhverfisráðherra að stöðva Þjórsárvirkjanir. Iðnaðarráðherra telur að höggva eigi á hnútinn þverpólitískt á vettvangi rammaáætlunar. 2.2.2010 18:47 Húnvetningar fjalla um vegstyttingu Stytting hringvegarins framhjá Blönduósi um fimmtán kílómetra er án nokkurs vafa ein arðbærasta framkvæmd sem hægt er að ráðast í hér á landi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar við Háskólann í Reykjavík. Í Húnavatnssýslum berjast heimamenn gegn því að Vegagerðin nái fram áformum sínum. 2.2.2010 18:40 Fagnaðarefni að hagsmunaaðilar geti ekki keypt sér skipulag Samtökin Sól á Suðurlandi fagna úrskurði umhverfisráðherra um skipulag við Þjórsá, sem hefur í för með sér að þrjár fyrirhugaðar virkjanir Landsvirkjunar í Neðri-Þjórsá detta út af skipulagi. 2.2.2010 17:25 Raunveruleikinn var allur annar en bankarnir sögðu „Upplýsingar sem FME sendi til Hollands komu frá bönkunum og voru einnig þær upplýsingar sem FME hafði aðgang að. Síðar kom í ljós að þær voru ekki réttar." Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME um ummæli fyrrverandi yfirmanns hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabanka, Arnolds Schilder. 2.2.2010 17:19 Danskir læknar sækja í há laun í Noregi Danir hafa nokkrar áhyggjur af því hversu margir læknar þeirra fara til vinnu í Noregi vegna hinna háu launa sem þar bjóðast. 2.2.2010 16:44 Sakar nefndarmenn um vanhæfi vegna tengsla við Garðabæ Oddviti Á-listans á Álftanesi, Sigurður Magnússon auk Kristínar Fjólu Bergþórsdóttur bæjarfulltrúi Á-listans, hafa lagt fram stjórnsýslukæru til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna eftirlitsnefndar um fjármál sveitarstjórnarmála sem setja á yfir bæjarfélagið. 2.2.2010 16:36 Ísbrjótar á Oslóarfirði Í Oslóarfirði er nú búið að senda út ísbrjóta til þess að ryðja minni bátum leið. Miðað við Ísland hefur verið fimbulvetur annarsstaðar á Norðurlöndunum. 2.2.2010 16:18 Færri leita sér að vinnu í útlöndum Þeim sem hafa misst vinnuna og eru að leita fyrir sér með vinnu í útlöndum hefur fækkað um 5 prósentustig síðan síðastliðið sumar. Þeim fækkar einnig í hópi atvinnulausra sem stefna að því að fara í nám. 2.2.2010 16:16 Niðurstaðan fagnaðarefni Upplýsingafulltrúi Icelandair, Guðjón Arngrímsson, segir það fagnaðarefni að stjórnvaldssekt upp á 130 milljónir króna hafi verið felld niður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sektina hlaut fyrirtækið upprunalega fyrir að brjóta gegn samkeppnislögum með því að misnota markaðsráðandi stöðu sína gagnvart flugfélaginu Icelandexpress. 2.2.2010 15:54 Hjó drukkinn félaga sinn í höfuðið með sverði Karlmaður á þrítugsaldri lagði til annars manns á svipuðum aldri vopnaður sverði um helgina samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fórnalambið, sem er á svipuðum aldri og árásarmaðurinn, var fluttur á slysadeild en sauma þurfti allnokkur spor í höfuð hans. 2.2.2010 15:33 Óskarstilnefningarnar komnar Tíu myndir voru að þessu sinni tilnefndar til Óskarsverðlauna, en þær hafa verið fimm undanfarna áratugi. Myndirnar tíu eru; 2.2.2010 14:43 Ráðherra þrengir að útgerðinni með nýju frumvarpi Nýtt frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem nú er til umræðu á Alþingi þrengir töluvert að útgerð landsins hvað varðar allar hreyfingar með kvóta. Þannig er hlutfall óveidds kvóta sem útgerð er leyfilegt að flytja milli fiskveiðiára skorið niður úr 33% og í 15%. Þeir sem ekki veiða 50% eða meir af kvóta sínum á fiskveiðaárinu verða sviptir kvótanum. 2.2.2010 14:42 Stöðvaði kannabisræktun í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti um helgina. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust nokkrir tugir kannabisplantna á ýmsum stigum ræktunar auk lítilræðis af öðrum fíkniefnum. 2.2.2010 14:39 Ragnheiður í stað Ásbjörns Sjálfstæðiskonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir mun taka sæti Ásbjörns Óttarssonar í þingmannanefnd sem semur tillögur um viðbrögð vegna hrunskýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 2.2.2010 14:21 Aldrei fleiri Bretar til Íslands Tæplega 19 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í janúarmánuði síðastliðnum samkvæmt Ferðamálastofu. Það eru 1200 færri en í janúar árið 2009. 2.2.2010 14:06 Sjálfstæðisflokkurinn skilar reikningum á næstu dögum Sjálfstæðisflokkurinn mun skila ársreikningum fyrir árið 2007-2008 á allra næstu dögum samkvæmt framkvæmdarstjóra flokksins, Jónmunds Guðmarssonar. 2.2.2010 13:58 Jóhanna hittir Barroso Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun eiga fund með José Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á fimmtudag. 2.2.2010 13:55 F-listinn skilar ekki ársuppgjöri vegna Ólafs F Frjálslyndi flokkurinn segist ekki geta skilað ársreikningi til Ríkisendurskoðunar meðal annars af því að dráttur hefur orðið á greiðslu á styrk til Frjálslynda flokksins sem Reykjavíkurborg greiðir til starfsemi flokkanna í borginni en styr hefur staðið um þann styrk á milli flokksins og Ólafs F. Magnússonar, fyrrum borgarfulltrúar F-listans. 2.2.2010 13:41 Blekkt og sniðgengin vegna Íraks Fyrrverandi ráðherra í bresku ríkisstjórninni segir að hún hafi verið blekkt og sniðgengin í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Clare Short var ráðherra alþjóðlegra þróunarmála. 2.2.2010 13:39 Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt „Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins. 2.2.2010 13:15 Samorka hraunar yfir umhverfisráðherra „Ráðherrann hefur áður tafið þetta ferli með vísan í formsatriði er varðar auglýsingar á breyttu skipulagi. Getur hugsast að ráðherrann sé einfaldlega á móti því að farið verði í þessar framkvæmdir? Er ráðherrann þá e.t.v. vanhæfur þegar kemur að endurteknum úrskurðum um formsatriði í þessu máli?" 2.2.2010 12:50 Framsókn rekin með tapi - Íslandshreyfingin skuldar 23 milljónir Framsóknarflokkurinn var rekinn með 60 milljón króna tapi árið 2007 samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðanda frá árinu 2007-2008. Mestur kostnaðurinn er tilkominn vegna Alþingiskosninganna árið 2007. Þá hlaut flokkurinn framlög frá ríkinu upp á 79 milljónir en alls voru framlög lögaðila 28 og hálf milljón. Sveitarfélögin styrktu flokkinn um rétt tæpar fimm milljónir. 2.2.2010 12:40 Ríkisstjórnarflokkarnir högnuðust um 69 milljónir 2008 Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Samfylkingin og Vinstri grænir, högnuðust um 69 milljónir kr. á rekstri sínum árið 2008. Þar af nam hagnaður Samfylkingarinnar rúmlega 58,5 miljónum kr. og hagnaður Vinstri grænna nam rúmlega 10,4 milljónum kr. 2.2.2010 12:29 Sjálfstæðisflokkur og frjálslyndir skiluðu ekki ársreikningum Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn hafa ekki skilað Ríkisendurskoðun reikningum fyrir árið 2008 þrátt fyrir að þeim beri skylda til þess samkvæmt lögum. 2.2.2010 12:05 Segir afstöðu sína ekkert með ákvörðun um aðalskipulag að gera Umhverfisráðherra segir að það hafi ekkert með afstöðu sína til virkjana fyrir stóriðju að gera, að aðalskipulagi tveggja hreppa sem liggja að Þjórsá var hafnað. Úrskurður ráðherrans setur virkjanaframkvæmdirnar í Neðri-Þjórsá í óvissu. 2.2.2010 12:01 Bílamótmæli í hádeginu Bílamótmæli verða fyrir framan Íslandsbanka Kirkjusandi kl 12:15 í dag. En það eru samtökin Nýtt Íslands sem standa fyrir gjörningnum og hafa gert undanfarnar vikur. 2.2.2010 11:40 Meintur árásarmaður slapp vegna galla á málsmeðferð Héraðsdómur Reykjaness vísaði í gær frá dómi máli gegn manni sem ákærður var fyrir brot á valdstjórninni með því að hafa slegið lögreglukonu með krepptum hnefa í húsasundi á Akureyri í júní síðastliðnum, en lögreglukonan tognaði á kjálka í árásinni. 2.2.2010 11:18 Dóttir Sophiu Hansen bar vitni á tyrknesku Dóttir Sophiu Hansen, Rúna Hansen, bar vitni símleiðis í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en móðir hennar, Sophia, hefur verið ákærð fyrir að bera Sigurð Pétur Harðarson röngum sökum. 2.2.2010 10:53 Náttfari gripinn á Selfossi Lögreglan á Selfossi greip í nótt svonefndan náttfara, sem hún hefur verið á höttunum eftir í rúma tvo mánuði, fyrir fjöldan allan af afbrotum. 2.2.2010 10:41 Borgarfulltrúar þurfa að greiða fyrir borgarráðsbústaðinn Skrifstofustjóri borgarstjórnar, Ólafur Kr. Hjörleifsson, lagði fram bréf að beiðni Þorleifs Gunnlaugssonar, borgarfulltrúa VG, hjá forsætisnefnd þar sem lagt er til að gjald verði tekið af svokölluðum borgarráðsbústaði við Úlfljótsvatn í lok janúar. 2.2.2010 09:58 Vill að borgin hætti að greiða laun miðborgarprests Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG í borgarráði, lagði fram þá tillögu á fundi borgarráðs í síðustu viku að borgarráð hætti að greiða helming launa miðborgarprests. 2.2.2010 09:56 F-listinn afneitar Ólafi F Frjálslyndi flokkurinn hefur sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að Ólafur F. Magnússon, er ekki borgarfulltrúi flokksins en hann birti í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem var merkt Borgarmálafélagi F-listans. 2.2.2010 09:54 Rösklega 60 atkvæði hafa verið greidd Alls hafa 63 atkvæði verið greidd hjá Sýslumanninum í Reykjavík í utankjörfundaratkvæðagreiðslunni um Icesave lögin. 2.2.2010 09:39 Ísbjarnasamtök harma birnudráp Samtökin Polar International harma ísbjarndrápið á Íslandi í lok janúar en tónlistarkonan Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir vakti athygli samtakanna á málinu. Í pósti sem þeir senda á Sigurlaugu segjast samtökin búast við því að fleiri birni leiti til samfélaga á Norðurlöndunum eftir því sem ísinn bráðnar. 2.2.2010 09:28 Þingmenn funda um rannsóknarskýrsluna Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur saman núna klukkan níu. 2.2.2010 09:03 Kínverjar vilja ekki að Obama hitti Dalai Lama Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hyggst funda með Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta. 2.2.2010 08:32 Aðhafast ekkert varðandi kynlíf Zuma Afríska þjóðarráðið, flokkur Jakobs Zuma forseta Suður Afríku, ætlar ekki að bregðast við ásökunum þess efnis að Zuma hafi getið barn utan hjónabands. 2.2.2010 08:23 Frostlaust samfellt í 21 dag Frostlaust var í Reykjavík í samfellt 21 dag í janúar síðastliðnum og hefur það ekki gerst síðan samfelldar lágmarksmælingar hófust i borginni árið 1920, eða í 90 ár. 2.2.2010 08:19 Forsætisráðherra Haítí gagnrýnir barnaræningjana Max Bellerive, forsætisráðherra Haítí, gagnrýnir harðlega trúboðana 10 sem voru handteknir á föstudag þegar þeir reyndu að smygla þrjátíu og þremur haítískum börnum úr landi. 2.2.2010 08:13 Tveir milljarðar greiddir í atvinnuleysisbætur Vinnumálatofnun greiddi tæpa tvo milljarða króna í atvinnuleysisbætur í gær, fyrir tímabilið frá 20. desember til 19. janúar. Tæplega 15.700 einstaklingar fengu bætur. Það er hátt í tvö hundruð færri en fengu bætur um næst síðustu mánaðamót, en bótaupphæðin er álíka 2.2.2010 08:03 Sjá næstu 50 fréttir
Jóhanna: Hefði verið skynsamlegt að fá vanan samningamann Jóhanna Sigurðardóttir forsetisráðherra segir að skynsamlegt hefði verið að fá vanan alþjóðlegan samningamann til þess að taka þátt í Icesave-samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV en rætt er við Jóhönnu í Kastljósi kvöldsins. 2.2.2010 19:10
Með hnífinn í bakinu eftir Sophiu Hansen Það er skelfilegt að fá hnífinn í bakið eftir á annan tug ára í baráttu, segir Sigurður Pétur Harðarson um samskipti sín við Sophiu Hansen. Í morgun fór fram aðalmeðferð í fjársvikamáli gegn Sophiu þar sem Rúna dóttir hennar bar meðal annars vitni. 2.2.2010 18:45
Náttfari yfirheyrður í allan dag Sautján ára piltur hefur í allan dag verið yfirheyrður af lögreglunni á Selfossi vegna gruns um að hann hafi brotist inn í tugi bíla í bænum á síðustu mánuðum. Hann náðist í nótt eftir að hann gekk í gildru lögreglunnar og hefur hann játað brot sín. 2.2.2010 18:41
Skýrsla Rannsóknarnefndar ætti að leiða hið rétta í ljós Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hefur bæst í hóp þeirra sem brugðist hafa við ummælum Arnolds Schilders hjá hollenskri þingnefnd í gær þar sem hann sagði að íslenskir embættismenn hefðu logið að kollegum sínum í Hollandi. Gylfi segir að hjá ráðuneytinu séu slíkar ásakanir teknar mjög alvarlega. 2.2.2010 19:21
Þolinmæði stjórnarandstöðunnar að bresta Þolinmæði stjórnarandstöðunnar gagnvart ríkisstjórninni um að ná samstöðu um lausn Icesave málsins er að bresta, eftir fund þeirra í dag, sem lauk rétt fyrir fréttir. Fjármálaráðherra telur þó að samningaviðræður við Breta og Hollendinga vegna Icesave gætu hafist innan hálfs mánaðar og tekið stuttan tíma. 2.2.2010 19:02
Erlendir fjárfestar! Komið ekki nálægt Íslandi! Ríkisstjórnin sendir þau skilaboð að erlendir fjárfestar eigi ekki að koma nálægt Íslandi. Á þessa veru voru viðbrögð stjórnarandstæðinga á Alþingi í dag við þeirri ákvörðun umhverfisráðherra að stöðva Þjórsárvirkjanir. Iðnaðarráðherra telur að höggva eigi á hnútinn þverpólitískt á vettvangi rammaáætlunar. 2.2.2010 18:47
Húnvetningar fjalla um vegstyttingu Stytting hringvegarins framhjá Blönduósi um fimmtán kílómetra er án nokkurs vafa ein arðbærasta framkvæmd sem hægt er að ráðast í hér á landi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar við Háskólann í Reykjavík. Í Húnavatnssýslum berjast heimamenn gegn því að Vegagerðin nái fram áformum sínum. 2.2.2010 18:40
Fagnaðarefni að hagsmunaaðilar geti ekki keypt sér skipulag Samtökin Sól á Suðurlandi fagna úrskurði umhverfisráðherra um skipulag við Þjórsá, sem hefur í för með sér að þrjár fyrirhugaðar virkjanir Landsvirkjunar í Neðri-Þjórsá detta út af skipulagi. 2.2.2010 17:25
Raunveruleikinn var allur annar en bankarnir sögðu „Upplýsingar sem FME sendi til Hollands komu frá bönkunum og voru einnig þær upplýsingar sem FME hafði aðgang að. Síðar kom í ljós að þær voru ekki réttar." Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME um ummæli fyrrverandi yfirmanns hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabanka, Arnolds Schilder. 2.2.2010 17:19
Danskir læknar sækja í há laun í Noregi Danir hafa nokkrar áhyggjur af því hversu margir læknar þeirra fara til vinnu í Noregi vegna hinna háu launa sem þar bjóðast. 2.2.2010 16:44
Sakar nefndarmenn um vanhæfi vegna tengsla við Garðabæ Oddviti Á-listans á Álftanesi, Sigurður Magnússon auk Kristínar Fjólu Bergþórsdóttur bæjarfulltrúi Á-listans, hafa lagt fram stjórnsýslukæru til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna eftirlitsnefndar um fjármál sveitarstjórnarmála sem setja á yfir bæjarfélagið. 2.2.2010 16:36
Ísbrjótar á Oslóarfirði Í Oslóarfirði er nú búið að senda út ísbrjóta til þess að ryðja minni bátum leið. Miðað við Ísland hefur verið fimbulvetur annarsstaðar á Norðurlöndunum. 2.2.2010 16:18
Færri leita sér að vinnu í útlöndum Þeim sem hafa misst vinnuna og eru að leita fyrir sér með vinnu í útlöndum hefur fækkað um 5 prósentustig síðan síðastliðið sumar. Þeim fækkar einnig í hópi atvinnulausra sem stefna að því að fara í nám. 2.2.2010 16:16
Niðurstaðan fagnaðarefni Upplýsingafulltrúi Icelandair, Guðjón Arngrímsson, segir það fagnaðarefni að stjórnvaldssekt upp á 130 milljónir króna hafi verið felld niður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sektina hlaut fyrirtækið upprunalega fyrir að brjóta gegn samkeppnislögum með því að misnota markaðsráðandi stöðu sína gagnvart flugfélaginu Icelandexpress. 2.2.2010 15:54
Hjó drukkinn félaga sinn í höfuðið með sverði Karlmaður á þrítugsaldri lagði til annars manns á svipuðum aldri vopnaður sverði um helgina samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fórnalambið, sem er á svipuðum aldri og árásarmaðurinn, var fluttur á slysadeild en sauma þurfti allnokkur spor í höfuð hans. 2.2.2010 15:33
Óskarstilnefningarnar komnar Tíu myndir voru að þessu sinni tilnefndar til Óskarsverðlauna, en þær hafa verið fimm undanfarna áratugi. Myndirnar tíu eru; 2.2.2010 14:43
Ráðherra þrengir að útgerðinni með nýju frumvarpi Nýtt frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem nú er til umræðu á Alþingi þrengir töluvert að útgerð landsins hvað varðar allar hreyfingar með kvóta. Þannig er hlutfall óveidds kvóta sem útgerð er leyfilegt að flytja milli fiskveiðiára skorið niður úr 33% og í 15%. Þeir sem ekki veiða 50% eða meir af kvóta sínum á fiskveiðaárinu verða sviptir kvótanum. 2.2.2010 14:42
Stöðvaði kannabisræktun í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti um helgina. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust nokkrir tugir kannabisplantna á ýmsum stigum ræktunar auk lítilræðis af öðrum fíkniefnum. 2.2.2010 14:39
Ragnheiður í stað Ásbjörns Sjálfstæðiskonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir mun taka sæti Ásbjörns Óttarssonar í þingmannanefnd sem semur tillögur um viðbrögð vegna hrunskýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 2.2.2010 14:21
Aldrei fleiri Bretar til Íslands Tæplega 19 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í janúarmánuði síðastliðnum samkvæmt Ferðamálastofu. Það eru 1200 færri en í janúar árið 2009. 2.2.2010 14:06
Sjálfstæðisflokkurinn skilar reikningum á næstu dögum Sjálfstæðisflokkurinn mun skila ársreikningum fyrir árið 2007-2008 á allra næstu dögum samkvæmt framkvæmdarstjóra flokksins, Jónmunds Guðmarssonar. 2.2.2010 13:58
Jóhanna hittir Barroso Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun eiga fund með José Manuel Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á fimmtudag. 2.2.2010 13:55
F-listinn skilar ekki ársuppgjöri vegna Ólafs F Frjálslyndi flokkurinn segist ekki geta skilað ársreikningi til Ríkisendurskoðunar meðal annars af því að dráttur hefur orðið á greiðslu á styrk til Frjálslynda flokksins sem Reykjavíkurborg greiðir til starfsemi flokkanna í borginni en styr hefur staðið um þann styrk á milli flokksins og Ólafs F. Magnússonar, fyrrum borgarfulltrúar F-listans. 2.2.2010 13:41
Blekkt og sniðgengin vegna Íraks Fyrrverandi ráðherra í bresku ríkisstjórninni segir að hún hafi verið blekkt og sniðgengin í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Clare Short var ráðherra alþjóðlegra þróunarmála. 2.2.2010 13:39
Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt „Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins. 2.2.2010 13:15
Samorka hraunar yfir umhverfisráðherra „Ráðherrann hefur áður tafið þetta ferli með vísan í formsatriði er varðar auglýsingar á breyttu skipulagi. Getur hugsast að ráðherrann sé einfaldlega á móti því að farið verði í þessar framkvæmdir? Er ráðherrann þá e.t.v. vanhæfur þegar kemur að endurteknum úrskurðum um formsatriði í þessu máli?" 2.2.2010 12:50
Framsókn rekin með tapi - Íslandshreyfingin skuldar 23 milljónir Framsóknarflokkurinn var rekinn með 60 milljón króna tapi árið 2007 samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðanda frá árinu 2007-2008. Mestur kostnaðurinn er tilkominn vegna Alþingiskosninganna árið 2007. Þá hlaut flokkurinn framlög frá ríkinu upp á 79 milljónir en alls voru framlög lögaðila 28 og hálf milljón. Sveitarfélögin styrktu flokkinn um rétt tæpar fimm milljónir. 2.2.2010 12:40
Ríkisstjórnarflokkarnir högnuðust um 69 milljónir 2008 Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Samfylkingin og Vinstri grænir, högnuðust um 69 milljónir kr. á rekstri sínum árið 2008. Þar af nam hagnaður Samfylkingarinnar rúmlega 58,5 miljónum kr. og hagnaður Vinstri grænna nam rúmlega 10,4 milljónum kr. 2.2.2010 12:29
Sjálfstæðisflokkur og frjálslyndir skiluðu ekki ársreikningum Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn hafa ekki skilað Ríkisendurskoðun reikningum fyrir árið 2008 þrátt fyrir að þeim beri skylda til þess samkvæmt lögum. 2.2.2010 12:05
Segir afstöðu sína ekkert með ákvörðun um aðalskipulag að gera Umhverfisráðherra segir að það hafi ekkert með afstöðu sína til virkjana fyrir stóriðju að gera, að aðalskipulagi tveggja hreppa sem liggja að Þjórsá var hafnað. Úrskurður ráðherrans setur virkjanaframkvæmdirnar í Neðri-Þjórsá í óvissu. 2.2.2010 12:01
Bílamótmæli í hádeginu Bílamótmæli verða fyrir framan Íslandsbanka Kirkjusandi kl 12:15 í dag. En það eru samtökin Nýtt Íslands sem standa fyrir gjörningnum og hafa gert undanfarnar vikur. 2.2.2010 11:40
Meintur árásarmaður slapp vegna galla á málsmeðferð Héraðsdómur Reykjaness vísaði í gær frá dómi máli gegn manni sem ákærður var fyrir brot á valdstjórninni með því að hafa slegið lögreglukonu með krepptum hnefa í húsasundi á Akureyri í júní síðastliðnum, en lögreglukonan tognaði á kjálka í árásinni. 2.2.2010 11:18
Dóttir Sophiu Hansen bar vitni á tyrknesku Dóttir Sophiu Hansen, Rúna Hansen, bar vitni símleiðis í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en móðir hennar, Sophia, hefur verið ákærð fyrir að bera Sigurð Pétur Harðarson röngum sökum. 2.2.2010 10:53
Náttfari gripinn á Selfossi Lögreglan á Selfossi greip í nótt svonefndan náttfara, sem hún hefur verið á höttunum eftir í rúma tvo mánuði, fyrir fjöldan allan af afbrotum. 2.2.2010 10:41
Borgarfulltrúar þurfa að greiða fyrir borgarráðsbústaðinn Skrifstofustjóri borgarstjórnar, Ólafur Kr. Hjörleifsson, lagði fram bréf að beiðni Þorleifs Gunnlaugssonar, borgarfulltrúa VG, hjá forsætisnefnd þar sem lagt er til að gjald verði tekið af svokölluðum borgarráðsbústaði við Úlfljótsvatn í lok janúar. 2.2.2010 09:58
Vill að borgin hætti að greiða laun miðborgarprests Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG í borgarráði, lagði fram þá tillögu á fundi borgarráðs í síðustu viku að borgarráð hætti að greiða helming launa miðborgarprests. 2.2.2010 09:56
F-listinn afneitar Ólafi F Frjálslyndi flokkurinn hefur sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að Ólafur F. Magnússon, er ekki borgarfulltrúi flokksins en hann birti í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem var merkt Borgarmálafélagi F-listans. 2.2.2010 09:54
Rösklega 60 atkvæði hafa verið greidd Alls hafa 63 atkvæði verið greidd hjá Sýslumanninum í Reykjavík í utankjörfundaratkvæðagreiðslunni um Icesave lögin. 2.2.2010 09:39
Ísbjarnasamtök harma birnudráp Samtökin Polar International harma ísbjarndrápið á Íslandi í lok janúar en tónlistarkonan Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir vakti athygli samtakanna á málinu. Í pósti sem þeir senda á Sigurlaugu segjast samtökin búast við því að fleiri birni leiti til samfélaga á Norðurlöndunum eftir því sem ísinn bráðnar. 2.2.2010 09:28
Þingmenn funda um rannsóknarskýrsluna Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur saman núna klukkan níu. 2.2.2010 09:03
Kínverjar vilja ekki að Obama hitti Dalai Lama Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hyggst funda með Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta. 2.2.2010 08:32
Aðhafast ekkert varðandi kynlíf Zuma Afríska þjóðarráðið, flokkur Jakobs Zuma forseta Suður Afríku, ætlar ekki að bregðast við ásökunum þess efnis að Zuma hafi getið barn utan hjónabands. 2.2.2010 08:23
Frostlaust samfellt í 21 dag Frostlaust var í Reykjavík í samfellt 21 dag í janúar síðastliðnum og hefur það ekki gerst síðan samfelldar lágmarksmælingar hófust i borginni árið 1920, eða í 90 ár. 2.2.2010 08:19
Forsætisráðherra Haítí gagnrýnir barnaræningjana Max Bellerive, forsætisráðherra Haítí, gagnrýnir harðlega trúboðana 10 sem voru handteknir á föstudag þegar þeir reyndu að smygla þrjátíu og þremur haítískum börnum úr landi. 2.2.2010 08:13
Tveir milljarðar greiddir í atvinnuleysisbætur Vinnumálatofnun greiddi tæpa tvo milljarða króna í atvinnuleysisbætur í gær, fyrir tímabilið frá 20. desember til 19. janúar. Tæplega 15.700 einstaklingar fengu bætur. Það er hátt í tvö hundruð færri en fengu bætur um næst síðustu mánaðamót, en bótaupphæðin er álíka 2.2.2010 08:03