Fleiri fréttir

Félags- og tryggingamálaráðuneytið á undirskriftalista Indefence

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem kemur fram að ráðuenytinu hefur borist ábending um að nafn þess hafi verið skráð á undirskriftalista InDefence hópsins varðandi áskorun til forseta Íslands - Þjóðaratkvæðagreiðslu um ný Icesave lög.

Meintir mansalsmenn áfram í gæsluvarðhaldi

Fimm Litháar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 26. janúar en þeir hafa setið í haldi lögreglunnar síðan um miðjan október vegna mansalsmálsins svokallaða. Þeir eru grunaðir um að hafa flutt hingað til lands 19 ára gamla stúlku frá Litháen og ætlað að selja hana í kynlífsþrældóm.

Þjónusta við aldraða skert

Samningur Landspítala háskólasjúkrahúss og dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar um rekstur deildar L-1 á Landakoti rann út nú um áramótin samkvæmt tilkynningu frá Grund.

Fjórtán ára fær bætur fyrir ólöglega frelsissviptingu

Íslenska ríkinu er gert að greiða fjórtán ára gamalli stúlku 300 þúsund krónur í miskabætur fyrir ólögmæta frelsissviptingu á síðasta ári. Þá var hún handtekin af lögreglunni á Akureyri. Hún var með tveimur mönnum sem eru talsvert eldri en hún. Þau höfðu farið í golf inn í Eyjarfirði í ágúst á síðasta ári.

Sjö fíkniefnamál á Litla Hrauni

Sjö fíkniefnamál komu til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi í liðinni viku. Öll málin komu í venjubundnu eftirliti fangavarða á Litla-Hrauni. Þar var ansi viðburðarríkt yfir hátíðarnar því tveir fangar struku þaðan um kvöldmatarleyti síðastliðinn miðvikudag.

Brotist inn í fjölda sumarbústaða

Sjónvarpstækjum var stolið í flestum þeirra fimm sumarbúastaða sem brotist var inn í um helgina í Grímsnesi. Samkvæmt lögreglunni á Selfossi voru vegsummerki eins í innbrotunum fimm og því grunar lögregluna að sömu aðilar hafi verið að verki.

Erlendir fréttamenn á leiðinni vegna Icesave

Fjármálaráðherra Bretlands segir afar mikilvægt að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin, þótt hann geri sér grein fyrir að málið sé Íslendingum erfitt. Ekki liggur fyrir hvenær forsetinn ákveður sig, en alveg eins má búast við að það gerist í dag. Áhugi erlendis er mikill á málinu en fréttastofu er kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leiðinni til landsins til þess að fjalla um málið.

Söng í síðasta sinn í Reykjavík

Kanadíska söngkonan Lhasa de Sela lést af völdum brjóstakrabbameins á heimili sínu í Montréal í Kanada á nýársdag 37 ára að aldri. Síðustu tónleikar hennar voru dagana 23. og 24. maí á Listahátíð í Reykjavík í fyrra.

Davíð Oddsson klipptur út úr Áramótaskaupinu

„Þetta var bara eitt af því sem fór undir hnífinn,“ segir Þórhallur Gunnarsson dagskrástjóri Ríkisútvarpsins, en atriði þar sem Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins leikur grínistan Örn Árnason, var klippt út úr Áramótaskaupinu.

Niðurskurður á Vogi: Bitnar verst á þeim veikustu

Þeir sem hafa áður sótt sér aðstoð vegna vímuefnavanda á Vogi, svokallað endurkomufólk, þurfa að snúa sér til göngudeildar SÁÁ í Von við Efstaleiti til að fá aðstoð við að útbúa beiðni um vistun. Þetta kemur fram á heimasíðu SÁÁ en þar segir að biðlistar muni lengjast og veikustu sjúklingarnir muni fara verst út úr niðurskurði sem blasir við meðferðarstofnuninni.

Barist um fyrsta sætið

Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Þorleifur Gunnarsson, hefur gefið kost á sér í fyrsta sætið í forvali flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Forvalið fer fram í byrjun febrúar en þegar hefur Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, sóst eftir sama sæti.

Játaði stórhættulegar líkamsárásir

Rétt rúmlega tvítugur maður játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa gengið í skrokk á tveimur mönnum í nóvember og desember á síðasta ári.

Allt á kafi í Kína

Íbúar í Kína og Suður-Kóreu glíma nú við eina mestu snjókomu sem fallið hefur í rúma hálfa öld. Skólum hefur verið lokað í kínversku höfuðborginni Beijing og flugumferð hefur farið úr skorðum þar í borg og í Seúl höfuðborg Suður-Kóreu. Um 30 sentimetra jafnfallinn snjór þekur nú mestan hluta Beijing borgar og hefur ekki snjóað svo mikið þar frá árinu 1951.

Fyrrverandi vistmenn á Silungapolli hvattir til að hafa samband

Nefndin sem í fyrstu rannsakaði starfsemi Breiðavíkur á árunum 1950 - 1980 kannar nú nú svipaðar stofnanir annars staðar á landinu og hefur þegar lokið áfangaskýrslum um Heyrnleysingjaskólann, Kumbaravog og skólaheimilið Bjarg. Nú rannsakar nefndin uppeldisheimilið Silungapoll og hefur verið auglýst í blöðum eftir því að fyrrverandi vistmenn gefi sig fram til viðtals.

Öryggisreglur hertar á flugvöllum í Bandaríkjunum

Í dag taka gildi hertar öryggisreglur á bandarískum flugvöllum þar sem farþegum verður mismunað eftir því frá hvaða landi þeir eru að koma. Útbúinn hefur verið listi yfir lönd, sem sögð eru styðja við hryðjuverkastarfsemi og þurfa farþegar sem koma frá þessum löndum, eða hafa haft viðkomu í þeim, að sæta meiri öryggisgæslu en aðrir.

175 skip komin á sjó

175 fiskiskip voru komin á sjó um sex leitið í morgun, en flotinn var allur í höfn yfir áramótin. Víða er gott sjóveður við landið og búist við mikilli sjósókn í dag, enda ríður á að koma fiskvinnslunni í landi í gang eftir fríið.

Hengdu brúðu í líki Obama

Öryggissveit bandaríkjaforseta, Secret Service, rannsakar nú atvik sem átti sér stað í bænum Plains í Georgíuríki í Bandaríkjunum en þar tók sig einhve til og hengdi brúðu í líki Baracks Obama bandaríkjaforseta upp við skilti í bænum.

Leitað að Brynjari Loga Barkarsyni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Brynjari Loga Barkarsyni, sem strauk í gær frá Stuðlum. Hann er 15 ára, 194 sentímetrar á hæð, ljóshærður, stuttklipptur og með blá augu. Brynjar Logi er klæddur í bláar gallabuxur og hvíta hettupeysu. Þeir sem kynnu að hafa orðið hans varir eru beðnir að láta lögregluna vita í síma 4441104

Lengstu áramótaveislu Bretlands er lokið

Lengstu áramótaveislu Bretlandseyja þetta árið lauk í gærmorgun þegar snjóruðningstæki náði loksins til Tan Hill pöbbsins, sem státar af því að vera í mestri hæð yfir sjávarmáli af öllum pöbbum á Bretlandi.

Ökuníðings leitað á Akranesi

Lögreglan á Akranesi leitar ökuníðings, sem með glannaakstri varð til þess að ökumaður bíls, sem kom á móti, missti stjórn á bíl sínum og hafnaði á ljósastaur. Ökumaðurinn og fjölskylda hans sluppu ómeidd, en var illa brugðið. Ökuníðingurinn, sem meðal annars ók yfir hringtorg, lét sig hverfa og er ófundinn.

Zuma tekur sér þriðju eiginkonuna

Jacob Zuma forseti Suður Afríku, ætlar í dag að kvænast Thobeku Mabhija, en hún verður þriðja eiginkona forsetans. Búist er við að helstu leiðtogar landsins mæti í veisluna en sökum anna á pólitíska sviðinu hefur Zuma þurft að fresta veislunni nokkrum sinnum.

Lokun Kleppjárnsreykjaskóla mótmælt

Um það bil 160 manns úr uppsveitum Borgarfjarðar komu saman til skyndifundar í félagsheimilinu Logalandi í gær, til að mótmæla þeim hugmyndum innan sveitarstjórnar Borgarbyggðar, sem kvisast höfðu út, að loka eigi grunnskólanum að Kleppjárnsreykjum í sparnaðarskyni.

Burj Dubai vígður í dag

Hæsta bygging jarðar verður formlega vígð við hátíðlega athöfn síðar í dag. Íbúar Dubai munu að öllum líkindum láta af öllu krepputali í dag en þetta örríki hefur ekki farið varhluta af efnhagskreppunni síðustu misserin.

Fjögurra ára drengur skotinn til bana í kirkju

Fjögurra ára gamall bandarískur drengur lést þegar byssukúla hæfði hann þegar hann var með foreldrum sínum í kirkju um helgina í bænum Dacatur í Georogíu ríki. Drengurinn hneig niður og það var ekki fyrr en læknar komu á staðinn að menn áttuðu sig á því að hann hafði orðið fyrir byssukúlu.

Enn kveikt í á Suðurnesjum

Tvívegis hefur verið kveikt í ruslagámum á Suðurnesjum á síðasta sólarhringnum. Fyrst í gærkvöldi í Garði um klukkan tíu en í síðara skiptið kviknaði í gámi sem stóð við íbúðablokk á gamla varnarliðssvæðinu. Gámarnir stóðu í báðum tilfellum upp við íbúðahús en eldurinn náði sem betur fer ekki að læsa sig í húsin áður en hægt var að slökkva.

Ekkert um að kjósa eftir synjun

Talið er líklegt að viðsemjendur Íslands nýti sér heimild til að hverfa frá samningum um Icesave fáist ekki staðfest lög um ríkisábyrgð vegna þeirra.

Fíkniefnasalar heimsækja sprautufíkla á Landspítala

Starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans segir að harka og virðingarleysi á meðal sprautufíkla fyrir eigin heilsu og annarra sé langt umfram það sem áður hefur sést. Már Kristjánsson yfirlæknir segir starfsaðstæður á deildinni oft með öllu óviðunandi. Sprautufíklar sem eru til meðferðar boða til sín fíkniefnasala inn á sjúkrahúsið þrátt fyrir að vera lífshættulega veikir.

Frekari rannsóknir verði á Drekasvæði

Æskilegt væri að bæta rannsóknir á Drekasvæðinu áður en farið verður í útboð á leit og vinnslu olíu á ný, að mati sérfræðinga erlendra olíufyrirtækja. Þetta kom fram í jólaávarpi Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra til starfsmanna Orkustofnunnar.

Sendiráðum lokað í Jemen

Sendiráðum Bandaríkjanna og Bretlands í Jemen hefur verið lokað af öryggisástæðum. Bandaríkjastjórn segist hafa haft veður af áformum Al Kaída um að gera árás á Bandaríkjamenn í landinu, hugsanlega á sendi­ráðið.

Nýra frá syni bjargar höfundi

Lífi breska rithöfundarins Sue Townsend var bjargað fyrr á þessu ári þegar í hana var grætt nýra úr elsta syni hennar. Townsend greindi frá aðgerðinni nú skömmu fyrir áramótin til að styðja starfsemi bresku nýrnasamtakanna og vekja athygli á sárum skorti á líffærum til ígræðslu.

Synjun gæti valdið pólitískri upplausn

Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá.

Til stóð til að friða braggann

Friða átti braggann sem brann á gamla vallarsvæðinu við Keflavík á nýársdag. Hann hýsti Sölunefnd varnarliðseigna á árunum 1952 til 2004.

Hugðist ráða Clinton bana

Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, PET, hafði vitneskju um að Sómalinn, sem reyndi að ráðast á skopteiknarann Kurt Westergaard á laugardag, hafi verið handtekinn í Keníu í september síðastliðnum.

Páfi fyrirgaf árásarkonunni

Einkaritari Benedikts XVI páfa heimsótti á nýársdag konuna sem réðst á páfann í Vatíkaninu á aðfangadagskvöld. Tilgangur heimsóknarinnar var að færa konunni, sem er 25 ára gömul, samúð með ástandi hennar.

Hekla gæti gosið á næstunni

Búast má við því að Hekla geti gosið með skömmum fyrirvara, segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Vill að forsetinn skrifi undir sem fyrst

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur að forseti Íslands þurfi að taka ákvörðun um Icesave lögin sem fyrst. Hann telur þó litlu máli skipta hvort hann skrifi undir í dag eða á morgun.

Öryggi stórhert á breskum flugvöllum

Öryggisviðbúnaður á breskum flugvöllum verður aukinn eftir að nígerískur hryðjuverkamaður reyndi að granda flugvél á leið til Detroit í Bandaríkjunum á jóladag.

Þrettán sjálfstæðismenn vilja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar

Þrettán gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer 30. janúar næstkomandi. Eins og áður hefur komið fram gefur oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórninni ekki kost á sér og því ljóst að kosið verður um nýjan oddvita.

Prýðilegt ferðaveður í dag

Hæglætisveður er um allt land og góðar aðstæður til ferðalaga, segir Vegagerðin. Aðalleiðir í nágrenni Reykjavíkur eru auðar en annars eru hálkublettir á flestum leiðum um allt sunnanvert landið. Öllu meiri hálka er á norðurhelmingi landsins, allt frá Snæfellsnesi til Austfjarða.

Sjá næstu 50 fréttir