Innlent

Fyrrverandi vistmenn á Silungapolli hvattir til að hafa samband

Róbert Spanó er formaður nefndarinnar.
Róbert Spanó er formaður nefndarinnar.

Nefndin sem í fyrstu rannsakaði starfsemi Breiðavíkur á árunum 1950 - 1980 kannar nú nú svipaðar stofnanir annars staðar á landinu og hefur þegar lokið áfangaskýrslum um Heyrnleysingjaskólann, Kumbaravog og skólaheimilið Bjarg. Nú rannsakar nefndin uppeldisheimilið Silungapoll og hefur verið auglýst í blöðum eftir því að fyrrverandi vistmenn gefi sig fram til viðtals.

Nefndin vill nú koma á framfæri tilkynningu þess efnis að fyrrverandi vist­mönnum Silungapolls gefst enn tækifæri til að greina frá dvöl sinni á vist­heimilinu. Er þeim sem áhuga hafa á því að koma í viðtal bent á að hafa samband við nefndina fyrir 1. febrúar nk. í síma 563-7016 eða senda ósk um viðtalstíma á netfangið vistheimili@for.stjr.is.

Nefndina skipa Róbert R. Spanó prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, formaður, Dr. Jón Friðrik Sigurðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og forstöðusálfræðingur á Land­spítalanum, Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og Dr. Ragnhildur Bjarnadóttir, dósent í sálfræði við Kennaraháskóla Íslands. Framkvæmdastjóri nefndarinnar er Þuríður B. Sigurjónsdóttir lög­fræðingur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×