Innlent

Fjórtán ára fær bætur fyrir ólöglega frelsissviptingu

Héraðsdómur norðurlands eystri.
Héraðsdómur norðurlands eystri.

Íslenska ríkinu er gert að greiða fjórtán ára gamalli stúlku 300 þúsund krónur í miskabætur fyrir ólögmæta frelsissviptingu á síðasta ári. Þá var hún handtekin af lögreglunni á Akureyri. Hún var með tveimur mönnum sem eru talsvert eldri en hún. Þau höfðu farið í golf inn í Eyjarfirði í ágúst á síðasta ári.

Á leiðinni til baka voru mennirnir tveir handteknir auk hennar. Í ljós kom að bifreiðin sem yngri maðurinn ók, sem var sautján ára, var stolin.

Maðurinn sem var með þeim í för var 27 ára gamall.

Stúlkan gisti fangageymslur lögreglunnar yfir nóttina og bar lögreglan við rannsóknarhagsmunum. Stúlkan var vistuð í fangaklefa lögreglunnar í 12 klukkustundir. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms norðurlands eystra þá bar lögreglu að tilkynna barnaverndarnefnd um málavexti og kalla til fulltrúa hennar ef nauðsynlegt var talið að grípa yrði til frekari úrræða gagnvart stúlkunni. Það var hinsvegar ekki gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×