Sendiráðum lokað í Jemen 4. janúar 2010 05:00 Leiðtogar Al Kaída í Jemen Abu Hurayrah Qasim al-Reemi, Said al-Shihri, Naser Abdel Karim al-Wahishi og Abu al-Hareth Muhammad al-Oufi. Þeir al-Shihri og al-Oufi voru báðir í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu. fréttablaðið/AP Sendiráðum Bandaríkjanna og Bretlands í Jemen hefur verið lokað af öryggisástæðum. Bandaríkjastjórn segist hafa haft veður af áformum Al Kaída um að gera árás á Bandaríkjamenn í landinu, hugsanlega á sendiráðið. „Við ætlum okkur ekki að taka neina áhættu,“ segir John Brennan, yfirmaður hryðjuverkavarna Hvíta hússins í Washington. Eftir að nígerískur maður, sem talinn er hafa hlotið hryðjuverkaþjálfun í búðum Al Kaída í Jemen, gerði tilraun til að sprengja upp bandaríska farþegaþotu á jóladag hafa bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hert öryggisráðstafanir og hvatt ríkisborgara sína þar í landi til að hafa varann á. Bæði ríkin hafa einnig aukið verulega fjárstuðning við stjórnina í Jemen, sem á að nota til þess að efla hryðjuverkavarnir lögreglunnar í landinu. Í tilkynningu frá Bandaríkjamönnum segir ekkert um það hve sendiráðið verður lokað lengi. Bretar hafa ekki ákveðið hvenær sendiráð þeirra verður opnað aftur, en það gæti orðið strax í dag. Á árinu 2008 voru tvisvar gerðar árásir á sendiráð Bandaríkjanna í höfuðborginni Sana. Bandaríkjamönnum er einnig í fersku minni árás á bandaríska herskipið USS Cole í Jemen árið 2000. Osama bin Laden, leiðtogi Al Kaída, er ættaður frá Jemen. Samtökin virðast hafa verið að færa sig upp á skaftið undanfarið, þótt margt hafi verið óljóst um skipulag þeirra og starfsemi árum saman. Í Jemen hafa samtökin komið sér upp bækistöðvum. Landið er fátækt og fjöllótt og stjórnvöld hafa lítið eftirlit utan höfuðborgarinnar. Fyrir ári tilkynntu samtökin um stofnun nýrrar deildar á Arabíuskaga, sem skipuð er meðlimum þeirra frá Jemen og Sádi-Arabíu. Leiðtogi þeirrar deildar er Naser Abdel Karim al-Wahishi, Jemenbúi sem áður var nákominn Osama bin Laden. Tveir Sádi-Arabar eru einnig háttsettir í Jemendeild Al Kaída, þeir Sahid al-Shihri og Ibrahim Suleiman al-Rubaish, en báðir voru þeir í haldi Bandaríkjahers í Guantanamo-búðunum á Kúbu þangað til þeir voru látnir lausir, annar árið 2006 en hinn 2007. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Sendiráðum Bandaríkjanna og Bretlands í Jemen hefur verið lokað af öryggisástæðum. Bandaríkjastjórn segist hafa haft veður af áformum Al Kaída um að gera árás á Bandaríkjamenn í landinu, hugsanlega á sendiráðið. „Við ætlum okkur ekki að taka neina áhættu,“ segir John Brennan, yfirmaður hryðjuverkavarna Hvíta hússins í Washington. Eftir að nígerískur maður, sem talinn er hafa hlotið hryðjuverkaþjálfun í búðum Al Kaída í Jemen, gerði tilraun til að sprengja upp bandaríska farþegaþotu á jóladag hafa bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hert öryggisráðstafanir og hvatt ríkisborgara sína þar í landi til að hafa varann á. Bæði ríkin hafa einnig aukið verulega fjárstuðning við stjórnina í Jemen, sem á að nota til þess að efla hryðjuverkavarnir lögreglunnar í landinu. Í tilkynningu frá Bandaríkjamönnum segir ekkert um það hve sendiráðið verður lokað lengi. Bretar hafa ekki ákveðið hvenær sendiráð þeirra verður opnað aftur, en það gæti orðið strax í dag. Á árinu 2008 voru tvisvar gerðar árásir á sendiráð Bandaríkjanna í höfuðborginni Sana. Bandaríkjamönnum er einnig í fersku minni árás á bandaríska herskipið USS Cole í Jemen árið 2000. Osama bin Laden, leiðtogi Al Kaída, er ættaður frá Jemen. Samtökin virðast hafa verið að færa sig upp á skaftið undanfarið, þótt margt hafi verið óljóst um skipulag þeirra og starfsemi árum saman. Í Jemen hafa samtökin komið sér upp bækistöðvum. Landið er fátækt og fjöllótt og stjórnvöld hafa lítið eftirlit utan höfuðborgarinnar. Fyrir ári tilkynntu samtökin um stofnun nýrrar deildar á Arabíuskaga, sem skipuð er meðlimum þeirra frá Jemen og Sádi-Arabíu. Leiðtogi þeirrar deildar er Naser Abdel Karim al-Wahishi, Jemenbúi sem áður var nákominn Osama bin Laden. Tveir Sádi-Arabar eru einnig háttsettir í Jemendeild Al Kaída, þeir Sahid al-Shihri og Ibrahim Suleiman al-Rubaish, en báðir voru þeir í haldi Bandaríkjahers í Guantanamo-búðunum á Kúbu þangað til þeir voru látnir lausir, annar árið 2006 en hinn 2007. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira