Innlent

Lengstu áramótaveislu Bretlands er lokið

Lengstu áramótaveislu Bretlandseyja þetta árið lauk í gærmorgun þegar snjóruðningstæki náði loksins til Tan Hill pöbbsins, sem státar af því að vera í mestri hæð yfir sjávarmáli af öllum pöbbum á Bretlandi.

Þrjátíu háskólastúdentar höfðu tekið pöbbinn á leigu fyrir áramótateiti en höfðu ekki gert ráð fyrir gríðarlegri ofankomu sem olli því að partíið dróst á langinn um tvo daga. Þegar björgunarmenn komust loks á staðinn voru bjórbirgðir stúdentana orðnar hættulega litlar, að sögn þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×