Fíkniefnasalar heimsækja sprautufíkla á Landspítala 4. janúar 2010 05:30 Starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans segir að harka og virðingarleysi á meðal sprautufíkla fyrir eigin heilsu og annarra sé langt umfram það sem áður hefur sést. Már Kristjánsson yfirlæknir segir starfsaðstæður á deildinni oft með öllu óviðunandi. Sprautufíklar sem eru til meðferðar boða til sín fíkniefnasala inn á sjúkrahúsið þrátt fyrir að vera lífshættulega veikir. „Það er tilfinning okkar sem sinnum þessum hópi að harkan færist mjög í aukana og yfirleitt meiri óvægni í gangi en hefur verið. Það eru sögur sem ganga á milli fíkniefnaneytendanna sjálfra um að HIV-smitaðir sprautufíklar séu að sprauta aðra og sýni mikla óvarkárni. Auðvitað eru fórnarlömb fíknarinnar meðvituð um hættuna en okkur finnst þetta hafa aukist mjög og að harkan sé að ná nýjum hæðum," segir Már. Hann segir að ekki líði sá dagur þar sem ekki sé einn til fjórir sjúklingar á deildinni með vandamál sem tengjast sprautufíkn og í lok ársins hafi fimm ný tilfelli af HIV-sýkingum sem tengjast sprautufíkn verið greind. Eðli málsins samkvæmt fylgja sprautufíklum vandamál á deild sjúkrahúss. Sprautufíklar boða til dæmis ítrekað til sín fíkniefnasala inn á deildina og er dauðsfall á deildinni árið 2007 rakið til slíkrar heimsóknar. „Vandinn liggur í því að deildin er opin legudeild þar sem háaldrað fólk liggur með tilfallandi veikindi. „Þetta fólk liggur í næsta herbergi við langt leidda sprautufíkla. Þeir eiga ekki í neinum vandræðum með að boða þá sem selja fíkniefni á stefnumót við sig og gera það ítrekað þrátt fyrir hótanir um að þeim verði vísað á dyr. Þetta er ófremdarástand, satt best að segja." Már segir jafnframt að sprautufíklum séu hæg heimatökin við neyslu inni á spítalanum. Það fyrsta sem verður að gera til að meðhöndla sýkingu er að setja upp opinn krana vegna lyfjameðferðar. Hann sé hins vegar notaður til neyslu fíkniefnanna. Um 700 virkir sprautufíklar eru nú á Íslandi að mati sérfræðinga á sjúkrahúsinu Vogi. Á sex árum hefur hlutfall langt leiddra fíkla sem leita aðstoðar á bráðamóttöku LSH aukist um sextíu til áttátíu prósent. „Ég hef fyrst og fremst áhyggjur af þjóðfélaginu okkar og ekki mun ástandið batna ef vonleysi færist í aukana við versnandi félagslega stöðu fólks," segir Már. - shá Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans segir að harka og virðingarleysi á meðal sprautufíkla fyrir eigin heilsu og annarra sé langt umfram það sem áður hefur sést. Már Kristjánsson yfirlæknir segir starfsaðstæður á deildinni oft með öllu óviðunandi. Sprautufíklar sem eru til meðferðar boða til sín fíkniefnasala inn á sjúkrahúsið þrátt fyrir að vera lífshættulega veikir. „Það er tilfinning okkar sem sinnum þessum hópi að harkan færist mjög í aukana og yfirleitt meiri óvægni í gangi en hefur verið. Það eru sögur sem ganga á milli fíkniefnaneytendanna sjálfra um að HIV-smitaðir sprautufíklar séu að sprauta aðra og sýni mikla óvarkárni. Auðvitað eru fórnarlömb fíknarinnar meðvituð um hættuna en okkur finnst þetta hafa aukist mjög og að harkan sé að ná nýjum hæðum," segir Már. Hann segir að ekki líði sá dagur þar sem ekki sé einn til fjórir sjúklingar á deildinni með vandamál sem tengjast sprautufíkn og í lok ársins hafi fimm ný tilfelli af HIV-sýkingum sem tengjast sprautufíkn verið greind. Eðli málsins samkvæmt fylgja sprautufíklum vandamál á deild sjúkrahúss. Sprautufíklar boða til dæmis ítrekað til sín fíkniefnasala inn á deildina og er dauðsfall á deildinni árið 2007 rakið til slíkrar heimsóknar. „Vandinn liggur í því að deildin er opin legudeild þar sem háaldrað fólk liggur með tilfallandi veikindi. „Þetta fólk liggur í næsta herbergi við langt leidda sprautufíkla. Þeir eiga ekki í neinum vandræðum með að boða þá sem selja fíkniefni á stefnumót við sig og gera það ítrekað þrátt fyrir hótanir um að þeim verði vísað á dyr. Þetta er ófremdarástand, satt best að segja." Már segir jafnframt að sprautufíklum séu hæg heimatökin við neyslu inni á spítalanum. Það fyrsta sem verður að gera til að meðhöndla sýkingu er að setja upp opinn krana vegna lyfjameðferðar. Hann sé hins vegar notaður til neyslu fíkniefnanna. Um 700 virkir sprautufíklar eru nú á Íslandi að mati sérfræðinga á sjúkrahúsinu Vogi. Á sex árum hefur hlutfall langt leiddra fíkla sem leita aðstoðar á bráðamóttöku LSH aukist um sextíu til áttátíu prósent. „Ég hef fyrst og fremst áhyggjur af þjóðfélaginu okkar og ekki mun ástandið batna ef vonleysi færist í aukana við versnandi félagslega stöðu fólks," segir Már. - shá
Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira