Innlent

Játaði stórhættulegar líkamsárásir

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Rétt rúmlega tvítugur maður játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa gengið í skrokk á tveimur mönnum í nóvember og desember á síðasta ári.

Maðurinn hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa aðfaranótt laugardags í nóvember ráðist á karlmann fyrir utan Landsbankann á Laugavegi. Þá sló hann manninn hnefahöggum í andlitið auk þess sem hann sló hann með glerflösku í höfuðið. Maðurinn féll niður í götuna við höggið en árásarmaðurinn sparkaði þá í bringu hans.

Rúmlega mánuði síðar varð maðurinn aftur uppvís af líkamsárás þegar hann réðst á mann fyrir utan skemmtistaðinn Mónakó á Laugaveginum og sló hann í andlitið með hnefahöggum. Þá sparkaði hann í höfuð hans og líkama með þeim afleiðingu að hann hlaut brot á tönnum og nefbeinum auk þess sem hann rifbeinsbrotnaði.

Maðurinn, sem er af erlendum uppruna, krafðist þess að miskabætur, sem samanlagt nema um tveimur milljónum króna, yrðu lækkaðar og að hann hlyti vægustu refsingu. Málið hefur verið lagt í dóm og verður úrskurður kveðinn upp á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×