Innlent

Félags- og tryggingamálaráðuneytið á undirskriftalista Indefence

Félags- og tryggingamálaráðuneytið á Tryggvagötunni.
Félags- og tryggingamálaráðuneytið á Tryggvagötunni.

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem kemur fram að ráðuneytinu hafi borist ábending um að nafn þess hafi verið skráð á undirskriftalista InDefence hópsins varðandi áskorun til forseta Íslands um þjóðaratkvæðagreiðslu um ný Icesave lög.

Ráðuneytið tekur fram af þessu tilefni að nafn og kennitala ráðuneytisins virðast hafa verið misnotuð, enda tekur ráðuneytið ekki afstöðu í málinu og getur ekki skrifað undir áskoranir sem atkvæðisbær borgari.

Þess hefur verður farið á leit við aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar að nafn ráðuneytisins verði máð af listanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×