Innlent

Ekkert um að kjósa eftir synjun

Mótmælendur við Stjórnarráðið fyrir rétt tæpu ári þegar gerður var aðsúgur að Geir H. Haarde, sem þá var forsætisráðherra. Fréttablaðið/GVA
Mótmælendur við Stjórnarráðið fyrir rétt tæpu ári þegar gerður var aðsúgur að Geir H. Haarde, sem þá var forsætisráðherra. Fréttablaðið/GVA

Talið er líklegt að viðsemjendur Íslands nýti sér heimild til að hverfa frá samningum um Icesave fáist ekki staðfest lög um ríkisábyrgð vegna þeirra.

Heimildir blaðsins innan stjórnkerfisins herma að þar þyki fólki einsýnt að forsetinn hafi fáa aðra kosti en að staðfesta lögin. Að öðrum kosti falli samningar við Breta og Hollendinga um sjálfa sig og ekkert verði eftir til að kjósa um.

Í samningum sem gerðir hafa verið um Icesave eru ákvæði í þá veru að verði þeir ekki staðfestir fyrir nóvemberlok 2009 þá geti samningsaðilar dregið sig til baka. Fari svo þá sé ekkert til að greiða atkvæði um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá er sagt til lítils að fyrri lög um Icesave taki gildi, verði nýju lögunum hafnað, samningarnir hafi kveðið á um skilyrðislausa og óafturkræfa ríkis­ábyrgð. Þannig gætu hvorki Bretar né Tryggingarsjóður innstæðna undirritað samninga án ríkisábyrðar. Tryggingarsjóðurinn geti ekki skrifað undir samning sem hann hefur ekki burði til að standa undir og sama gildi um Breta og Hollendinga sem áttu að fá í hendur yfirlýsingar frá bæði íslenska lánasjóðnum og ríkislögmanni um að lögin væru í samræmi við samningana, fælu í sér óskilyrta ábyrgð. Samningar við Breta og Hollendinga falli því um sjálfa sig án ábyrgðar ríkisins. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×