Erlent

Burj Dubai vígður í dag

Hæsta bygging jarðar verður formlega vígð við hátíðlega athöfn síðar í dag. Íbúar Dubai munu að öllum líkindum láta af öllu krepputali í dag en þetta örríki hefur ekki farið varhluta af efnhagskreppunni síðustu misserin.

En áður en kreppan skall á voru forsvarsmenn í Dubai flestum öðrum duglegri við að láta á sér bera og var farið út í ótrúlegustu byggingarframkvæmdir á borð við eyjaklasa sem lítur út eins og heimskort og þá er stærsta innanhússkíðabrekka heimsins til húsa í þessu eyðimerkurríki. Burj Dubai er annað dæmi um þessa uppbyggingu en þar fer hæsta jarðarinnar.

Turninn verður vígður síðar í dag en nákvæm hæð hússins hefur enn ekki verið gerð opinber og verður það ekki gert fyrr en við athöfnina. Aðeins hefur verið staðfest að turninn er hærri heldur en fyrrverandi handhafi metsins Taipai 101 turninn sem er 508 metrar á hæð eða um það bil tvær Empire State Byggingar sem í eina tíð var hæsta hús veraldar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×