Erlent

Zuma tekur sér þriðju eiginkonuna

Jacob Zuma.
Jacob Zuma.

Jacob Zuma forseti Suður Afríku, ætlar í dag að kvænast Thobeku Mabhija, en hún verður þriðja eiginkona forsetans. Búist er við að helstu leiðtogar landsins mæti í veisluna en sökum anna á pólitíska sviðinu hefur Zuma þurft að fresta veislunni nokkrum sinnum.

Ekki eru þó allir sáttir við afstöðu forsetans til fjölkvænis en sá siður er heldur á undanhaldi í landinu frekar en hitt. Þetta verður fimmta brúðkaup Zuma, því ein kvenna hans lést fyrir nokkrum árum og hann skildi við aðra. Sú er reyndar utanríkisráðherra Suður Afríku í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×