Innlent

Hörkukuldi milli jóla og nýárs

Þegar síðasti jólasveinninn verður kominn til byggða fer að kólna og verður kalt allt til áramóta. 
Fréttablaðið/sólveig
Þegar síðasti jólasveinninn verður kominn til byggða fer að kólna og verður kalt allt til áramóta. Fréttablaðið/sólveig
Líklega verður hörkukuldi milli jóla og nýárs á öllu landinu og mikið frost í innsveitum.

Að mati Páls Bergþórssonar, fyrrverandi veðurstofustjóra, mun norðaustanáttin ríkja enn um sinn næstu daga og éljagangur líklegur fyrir norðan. Þurrt verði að mestu um Suður- og Vesturland.

Veðurstofa Íslands býst við stormi á Vestfjörðum í dag og niður í fimm stiga frost þar.

Sex stiga frost verði á hádegi á Egilsstöðum, en hlýjast í Vestmannaeyjum, þar sem verði einnar gráðu hiti.

Í höfuðstaðnum verður hiti um og undir frostmarki í dag en þriggja gráðu kuldi á jóladag. En svo kólni og má búast við allt að tíu stiga frosti að meðaltali á sólarhring.

Páll segir að um áramótin verði veðrið trúlega mildast á suðvesturhorninu.

„Þótt tölvurnar séu háar er of langt í það til að maður reiði sig mikið á þær,“ segir hann og treystir sér því ekki til að útlista nánar hugsanleg hlýindi.- kóþ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×