Erlent

Páfanum var hrint við guðsþjónustu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedikt XVI páfi var felldur í jörðina við upphaf guðsþjónustu í Péturskirkjunni í Róm á aðfangadagskvöld. Fréttastofa BBC segir að konan sem ýtti við páfanum þannig að hann féll eigi við geðræn vandamál að stríða. Hún var handtekin eftir atvikið.

Benedikt páfi, sem er 82 ára gamall, meiddist ekki við fallið og leiddi hann guðsþjónustuna líkt og áformað hafði verið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×