Erlent

Elísabet drottning hrygg yfir fráfalli hermanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elísabet II drottning Breta lýsti hryggð sinni vegna þeirra hermanna sem féllu í Afganistan á árinu í jólaávarpi sínu í dag.

Hún vottaði fjölskyldum þeirra sem féllu samúð sína og sagði að allir þeir hermenn sem hefðu gegnt þegnskyldu í Afganistan ættu þakkir skilið frá bresku þjóðinni. Drottningin sagði jafnframt að árið hefði verið mörgum erfitt, einkum vegna kreppunnar.

„Hvert ár sem líður virðist hafa sín einkenni. Sum þeirra virðast veita okkur fullnægingu. Öðrum er best að gleyma," sagði drottningin í ávarpi sínu. Árið 2009 hafi verið mörgum erfitt vegna efnahagslægðarinnar. „Ég er viss um að atburðirnir í Afganistan hafa snert okkur öll og mörg okkar eru sorgmædd vegna falls hermanna okkar þar," sagði drottningin. Hugur Breta væri hjá ástvinum þeirra sem fallið hefðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×