Erlent

Fimm ár liðin frá flóðunum miklu

Þessi er minnst víða í Asíu í dag að fimm ár eru liðin frá flóðunum miklu þegar 230 þúsund manns fórust eftir að jarðskjálfti neðansjávar ollu tsunami víðsvegar um álfuna.

Um átta þúsund íbúar og ferðamenn á eyjunni Phuket fórust í flóðunum og þar söfnuðust ættingjar og vinir saman í dag og minntust látinna ástvina í þögn.

Flóðbylgjan náði til um tólf ríkja við Indlandshaf og lagði fjölda bæja og þorpa í rúst. Heimamenn og ferðamenn frá fjölmörgum ríkjum heims fórust, alls um 230 þúsund eins og áður sagði, og eru hamfarirnar þær mestu sem mannkynið hefur upplifað í árhundruði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×