Erlent

Gagnrýni á öryggisgæslu í Vatíkaninu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedikt XVI páfi varð fyrir árás á aðfangadagskvöld. Mynd/ AFP.
Benedikt XVI páfi varð fyrir árás á aðfangadagskvöld. Mynd/ AFP.
Kardínáli gagnrýndi öryggisgæslu í Vatíkaninu í gær vegna þess að kona réðst að Benedikt XVI páfa og hrinti honum í jörðina á aðfangadagskvöld. Þetta var í annað skiptið sem konan reyndi að vinna páfanum mein.

Nærstöddum brá við atvikið. Fréttavefurinn Times Online segir að Pílagrimar hafi horft furðu lostnir á og kórinn hafi hætt að syngja um stund. Páfinn stóð hins vegar fljótlega upp og gat leitt helgistund í Péturskirkjunni nokkrum mínútum síðar.

Franskur kardínáli, Paul Poupard, sagði hins vegar að páfanum stæði ógn af aðstæðum sem þessum. „Sé horft til baka er óhætt að segja að það hefði átt að gæta betur að sér. Þeir sem sjá um öryggisgæsluna ættu ekki að gleyma sér í eina sekúndu," sagði páfinn.

Talsmaður Vatíkansins segir hins vegar við AP fréttastofuna að það sé ómögulegt að byggja svo mikla múra á milli páfans og almennings að hægt verði að koma í veg fyrir atvik af þessu tagi. Páfinn sé reglulega í nálægð við almenning, meðal annars í messum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×