Fleiri fréttir

Fjölmenni á útifundi

Boðaður útifundur Hagsmunasamtaka heimilanna hófst klukkan þrjú á Austurvelli. Vel á þriðja hundrað manns tóku þátt í fundinum.

Aðskilnaðarsinnar taldir bera ábyrgð á slysinu

Grunur leikur á að aðskilnaðarsinnar frá Téténíu séu ábyrgir fyrir lestarslysinu í Rússlandi í gærkvöldi. Að minnsta kosti þrjátíu fórust í slysinu og um eitt hundrað slösuðust.

Valgerður sigraði Hall í baráttunni um þriðja sætið

Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur, sigraði Hall Magnússon í kosningu um þriðja sætið á lista framsóknarmanna í Reykjavík í kosningunum í maí á næsta ári. Valgerður sigraði með 66% gildra atkvæða en Hallur hlaut 34% atkvæða.

„Ég er svöng"

Annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var fram haldið á Alþingi í morgun. Þegar leið á umræðuna hvatti formaður Hreyfingarinnar forseta Alþingis til þess að gera matarhlé þar sem hún væri svöng. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði að um réttlætismál væri að ræða. Þingmenn ættu að fá matarhlé.

Nokkur hundruð manns í Hlíðarfjalli

Nokkur hundruð manns hafa rennt sér á skíðum í Hlíðarfjalli, skíðasvæði Akureyringa, í dag. Þetta er í fyrsta sinn á þessu hausti sem skíðasvæðið er opið en á síðasta ári opnaði það nokkuð fyrr.

Þingmenn á landsfundi norskra ESB andstæðinga

Um helgina fer fram landsfundur Nei til EU í Noregi. Samtökin eru systursamtök Heimssýnar sem berst gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Í sendinefnd Heimssýnar sem tekur þátt í fundinum eru meðal annars þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason VG, Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki og Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokki.

Samfylkingin í Mosó með prófkjör

Félagsfundur Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ samþykkti á fimmtudag tillögu stjórnar um að hafa prófkjör meðal félagsmanna til að velja á framboðslista flokksins í bæjarfélaginu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Guðlaugur dregur framboð sitt til baka

Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur, hefur dregið framboð sitt í 3. sæti á lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor til baka. Hann er náinn samstarfsfélagi Óskars Bergssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, sem laut í lægra haldi í baráttu við Einar Skúlason um oddvitasætið.

Útilegubúnaður og bílar boðnir upp

Sýslumaðurinn í Reykjavík stendur í hádeginu fyrir uppboði á vörum sem ekki hafa verið leystar út úr tollinum. Uppboðið er í vörumiðstöð Samskipa í Reykjavík.

Óskar: Úrslitin vonbrigði

Óskar Bergsson, formaður borgarráðs og sitjandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að úrslitin í kosningu um oddvitasæti flokksins séu vonbrigði. Hann ætlar að leggja sitt af mörkum í komandi kosningabaráttu.

Einar sigraði sitjandi borgarfulltrúa

Einar Skúlason, varaþingmaður Framsóknarflokksins, sigraði Óskar Bergsson, borgarfulltrúa, í kosningu um oddvitasæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Einar hlaut 62% atkvæða.

Talning hafin á kjörfundi framsóknarmanna

Kosningu um oddvitasæti framsóknarmanna í komandi borgarstjórnarkosningum lauk á 12 tímanum og er talning hafin. Kjörfundur fer fram á Hótel Loftleiðum og berjast Einar Skúlason, varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna, og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, um fyrsta sætið.

Fyrrverandi ráðherra meðal 78 umsækjenda

Þingvallanefnd bárust alls 78 umsóknir um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en umsóknarfrestur rann nýverið út. Meðal umsækjenda eru Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður, og Ólafur Örn Haraldsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Það er þingvallanefnd sem ræður framkvæmdastjóra fyrir þjóðgarðinn sem jafnframt er þjóðgarðsvörður.

Barnaefni fyrir fullorðna

Það vekur athygli að foreldrarnir hlæja síst minna en börnin, segir Einar Árnason kvikmyndatökumaður sem fékk þá hugmynd að gefa út Klaufabárðana á Íslandi.

Þingfundur í dag

Þingfundur hefst innan stundar á Alþingi þar sem annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna verður fram haldið, en ekki tókst að ljúka henni í gærkvöld. Sex verða á mælendaskrá í upphafi fundar.

Handtekinn fimm ára gamall

Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri DV, var handtekinn í fyrsta sinn á ævinni þegar hann var fimm ára gamall. „Ég var handtekinn í fyrsta sinn þegar ég var fimm að verða sex og strauk af leikskólanum Steinahlíð og fór heim til mín og reyndi að kveikja í stigaganginum,“ segir Mikael í samtali við Miðjuna, nýtt vefrit um menningu og dægurmál.

Boða til útifundar á Austuvelli í dag

Hagsmunasamtök heimilanna hafa boðað til útifundar á Austurvelli klukkan þrjú í dag. Í tilkynningu frá samtökunum segir að greiðsluverkfall sé okkar vopn og hvatt er til að fólk sameinist í því.

Mannskætt lestarslys í Rússlandi

Að minnsta kosti 30 manns fórust í lestarslysi í Rússlandi í gærkvöld, 60 eru slasaðir. Yfirvöld þar í landi hafa þegar hafið rannsókn á því hvort hryðjuverk hafi verið framið.

Ríflega níu þúsund skora á forsetann

Ríflega 9000 manns hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands á vefsíðu InDefence hópsins. Þar er skorað á Ólaf Ragnar Grímsson að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar.

Spyr Össur og Steingrím um fundargerðir

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill vita hvort að til séu fundargerðir forystumanna ríkisstjórnarinnar með erlendum leiðtogum vegna Icesave málsins. Séu slíkar fundargerði til spyr hún jafnframt hvort þær verði birtar. Ragnheiður hefur lagt fram tvær fyrirspurnir Alþingi vegna þessa.

Hálkublettir á Hellisheiði

Það snjóar nokkuð víða á Reykjanesi og þar er einnig einhver hálka eða hálkublettir. Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum og allvíða á Suðurlandi, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Fjórir stútar teknir í Reykjavík

Nóttin virðist víðast hvar hafa verið afar róleg hjá lögreglumönnum. Lögregla þurfti að hafa lítil afskipti af fólki í miðbæ Reykjavíkur en sinnti nokkrum hávaðaútköllum víðsvegar um borgina. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunaraksturs.

Einar og Óskar berjast um oddvitasætið

Kjörfundur framsóknarmanna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor hefst klukkan tíu á Hótel Loftleiðum. Einar Skúlason, fyrrverandi skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna, og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi, takast á um oddvitasætið. Alls eru 20 frambjóðendur í kjöri.

Tekjur Reykjavíkur 1,5 milljörðum lægri

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur óskað eftir að greiða 800 milljónir króna í afgjald til eigenda sinna. Það er 1,5 milljörðum lægra en þeir 2,3 milljarðar sem eigendur höfðu óskað eftir, en það er eðlileg afgreiðsla. Orkuveitan fékk sams konar frest á afgreiðslu í fyrra. Borgarstjórn á eftir að taka beiðnina fyrir.

Dúbaí gæti hrundið af stað nýrri kreppu

Fréttir af gríðarlegri skuldsetningu og hugsanlega yfirvofandi efnahagshruni í Dúbaí ollu titringi í viðskiptalífi um heim allan. Ótti hefur vaknað um að vandræðin í Dúbaí hafi keðjuverkandi áhrif og endi í nýrri heimskreppu. Dubai World er fyrirtækjasamsteypan sem hefur verið í fararbroddi uppbyggingarinnar í Dúbaí síðustu árin.

Alvarlegt ef tækifærin tapast

„Verði niðurskurður á fjárveitingum til háskólans til þess að samstarfssamningar við erlendar menntastofnanir falli niður þá er það alvarlegt mál," segir Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Líðan mannsins er óbreytt

Líðan mannsins sem féll ofan í húsgrunn við sumarbústað á Flúðum fyrir tæpum hálfum mánuði er óbreytt að sögn sérfræðings á gjörgæsludeild Landspítala í gær.

Þátttaka í sveitarstjórn tryggð

Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur undirritað viðauka við Evrópusáttmála um sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga. Í honum er kveðið á um rétt borgara til þátttöku í sveitarstjórnarmálum.

Jólatréð tendrað

Starfsmenn Reykjavíkurborgar unnu að því í gær að reisa Óslóartréð á Austurvelli. Tréð verður tendrað við hátíðlega athöfn á morgun, á fyrsta sunnudegi í aðventu. Þá tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir formlega við trénu frá Aud Kvalbein, varaborgarstjóra Óslóar.

Ísland betur sett utan ESB

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra ítrekaði þá skoðun sína að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan á ráðstefnu um strandveiðar sem haldin var í Frakklandi í vikunni.

Þúsund garðar voru ræktaðir

Ekki færri en 423 grunnskólabörn og 117 leikskólabörn tóku þátt í starfi Skólagarða Reykjavíkur í sumar.

Segir öryggi farþega ógnað

Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki, segir að öryggi flugfarþega sé ógnað ef ekki séu menntaðir slökkviliðsmenn við störf á Reykjavíkurflugvelli. Um leið og Gunnar Bragi lýsti þessari skoðun sinni innti hann Kristján Möller samgönguráðherra eftir afstöðu hans til málsins. Kristján kvaðst ósammála því mati Gunnars Braga.

Fékk 40 samhljóðainnheimtubréf

Viðskiptavini Íslandsbanka brá heldur í brún þegar hann fékk fjörutíu samhljóða innheimtubréf inn um póstlúguna á fimmtudag. Þar var honum tilkynnt að íbúðalán hans hjá bankanum væri komið tuttugu daga yfir gjalddaga.

Hellamenn í apabúrinu

Gestir í dýragarðinum í Varsjá í Póllandi geta nú barið augum sjálfboðaliða í gervi hellamanna sem tekið hafa yfir gamla apabúrið í garðinum.

Sparperur glata frekar ljómanum

Hefðbundnar ljósaperur sem víða lúta orðið í lægra haldi halda ljósgjafarstyrk sínum nær að fullu allan líftíma sinn. Ný rannsókn sem breska dagblaðið Telegraph greinir frá hefur leitt í ljós að svokallaðar „sparperur" hafa glatað yfir fimmtungi af ljósstyrk sínum þegar þær hætta að virka.

Vinnur með menningararfinn

Alls hafa 184 tilkynningar um ný nöfn borist Örnefnanefnd, sem er stjórnsýslunefnd innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins, á síðustu þremur árum. Meirihluti þeirra hefur verið samþykktur en um þriðjungi verið vísað frá eða hafnað.

Bólusetning raskast verulega

Skortur er á bóluefni gegn svínaflensu hér á landi. Upphaflega var gert ráð fyrir að alls bærust 200 þúsund skammtar til landsins til áramóta en nú eru horfur á að þeir verði um 170 þúsund. Fyrirsjáanlegt er að áætlun um bólusetningu almennings gegn inflúensunni raskast verulega.

Birkir J. taldi sig niðurlægðan

Önnur umræða um Icesave-málið, sem framhaldið var á þingi í gær, gekk treglega. Réði óánægja stjórnarandstæðinga með fjarveru stjórnarliða mestu um en lengst af voru stjórnarandstæðingar einir í þingsalnum. Margsinnis voru gerðar athugasemdir við fjarveruna, lagt til að þingfundi yrði frestað og önnur mál tekin á dagskrá.

Blæs lífi í laskaðan markað

Skráning fyrirtækja sem bankarnir hafa tekið yfir að öllu leyti eða að hluta getur verið ágæt lausn, að sögn Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Hættir störfum fyrir sjómenn

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sagði í gær af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir Félag skipstjórnarmanna og Farmanna- og fiskimannasamband Íslands (FSSÍ).

Íranar sýna enga samvinnu

„Við erum í raun komin í blindgötu, nema Íranar taki upp fulla samvinnu,“ sagði Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkueftirlitsins.

Sjá næstu 50 fréttir