Dúbaí gæti hrundið af stað nýrri kreppu 28. nóvember 2009 06:00 Kaldranaleg glæsiveröld Uppbyggingin í Dúbaí undanfarin ár hefur einkennst af gríðarlegum metnaði og gegndarlausu óhófi.Nordicphotos/AFP Fréttir af gríðarlegri skuldsetningu og hugsanlega yfirvofandi efnahagshruni í Dúbaí ollu titringi í viðskiptalífi um heim allan. Ótti hefur vaknað um að vandræðin í Dúbaí hafi keðjuverkandi áhrif og endi í nýrri heimskreppu. Dubai World er fyrirtækjasamsteypan sem hefur verið í fararbroddi uppbyggingarinnar í Dúbaí síðustu árin. Sú uppbygging hefur einkennst af bæði gríðarlegum metnaði og gegndarlausu óhófi sem vart á sér neina hliðstæðu. Reistar hafa verið glæsibyggingar, háhýsi og nýir eyjaklasar búnir til við ströndina. Stærsta hús heims er risið þar, og fylgja möguleikar á að hækka það ef aðrir taka upp á að byggja hærra. Öll þessi uppbygging er að stórum hluta framkvæmd fyrir lánsfé, sem reynst hefur erfitt að standa í skilum með. Litlar tekjur eru af nýju glæsimannvirkjunum og olíuauðurinn getur ekki bjargað Dúbaí, því hann er minni þar en víðast hvar í arabaheiminum. Dubai World skuldar 60 milljarða dala og vill fá hálfs árs frest til að gera upp sín mál. Þegar sú beiðni barst voru helstu bankar heims ekki lengi að lækka lánshæfismat annarra stórfyrirtækja í Dúbaí. Lækkun varð í kauphöllum víða um heim. Veruleg hætta þykir á að skuldirnar fáist aldrei greiddar nema kannski að hluta. Sextíu milljarða skuld Dubai World er stór hluti allra skulda Dúbaí erlendis, því þær nema í heild áttatíu milljörðum dala. Tapið myndi lenda á stórum bönkum erlendis. Bresku bankarnir HSBC Holdings og Standard Chartered gætu tapað samtals 788 milljónum dala. Þriðji stærsti banki Japans, sem heitir Sumitomo Mitsui Financial Group, gæti sömuleiðis lent í vandræðum, því hann á einnig hundruð milljónir dala hjá ofurskuldsettum fyrirtækjum í Dúbaí. Byggingafyrirtæki í Japan, Ástralíu og Suður-Kóreu gætu einnig farið illa út úr þessu, því þau hafa verið fengin til að reisa allar nýju byggingarnar í Dúbaí. Verði stórir bankar víða um heim fyrir áfalli vegna hruns í Dúbaí má búast við að þeir þurfi að halda að sér höndum í lánveitingum, sem gæti þýtt nýja lánsfjárkreppu, líka þeirri sem olli hruninu fyrir rúmu ári. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Fréttir af gríðarlegri skuldsetningu og hugsanlega yfirvofandi efnahagshruni í Dúbaí ollu titringi í viðskiptalífi um heim allan. Ótti hefur vaknað um að vandræðin í Dúbaí hafi keðjuverkandi áhrif og endi í nýrri heimskreppu. Dubai World er fyrirtækjasamsteypan sem hefur verið í fararbroddi uppbyggingarinnar í Dúbaí síðustu árin. Sú uppbygging hefur einkennst af bæði gríðarlegum metnaði og gegndarlausu óhófi sem vart á sér neina hliðstæðu. Reistar hafa verið glæsibyggingar, háhýsi og nýir eyjaklasar búnir til við ströndina. Stærsta hús heims er risið þar, og fylgja möguleikar á að hækka það ef aðrir taka upp á að byggja hærra. Öll þessi uppbygging er að stórum hluta framkvæmd fyrir lánsfé, sem reynst hefur erfitt að standa í skilum með. Litlar tekjur eru af nýju glæsimannvirkjunum og olíuauðurinn getur ekki bjargað Dúbaí, því hann er minni þar en víðast hvar í arabaheiminum. Dubai World skuldar 60 milljarða dala og vill fá hálfs árs frest til að gera upp sín mál. Þegar sú beiðni barst voru helstu bankar heims ekki lengi að lækka lánshæfismat annarra stórfyrirtækja í Dúbaí. Lækkun varð í kauphöllum víða um heim. Veruleg hætta þykir á að skuldirnar fáist aldrei greiddar nema kannski að hluta. Sextíu milljarða skuld Dubai World er stór hluti allra skulda Dúbaí erlendis, því þær nema í heild áttatíu milljörðum dala. Tapið myndi lenda á stórum bönkum erlendis. Bresku bankarnir HSBC Holdings og Standard Chartered gætu tapað samtals 788 milljónum dala. Þriðji stærsti banki Japans, sem heitir Sumitomo Mitsui Financial Group, gæti sömuleiðis lent í vandræðum, því hann á einnig hundruð milljónir dala hjá ofurskuldsettum fyrirtækjum í Dúbaí. Byggingafyrirtæki í Japan, Ástralíu og Suður-Kóreu gætu einnig farið illa út úr þessu, því þau hafa verið fengin til að reisa allar nýju byggingarnar í Dúbaí. Verði stórir bankar víða um heim fyrir áfalli vegna hruns í Dúbaí má búast við að þeir þurfi að halda að sér höndum í lánveitingum, sem gæti þýtt nýja lánsfjárkreppu, líka þeirri sem olli hruninu fyrir rúmu ári. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira