Erlent

Mannskætt lestarslys í Rússlandi

Að minnsta kosti 30 manns fórust í lestarslysi í Rússlandi í gærkvöld, 60 eru slasaðir. Yfirvöld þar í landi hafa þegar hafið rannsókn á því hvort hryðjuverk hafi verið framið.

Slysið varð þegar lest sem var á leið frá Moskvu til Pétursborgar fór af sporinu en vitni greina frá því að rétt áður en það gerðist hafi hár hvellur heyrst. Um 660 manns voru í lestinni.

Grunur leikur á að aðskilnaðarsinnar frá Téténíu séu ábyrgir fyrir slysinu. Á sömu leið hefur fjöldi hryðjuverka verið framið frá árinu 1991 sem herskáir Téténar eru taldir ábyrgir fyrir.

AP fréttaveitan greinir frá því að á árunum 2003 til 2007 hafa 83 manneskjur látist á þessari á þessari sömu leið eftir að sprengju hafði verið komið fyrir á teinum eða inn í lestinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×