Erlent

Hellamenn í apabúrinu

Til sýnis Sjálfboðaliðar í gervi hellamanna eyða dögunum í að snyrta hvort annað og stara á gesti dýragarðsins.
Nordicphotos/AFP
Til sýnis Sjálfboðaliðar í gervi hellamanna eyða dögunum í að snyrta hvort annað og stara á gesti dýragarðsins. Nordicphotos/AFP

Gestir í dýragarðinum í Varsjá í Póllandi geta nú barið augum sjálfboðaliða í gervi hellamanna sem tekið hafa yfir gamla apabúrið í garðinum.

Tilgangurinn með þessu sérstaka uppátæki er að minna gesti garðsins á að menn eru aðeins ein af dýrategundunum sem byggja jörðina, að sögn forsvarsmanna dýragarðsins.

Sjálfboðaliðarnir tveir, 18 ára kona og 24 ára karl, klæðast dýraskinnum og eyða dögunum í að snyrta hvort annað, halda lífi í eldinum sem logar í apabúrinu, og stara á móti þegar gestirnir ílengjast við búrið. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×