Innlent

Ísland betur sett utan ESB

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra ítrekaði þá skoðun sína að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan á ráðstefnu um strandveiðar sem haldin var í Frakklandi í vikunni.

Í ávarpi sínu fjallaði Jón um strandveiðar á Íslandi; línuívilnun, byggðakvóta og strandveiðarnar síðastliðið sumar. Sagði hann íslensk stjórnvöld leggja ríka áherslu á sjálfbærni fiskveiða og kynnti nýtt frumvarp sitt um breytingar á fiskveiðilöggjöfinni. Í niðurlagi ávarpsins vék Jón að Evrópumálum og sagði það bjargfasta trú sína að Ísland ætti að standa utan ESB.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×