Innlent

Fjórir stútar teknir í Reykjavík

Mynd/Pjetur
Nóttin virðist víðast hvar hafa verið afar róleg hjá lögreglumönnum. Lögregla þurfti að hafa lítil afskipti af fólki í miðbæ Reykjavíkur en sinnti nokkrum hávaðaútköllum víðsvegar um borgina. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunaraksturs.

Þrjú minniháttar umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en að sögn lögreglu má rekja óhöppin til hálku á þjóðveginum sunnan Borgarness. Þá stöðvuðu lögreglumenn í Borgarnesi einn ökumann í nótt sem grunaður var um að aka undir áhrifum áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×