Innlent

Vinnur með menningararfinn

Þeystareykjum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Þeystareykjum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.

Alls hafa 184 tilkynningar um ný nöfn borist Örnefnanefnd, sem er stjórnsýslunefnd innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins, á síðustu þremur árum. Meirihluti þeirra hefur verið samþykktur en um þriðjungi verið vísað frá eða hafnað.

Nefndin er byggð á gömlum grunni og á rætur sínar að rekja til laga um nýnefni býla og nafnbreytingar frá árinu 1913. Þá þótti lagasetning nauðsynleg þar sem nafnbreytingar á gömlum bæjarheitum voru tíðar. Örnefnanefnd var síðan komið á fót árið 1935.

Hlutverk nefndarinnar er þríþætt. „Aðalstarf nefndarinnar er að taka afstöðu til nýrra bæjarnafna en það er óheimilt að þinglýsa nýjum jörðum eða skikum áður en nefndin hefur lagt blessun sína yfir nafngiftina," segir Þóra Björk Harðardóttir, formaður nefndarinnar, sem heldur erindi um starf nefndarinnar í Háskóla Íslands í dag.

Samkvæmt reglugerð skal nefndin í störfum sínum miða að varðveislu íslensks menningararfs og örnefnavernd og að ný örnefni séu í samræmi við íslenska málfræði og málvenjur.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×