Fleiri fréttir Segir Radcliffe ekki hasshaus Leikarinn Tom Felton, sem leikur Draco Malfoy, andstæðing og skólabróður Harry Potter í samnefndum kvikmyndum, hefur tekið upp hanskann fyrir mótleikara sinn Daniel Radcliffe, sem leikur Harry Potter, og fullyrðir að Radcliffe noti ekki kannabisefni en háværar sögusagnir hafa verið í umferð þar að lútandi. 23.11.2009 07:05 Bílsprengja í Belfast Bílsprengja, sem talið er að hafi vegið um 200 kílógrömm, sprakk fyrir utan lögreglustöðina í Belfast á Norður-Írlandi um kvöldmatarleytið á laugardag. 23.11.2009 07:03 Niðurskurður mestur hérlendis Áhersla kann að aukast á rafræna stjórnsýslu vegna áhrifa frá efnahagskreppunni, segir í nýrri úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. 23.11.2009 07:00 Sjómanni komið undir læknishendur Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti um klukkan sjö í morgun á Reykjavíkurflugvelli með sjómann sem fékk botnlangabólgu um borð í hollensku flutningaskipi sem var á leið yfir Atlantshafið. Skipið sendi í gær út beiðni um aðstoð og varð að ráði að snúa skipinu í átt til Vestmannaeyja. 23.11.2009 06:54 Lýst eftir pilti Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jóni Helga Lindusyni sem fór frá heimili sínu síðastliðinn föstudag klukkan hálfsex síðdegis. Jón Helgi er 16 ára gamall, 176 cm á hæð, grannvaxinn, svarthærður og með brúnleit augu. Hann var síðast klæddur í hvítar gallabuxur, svarta skó, hvíta og fjólubláa úlpu og með hvíta derhúfu. 23.11.2009 06:09 Ný flugstöð byggð í borginni Fulltrúar samgönguyfirvalda hafa viðrað hugmyndir við borgaryfirvöld og lífeyrissjóðina um að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, á svæði Flugfélags Íslands. Fallið verði frá hugmyndum um stóra samgöngumiðstöð. Umferðarmiðstöðin, eða BSÍ, yrði áfram á sínum stað. 23.11.2009 06:00 Náttúruval speglast í mannætum Aflagðir helgisiðir ættbálks á Papúa Nýju-Gíneu tengdir mannáti urðu kveikjan að einhverju greinilegasta dæmi sem þekkt er um hraða þróun mannsins, samkvæmt nýrri uppgötvun vísindamanna. Breska dagblaðið The Times fjallaði fyrir helgi um uppgötvunina. 23.11.2009 06:00 Hafa áhyggjur af börnunum Foreldrar í Reykjavík hafa verulegar áhyggjur af fyrirhuguðum niðurskurði upp á 580 milljónir hjá leikskólum borgarinnar, að sögn Eddu Bjarkar Þórðardóttur sem situr í foreldraráði leikskólans Hamra. 23.11.2009 05:00 Nær enginn öruggur gegn óværunum „Það hefur orðið algjör sprenging í vel gerðum spilliforritum. Óprúttnir aðilar úti í heimi eru farnir að ráða til sín hæfileikaríkt fólk sem getur búið til óværur og spilliforrit sem laumast nær óhindrað inn í tölvur. 23.11.2009 05:00 Fallið frá safnskólahugmynd Menntaráð hefur fallið frá hugmyndum um að koma upp safnskóla á unglingastigi í norðurhluta Grafarvogs. 23.11.2009 04:00 Leyfir honum að njóta vafans Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Hamid Karzai verði að standa við stóru orðin, nú þegar hann hefur annað kjörtímabil sitt í embætti forseta Afganistans. 23.11.2009 04:00 Spreyttu sig á háþrýstisprautu Það hljóp heldur betur á snærið hjá krökkunum í þriðja bekk Ísaksskóla þegar slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins kom með fríðu föruneyti og kynnti þeim eldvarnir. 23.11.2009 04:00 Segir að svíkja eigi Leikfélagssamning „Það stendur til að svíkja samninginn við Borgarleikhúsið,“ segir Dofri Hermannsson, fulltrúi Samfylkingar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur. 23.11.2009 04:00 Ekki rætt að ryðja hindrunum úr vegi Aldrei hefur verið rætt um það innan ríkisstjórnarinnar að öllum hindrunum verði rutt úr vegi fyrir lagningu Suðvesturlínu. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. 23.11.2009 04:00 Almenn bólusetning hefst Um 20 þúsund skammtar af bóluefni gegn svínaflensu komu til landsins um helgina. Verður þeim dreift strax til heilsugæslustöðva. Bólusetning almennings ætti því að geta hafist víðast hvar í vikunni, eins og ráð var fyrir gert, að því er segir í frétt frá heilbrigðisyfirvöldum. 23.11.2009 03:15 Starfsmaður Kaupþings grunaður um stórfelldan fjárdrátt Fyrrverandi starfsmaður gamla Kaupþings er grunaður um stórfelldan fjárdrátt. Konan er talin hafa dregið að sér tugi eða hundruða milljóna króna. Hún var rekin þegar málið komst upp, að því er fréttastofa RÚV greindi frá. 22.11.2009 19:10 Gæslan aðstoðar skipverja á hollensku skipi Hollenskt skip sem er rétt sunnan við Ísland hefur óskað eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni vegna skipverja sem fékk botnlangakast. Að sögn Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur stefnir skipið nú hraðbyr að Vestmannaeyjum og er gert ráð fyrir að þyrla Landhelgisgæslunnar sæki hann í kvöld og fljúgi með hann á sjúkrahús í Reykjavík. 22.11.2009 17:48 Landeyjahöfn skapar ný tækifæri Rangæingar sjá fram á geta teflt fram sameiginlegu fótboltaliði með Vestmannaeyingum og sótt skóla út í Eyjar með tilkomu Landeyjahafnar næsta sumar. Til að skoða betur tækifærin sem gefast með nýju höfninni hafa sveitarfélög á fastalandinu nú sett á stofn samráðsnefnd með Eyjamönnum. 22.11.2009 19:30 Uppboði Sjálfstæðisflokksins frestað Uppboð sem málfundafélagið Óðinn og Sjálfstæðisflokkurinn boðuðu til í Vallhöll á verðmætum munum í eigu flokksins var blásið af í dag vegna lítillar þátttöku. 22.11.2009 19:25 Ögmundur vildi að bankinn héti Búnaðarbankinn „Mikið liði mér betur sem viðskiptavini hjá Búnaðarbankanum en Arion group. Hef grun um að það eigi við um fleiri,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, á vefsíðu sinni. Eins og kunnugt er var tilkynnt á föstudag um að Nýi Kaupþing skyldi heita Arion banki hér eftir. 22.11.2009 17:19 Fleiri hjálparþurfi í Danmörku Það er ekki einungis hér á Íslandi sem óskum eftir aðstoð frá hjálparsamtökum eykst. 22.11.2009 16:48 Fangar skemmtu sér vel yfir Fangavaktinni „Þeir komu hérna allir leikararnir og frumsýndu fyrir okkur fyrstu tvo þættina áður en þetta var sýnt,“ segir Árni Ásbjörnsson, fangi á Litla Hrauni og formaður Afstöðu, félags fanga. 22.11.2009 15:49 Kominn í öndunarvél eftir fall á steypustyrktarjárn Karlmaður á fertugsaldri sem féll ofan í húsgrunn við sumarbústað við Flúðir í nótt með þeim afleiðingum að sjö steypustyrktarjárn stungust inn í hann er kominn á gjörgæsludeild. Þar er honum haldið sofandi í öndunarvél, alvarlega slösuðum. 22.11.2009 14:53 Hafró verður skipt upp vegna breytinga á Stjórnarráðinu Hafrannsóknarstofnun verður skipt upp þegar sameinað atvinnuvegaráðuneyti tekur til starfa og umhverfisráðuneytið verður að umhverfis- og auðlindaráðuneyti. 22.11.2009 13:47 Össur Skarphéðinsson sótti Spánverja heim Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur undanfarna daga verið í vinnuheimsókn á Spáni, þar sem hann fundaði með spænskum ráðamönnum og kynnti sér spænskan sjávarútveg. Spánverjar taka við formennsku í Evrópusambandinu af Svíum nú um áramót. 22.11.2009 12:01 Enn í aðgerð eftir fall á steypustyrktarjárn Maðurinn sem féll ofan í byggingagrunn með þeim afleiðingum að sjö steypustyrktarjárn stungust inn í hann er enn í aðgerð, samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild Landspítalans. Hann er alvarlega slasaður. Maðurinn var í sumarbústað á Flúðum þegar óhappið varð. Það tókst að losa manninn af steypustyrktarjárninu og var hann fluttur með þyrlu á Landspítalann. 22.11.2009 10:39 Öldungadeild tekur heilbrigðisfrumvarp Obama fyrir Byltingarkennt frumvarp Obama um breytingar á bandarísku heilbrigðiskerfi verður tekið til formlegrar umræðu í Öldungadeild bandaríska þingsins eftir að deildin samþykkti slíka umræðu með naumum meirihluta. 22.11.2009 10:10 Sakar ríkisstjórnina um lýðskrum Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra vísar þeim ummælum fjármálaráðherra til föðurhúsanna að bylta þurfi skattkerfinu því það gamla sé reist á flötum tekjuskatti frjálshyggjuhagfræðinnar. 22.11.2009 10:05 Tvö bílslys á Vesturlandsvegi Tvö bílslys urðu á Vesturlandsvegi skammt norðan við Borgarnes vegna mikillar hálku á vegum í gærkvöld og í nótt. Ökumenn bílanna tveggja, jeppa og fólksbíls misstu stjórn á þeim með þeim afleiðingum að þeir fóru útaf veginum. Sá í jeppanum slasaðist minniháttar en hinn slapp ómeiddur. Báðir bílarnir voru óökuhæfir á eftir. 22.11.2009 10:02 Áttatíu munir úr eigu MJ seldir á uppboði Yfir áttatíu munir í eigu poppsöngvarans Michael Jacksons voru seldir á uppboði í New York í gærkvöldi fyrir samtals um 250 milljónir króna. Hæsta verðið fékkst fyrir hvítan hanska sem söngvarinn hafði á vinstri hönd, þegar hann í fyrsta sinn sýndi dansspor í sjónvarpsþætti árið 1983 sem áttu eftir að verða hans helsta einkennistákn. Hanskinn seldist á rúmar 50 milljónir króna og kaupandinn var maður búsettur í Hong Kong. 22.11.2009 09:57 Varað við hálku á vegum Vegagerðin varar við hálku á vegum, einkum á heiðum. Þannig er varað við hálku á Þingvallavegi og í raun á öllum heiðum á norðanverðu landinu, á Vestfjörðum, Norðurlandi og austur á firði. Á láglendi eru hálkublettir á vegum í Borgarfirði og á Mýrum. Snjór þekur vegi í Ísafjarðardjúpi og unnið að mokstri. Þá er jafnframt varað við skafrenningi á Gemlufallsheiði og éljagangi á Öxnadalsheiði, Víkurskarði og í kringum Mývatn. 22.11.2009 09:54 Féll í grunn og fékk sjö steypustyrktarjárn í líkamann Karlmaður á fertugsaldri slasaðist alvarlega á Flúðum þegar að hann féll ofan í grunn á viðbyggingu og lenti á steypustyrktarjárnum. Lögreglan á Selfossi telur að sjö pinnar hafi stungist inn í manninn. 22.11.2009 09:46 Fannst höfuðkúpubrotinn við Hressó Lögreglan fékk tilkynningu um blóðugan mann á Laugavegi um klukkan tvö í nótt. Hann hafði verið gestkomandi í húsi við Laugarveg og lent í átökum við húsráðanda. Húsráðandi veitti honum þá áverka með hnífi. Hann var fluttur á slysadeild en vildi enga aðstoð þiggja þar. Hann og húsráðandinn voru látnir gista fangageymslur. Mennirnir, sem eru báðir af erlendum uppruna, voru báðir mjög ölvaðir. 22.11.2009 09:19 Sjálfsskoðun á brjóstum gagnlítil í baráttu gegn krabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins, Guðrún Agnarsdóttir, furðar sig á að læknaráð bandarískra stjórnvalda vilji leggja af hópleit að brjóstakrabbameini hjá konum undir fimmtugu. Guðrún tekur þó undir með læknaráðinu að sjálfsskoðun kvenna á brjóstum sínum - sem konum hefur í áraraðir verið innrætt að stunda - sé gagnslítil. 21.11.2009 18:30 Lögreglan í Borgarfirði varar við ísingu á vegum Lögreglan í Borgarfirði og Dölum vill minna ökumenn á lúmska og glæra ísingu á vegum í umdæminu en þetta ástand skapast við þessi veðurskilyrði, votviðri búið að vera og svo er nú að snögg kólna. 21.11.2009 17:19 Græða upp Landeyjasand fyrir nýju höfnina Sandfok á Landeyjasandi verður svo öflugt að dæmi eru um að lakk skrapist af bílum á fáum klukkustundum. Landgræðslan vinnur nú í kappi við tímann að græða sandinn upp þannig að óhætt verði að aka þar um þegar nýja Landeyjahöfnin verður opnuð næsta sumar. 21.11.2009 19:05 Kominn af slysadeild eftir eldsvoða „Það er allt í sóti og skít,“ segir Hörður Sigurðsson, íbúi í Miðtúni í Reykjavík, sem var fluttur á slysadeild í gærkvöld eftir að það kviknaði í kjallaraíbúð í húsinu sem hann býr í. Hörður segist leigja herbergi í íbúðinni, en þar leigi einnig tveir aðrir. 21.11.2009 16:49 Gordon Brown lofaði 1 milljón sterlingspunda vegna flóðanna Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, ætlar að verja 1 milljón sterlingspunda, eða 200 milljónum íslenskra króna, til að hjálpa fólki sem á um sárt að binda eftir rigningar á Cumbria svæðinu að undanförnu. Þessari upphæð verður varið til viðbótar við þá upphæð sem þegar hefur verið varið til björgunaraðgerða. 21.11.2009 16:15 Segir ríkisstjórnina vera þá verstu í Íslandssögunni Ríkisstjórnin stefnir í að vera ein versta ríkisstjórn Íslandssögunnar, hún gerir allt öfugt við það sem ætti að gera við þessar aðstæður í íslensku samfélagi. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokksins, á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í morgun. Hann sagði að það vantaði verðmætasköpunina, sem ætti að standa að baki velferðinni, og aldrei væri þörfin meiri en nú. 21.11.2009 15:11 Eldur í litlum báti Eldur kom upp um borð í litlum báti sem Faxi Re var með í togi skammt utan við Sandvík á Reykjanesi rétt eftir klukkan eitt í dag. Einn maður var um borð í bátnum. Óskað var eftir aðstoð frá björgunarbátnum Þorsteini og björgunarskipinu Hannesi Hafstein en svo greiðlega gekk að slökkva eldinn að hjálpin var afturkölluð, samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni Sigurvon. 21.11.2009 14:37 Jóhanna segir sjálfstæðismenn haldna þráhyggju Tillögur Sjálfstæðismanna í skattamálum bera vott um ábyrgðarleysi og skammsýni, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í dag. Hún sagði að vegna mistaka Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við stjórn efnahagsmála í ríkisstjórnartíð þessara flokka geti hún ekki alltaf tekið gagnrýni þessa flokka alvarlega nú. 21.11.2009 14:11 Hundaníð: Óhugnalegt að fólk skuli gera svona „Þetta er svo mikill óhugnaður að það skuli hvarfla að einhverjum að gera svona,“ segir Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands. 21.11.2009 13:51 Óttast að þau verði myrt innan viku Bresku hjónin, sem var rænt af sómölskum sjóræningjum í Indlandshafi í síðasta mánuði, óttast að þau verði myrt innan viku ef bresk stjórnvöld opna ekki á samningaviðræður við ræningja þeirra. 21.11.2009 12:28 Tíkin að jafna sig Tíkin sem fannst urðuð við Vesturvör í Kópavogi í gær er á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum í Víðidal. Komið var með tíkina eftir að hún hafði verið urðuð lifandi, en hún hafði hlaupist á brott frá eigandanum í fyrrakvöld. 21.11.2009 10:52 Skemmtibátur í vandræðum vegna vélarbilunar Landhelgisgæslunni barst neyðarkall frá skipstjóra lítils skemmtibáts um klukkan hálftíu í morgun vegna vélarbilunar í skemmtibátnum. 21.11.2009 10:37 Sjá næstu 50 fréttir
Segir Radcliffe ekki hasshaus Leikarinn Tom Felton, sem leikur Draco Malfoy, andstæðing og skólabróður Harry Potter í samnefndum kvikmyndum, hefur tekið upp hanskann fyrir mótleikara sinn Daniel Radcliffe, sem leikur Harry Potter, og fullyrðir að Radcliffe noti ekki kannabisefni en háværar sögusagnir hafa verið í umferð þar að lútandi. 23.11.2009 07:05
Bílsprengja í Belfast Bílsprengja, sem talið er að hafi vegið um 200 kílógrömm, sprakk fyrir utan lögreglustöðina í Belfast á Norður-Írlandi um kvöldmatarleytið á laugardag. 23.11.2009 07:03
Niðurskurður mestur hérlendis Áhersla kann að aukast á rafræna stjórnsýslu vegna áhrifa frá efnahagskreppunni, segir í nýrri úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. 23.11.2009 07:00
Sjómanni komið undir læknishendur Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti um klukkan sjö í morgun á Reykjavíkurflugvelli með sjómann sem fékk botnlangabólgu um borð í hollensku flutningaskipi sem var á leið yfir Atlantshafið. Skipið sendi í gær út beiðni um aðstoð og varð að ráði að snúa skipinu í átt til Vestmannaeyja. 23.11.2009 06:54
Lýst eftir pilti Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jóni Helga Lindusyni sem fór frá heimili sínu síðastliðinn föstudag klukkan hálfsex síðdegis. Jón Helgi er 16 ára gamall, 176 cm á hæð, grannvaxinn, svarthærður og með brúnleit augu. Hann var síðast klæddur í hvítar gallabuxur, svarta skó, hvíta og fjólubláa úlpu og með hvíta derhúfu. 23.11.2009 06:09
Ný flugstöð byggð í borginni Fulltrúar samgönguyfirvalda hafa viðrað hugmyndir við borgaryfirvöld og lífeyrissjóðina um að byggð verði ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, á svæði Flugfélags Íslands. Fallið verði frá hugmyndum um stóra samgöngumiðstöð. Umferðarmiðstöðin, eða BSÍ, yrði áfram á sínum stað. 23.11.2009 06:00
Náttúruval speglast í mannætum Aflagðir helgisiðir ættbálks á Papúa Nýju-Gíneu tengdir mannáti urðu kveikjan að einhverju greinilegasta dæmi sem þekkt er um hraða þróun mannsins, samkvæmt nýrri uppgötvun vísindamanna. Breska dagblaðið The Times fjallaði fyrir helgi um uppgötvunina. 23.11.2009 06:00
Hafa áhyggjur af börnunum Foreldrar í Reykjavík hafa verulegar áhyggjur af fyrirhuguðum niðurskurði upp á 580 milljónir hjá leikskólum borgarinnar, að sögn Eddu Bjarkar Þórðardóttur sem situr í foreldraráði leikskólans Hamra. 23.11.2009 05:00
Nær enginn öruggur gegn óværunum „Það hefur orðið algjör sprenging í vel gerðum spilliforritum. Óprúttnir aðilar úti í heimi eru farnir að ráða til sín hæfileikaríkt fólk sem getur búið til óværur og spilliforrit sem laumast nær óhindrað inn í tölvur. 23.11.2009 05:00
Fallið frá safnskólahugmynd Menntaráð hefur fallið frá hugmyndum um að koma upp safnskóla á unglingastigi í norðurhluta Grafarvogs. 23.11.2009 04:00
Leyfir honum að njóta vafans Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Hamid Karzai verði að standa við stóru orðin, nú þegar hann hefur annað kjörtímabil sitt í embætti forseta Afganistans. 23.11.2009 04:00
Spreyttu sig á háþrýstisprautu Það hljóp heldur betur á snærið hjá krökkunum í þriðja bekk Ísaksskóla þegar slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins kom með fríðu föruneyti og kynnti þeim eldvarnir. 23.11.2009 04:00
Segir að svíkja eigi Leikfélagssamning „Það stendur til að svíkja samninginn við Borgarleikhúsið,“ segir Dofri Hermannsson, fulltrúi Samfylkingar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur. 23.11.2009 04:00
Ekki rætt að ryðja hindrunum úr vegi Aldrei hefur verið rætt um það innan ríkisstjórnarinnar að öllum hindrunum verði rutt úr vegi fyrir lagningu Suðvesturlínu. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. 23.11.2009 04:00
Almenn bólusetning hefst Um 20 þúsund skammtar af bóluefni gegn svínaflensu komu til landsins um helgina. Verður þeim dreift strax til heilsugæslustöðva. Bólusetning almennings ætti því að geta hafist víðast hvar í vikunni, eins og ráð var fyrir gert, að því er segir í frétt frá heilbrigðisyfirvöldum. 23.11.2009 03:15
Starfsmaður Kaupþings grunaður um stórfelldan fjárdrátt Fyrrverandi starfsmaður gamla Kaupþings er grunaður um stórfelldan fjárdrátt. Konan er talin hafa dregið að sér tugi eða hundruða milljóna króna. Hún var rekin þegar málið komst upp, að því er fréttastofa RÚV greindi frá. 22.11.2009 19:10
Gæslan aðstoðar skipverja á hollensku skipi Hollenskt skip sem er rétt sunnan við Ísland hefur óskað eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni vegna skipverja sem fékk botnlangakast. Að sögn Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur stefnir skipið nú hraðbyr að Vestmannaeyjum og er gert ráð fyrir að þyrla Landhelgisgæslunnar sæki hann í kvöld og fljúgi með hann á sjúkrahús í Reykjavík. 22.11.2009 17:48
Landeyjahöfn skapar ný tækifæri Rangæingar sjá fram á geta teflt fram sameiginlegu fótboltaliði með Vestmannaeyingum og sótt skóla út í Eyjar með tilkomu Landeyjahafnar næsta sumar. Til að skoða betur tækifærin sem gefast með nýju höfninni hafa sveitarfélög á fastalandinu nú sett á stofn samráðsnefnd með Eyjamönnum. 22.11.2009 19:30
Uppboði Sjálfstæðisflokksins frestað Uppboð sem málfundafélagið Óðinn og Sjálfstæðisflokkurinn boðuðu til í Vallhöll á verðmætum munum í eigu flokksins var blásið af í dag vegna lítillar þátttöku. 22.11.2009 19:25
Ögmundur vildi að bankinn héti Búnaðarbankinn „Mikið liði mér betur sem viðskiptavini hjá Búnaðarbankanum en Arion group. Hef grun um að það eigi við um fleiri,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, á vefsíðu sinni. Eins og kunnugt er var tilkynnt á föstudag um að Nýi Kaupþing skyldi heita Arion banki hér eftir. 22.11.2009 17:19
Fleiri hjálparþurfi í Danmörku Það er ekki einungis hér á Íslandi sem óskum eftir aðstoð frá hjálparsamtökum eykst. 22.11.2009 16:48
Fangar skemmtu sér vel yfir Fangavaktinni „Þeir komu hérna allir leikararnir og frumsýndu fyrir okkur fyrstu tvo þættina áður en þetta var sýnt,“ segir Árni Ásbjörnsson, fangi á Litla Hrauni og formaður Afstöðu, félags fanga. 22.11.2009 15:49
Kominn í öndunarvél eftir fall á steypustyrktarjárn Karlmaður á fertugsaldri sem féll ofan í húsgrunn við sumarbústað við Flúðir í nótt með þeim afleiðingum að sjö steypustyrktarjárn stungust inn í hann er kominn á gjörgæsludeild. Þar er honum haldið sofandi í öndunarvél, alvarlega slösuðum. 22.11.2009 14:53
Hafró verður skipt upp vegna breytinga á Stjórnarráðinu Hafrannsóknarstofnun verður skipt upp þegar sameinað atvinnuvegaráðuneyti tekur til starfa og umhverfisráðuneytið verður að umhverfis- og auðlindaráðuneyti. 22.11.2009 13:47
Össur Skarphéðinsson sótti Spánverja heim Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur undanfarna daga verið í vinnuheimsókn á Spáni, þar sem hann fundaði með spænskum ráðamönnum og kynnti sér spænskan sjávarútveg. Spánverjar taka við formennsku í Evrópusambandinu af Svíum nú um áramót. 22.11.2009 12:01
Enn í aðgerð eftir fall á steypustyrktarjárn Maðurinn sem féll ofan í byggingagrunn með þeim afleiðingum að sjö steypustyrktarjárn stungust inn í hann er enn í aðgerð, samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild Landspítalans. Hann er alvarlega slasaður. Maðurinn var í sumarbústað á Flúðum þegar óhappið varð. Það tókst að losa manninn af steypustyrktarjárninu og var hann fluttur með þyrlu á Landspítalann. 22.11.2009 10:39
Öldungadeild tekur heilbrigðisfrumvarp Obama fyrir Byltingarkennt frumvarp Obama um breytingar á bandarísku heilbrigðiskerfi verður tekið til formlegrar umræðu í Öldungadeild bandaríska þingsins eftir að deildin samþykkti slíka umræðu með naumum meirihluta. 22.11.2009 10:10
Sakar ríkisstjórnina um lýðskrum Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra vísar þeim ummælum fjármálaráðherra til föðurhúsanna að bylta þurfi skattkerfinu því það gamla sé reist á flötum tekjuskatti frjálshyggjuhagfræðinnar. 22.11.2009 10:05
Tvö bílslys á Vesturlandsvegi Tvö bílslys urðu á Vesturlandsvegi skammt norðan við Borgarnes vegna mikillar hálku á vegum í gærkvöld og í nótt. Ökumenn bílanna tveggja, jeppa og fólksbíls misstu stjórn á þeim með þeim afleiðingum að þeir fóru útaf veginum. Sá í jeppanum slasaðist minniháttar en hinn slapp ómeiddur. Báðir bílarnir voru óökuhæfir á eftir. 22.11.2009 10:02
Áttatíu munir úr eigu MJ seldir á uppboði Yfir áttatíu munir í eigu poppsöngvarans Michael Jacksons voru seldir á uppboði í New York í gærkvöldi fyrir samtals um 250 milljónir króna. Hæsta verðið fékkst fyrir hvítan hanska sem söngvarinn hafði á vinstri hönd, þegar hann í fyrsta sinn sýndi dansspor í sjónvarpsþætti árið 1983 sem áttu eftir að verða hans helsta einkennistákn. Hanskinn seldist á rúmar 50 milljónir króna og kaupandinn var maður búsettur í Hong Kong. 22.11.2009 09:57
Varað við hálku á vegum Vegagerðin varar við hálku á vegum, einkum á heiðum. Þannig er varað við hálku á Þingvallavegi og í raun á öllum heiðum á norðanverðu landinu, á Vestfjörðum, Norðurlandi og austur á firði. Á láglendi eru hálkublettir á vegum í Borgarfirði og á Mýrum. Snjór þekur vegi í Ísafjarðardjúpi og unnið að mokstri. Þá er jafnframt varað við skafrenningi á Gemlufallsheiði og éljagangi á Öxnadalsheiði, Víkurskarði og í kringum Mývatn. 22.11.2009 09:54
Féll í grunn og fékk sjö steypustyrktarjárn í líkamann Karlmaður á fertugsaldri slasaðist alvarlega á Flúðum þegar að hann féll ofan í grunn á viðbyggingu og lenti á steypustyrktarjárnum. Lögreglan á Selfossi telur að sjö pinnar hafi stungist inn í manninn. 22.11.2009 09:46
Fannst höfuðkúpubrotinn við Hressó Lögreglan fékk tilkynningu um blóðugan mann á Laugavegi um klukkan tvö í nótt. Hann hafði verið gestkomandi í húsi við Laugarveg og lent í átökum við húsráðanda. Húsráðandi veitti honum þá áverka með hnífi. Hann var fluttur á slysadeild en vildi enga aðstoð þiggja þar. Hann og húsráðandinn voru látnir gista fangageymslur. Mennirnir, sem eru báðir af erlendum uppruna, voru báðir mjög ölvaðir. 22.11.2009 09:19
Sjálfsskoðun á brjóstum gagnlítil í baráttu gegn krabbameini Forstjóri Krabbameinsfélagsins, Guðrún Agnarsdóttir, furðar sig á að læknaráð bandarískra stjórnvalda vilji leggja af hópleit að brjóstakrabbameini hjá konum undir fimmtugu. Guðrún tekur þó undir með læknaráðinu að sjálfsskoðun kvenna á brjóstum sínum - sem konum hefur í áraraðir verið innrætt að stunda - sé gagnslítil. 21.11.2009 18:30
Lögreglan í Borgarfirði varar við ísingu á vegum Lögreglan í Borgarfirði og Dölum vill minna ökumenn á lúmska og glæra ísingu á vegum í umdæminu en þetta ástand skapast við þessi veðurskilyrði, votviðri búið að vera og svo er nú að snögg kólna. 21.11.2009 17:19
Græða upp Landeyjasand fyrir nýju höfnina Sandfok á Landeyjasandi verður svo öflugt að dæmi eru um að lakk skrapist af bílum á fáum klukkustundum. Landgræðslan vinnur nú í kappi við tímann að græða sandinn upp þannig að óhætt verði að aka þar um þegar nýja Landeyjahöfnin verður opnuð næsta sumar. 21.11.2009 19:05
Kominn af slysadeild eftir eldsvoða „Það er allt í sóti og skít,“ segir Hörður Sigurðsson, íbúi í Miðtúni í Reykjavík, sem var fluttur á slysadeild í gærkvöld eftir að það kviknaði í kjallaraíbúð í húsinu sem hann býr í. Hörður segist leigja herbergi í íbúðinni, en þar leigi einnig tveir aðrir. 21.11.2009 16:49
Gordon Brown lofaði 1 milljón sterlingspunda vegna flóðanna Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, ætlar að verja 1 milljón sterlingspunda, eða 200 milljónum íslenskra króna, til að hjálpa fólki sem á um sárt að binda eftir rigningar á Cumbria svæðinu að undanförnu. Þessari upphæð verður varið til viðbótar við þá upphæð sem þegar hefur verið varið til björgunaraðgerða. 21.11.2009 16:15
Segir ríkisstjórnina vera þá verstu í Íslandssögunni Ríkisstjórnin stefnir í að vera ein versta ríkisstjórn Íslandssögunnar, hún gerir allt öfugt við það sem ætti að gera við þessar aðstæður í íslensku samfélagi. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokksins, á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í morgun. Hann sagði að það vantaði verðmætasköpunina, sem ætti að standa að baki velferðinni, og aldrei væri þörfin meiri en nú. 21.11.2009 15:11
Eldur í litlum báti Eldur kom upp um borð í litlum báti sem Faxi Re var með í togi skammt utan við Sandvík á Reykjanesi rétt eftir klukkan eitt í dag. Einn maður var um borð í bátnum. Óskað var eftir aðstoð frá björgunarbátnum Þorsteini og björgunarskipinu Hannesi Hafstein en svo greiðlega gekk að slökkva eldinn að hjálpin var afturkölluð, samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni Sigurvon. 21.11.2009 14:37
Jóhanna segir sjálfstæðismenn haldna þráhyggju Tillögur Sjálfstæðismanna í skattamálum bera vott um ábyrgðarleysi og skammsýni, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í dag. Hún sagði að vegna mistaka Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við stjórn efnahagsmála í ríkisstjórnartíð þessara flokka geti hún ekki alltaf tekið gagnrýni þessa flokka alvarlega nú. 21.11.2009 14:11
Hundaníð: Óhugnalegt að fólk skuli gera svona „Þetta er svo mikill óhugnaður að það skuli hvarfla að einhverjum að gera svona,“ segir Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands. 21.11.2009 13:51
Óttast að þau verði myrt innan viku Bresku hjónin, sem var rænt af sómölskum sjóræningjum í Indlandshafi í síðasta mánuði, óttast að þau verði myrt innan viku ef bresk stjórnvöld opna ekki á samningaviðræður við ræningja þeirra. 21.11.2009 12:28
Tíkin að jafna sig Tíkin sem fannst urðuð við Vesturvör í Kópavogi í gær er á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum í Víðidal. Komið var með tíkina eftir að hún hafði verið urðuð lifandi, en hún hafði hlaupist á brott frá eigandanum í fyrrakvöld. 21.11.2009 10:52
Skemmtibátur í vandræðum vegna vélarbilunar Landhelgisgæslunni barst neyðarkall frá skipstjóra lítils skemmtibáts um klukkan hálftíu í morgun vegna vélarbilunar í skemmtibátnum. 21.11.2009 10:37