Ekki rætt að ryðja hindrunum úr vegi 23. nóvember 2009 04:00 Svandís Svavarsdóttir. MYND/GVA Aldrei hefur verið rætt um það innan ríkisstjórnarinnar að öllum hindrunum verði rutt úr vegi fyrir lagningu Suðvesturlínu. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Svandís segist ekki vita hvað Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra eigi við þegar hún segist „sannfærð um að öllum hindrunum í vegi Suðvesturlínu, sem er forsenda fyrir þróun orkuháðs iðnaðar á þessu svæði, verði rutt úr vegi þannig að framkvæmdir við hana geti hafist á næsta sumri." Jóhanna mælti svo á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ á laugardaginn. Svandís segir að Skipulagsstofnun sé búin að klára málið og að kærufresti eigi að ljúka í fyrstu viku desember. „Þá hef ég tvo mánuði til að úrskurða, ef kæra berst," segir Svandís. „Þannig horfir þetta við mér þannig að ég veit ekki, hún þarf að skýra þetta betur sjálf." Spurð hvort hún hyggist flýta málinu eða nýta tvo mánuðina, segir hún að það velti á eðli þeirra kæra sem kunna að berast. Enn hefur engin kæra borist og Svandís segir að ef það gerist ekki teljist málið fullafgreitt frá Skipulagsstofnun. Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður VG, undraðist ummæli forsætisráðherra í fréttum RÚV í gær og sagði að stundum væri gott að segja minna en meira. Spurð hvort hún taki undir þau orð Árna, að ummæli Jóhönnu séu óheppileg, segir umhverfisráðherra: „Það er ósköp lítið um málið að segja núna, meðan það er í þessu ferli. Mér finnst ekki tímabært að vera að tjá mig um það eitthvað efnislega. Það er forsætisráðherra að skýra það hvað liggur þarna að baki." klemens@frettabladid.is Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
Aldrei hefur verið rætt um það innan ríkisstjórnarinnar að öllum hindrunum verði rutt úr vegi fyrir lagningu Suðvesturlínu. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Svandís segist ekki vita hvað Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra eigi við þegar hún segist „sannfærð um að öllum hindrunum í vegi Suðvesturlínu, sem er forsenda fyrir þróun orkuháðs iðnaðar á þessu svæði, verði rutt úr vegi þannig að framkvæmdir við hana geti hafist á næsta sumri." Jóhanna mælti svo á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ á laugardaginn. Svandís segir að Skipulagsstofnun sé búin að klára málið og að kærufresti eigi að ljúka í fyrstu viku desember. „Þá hef ég tvo mánuði til að úrskurða, ef kæra berst," segir Svandís. „Þannig horfir þetta við mér þannig að ég veit ekki, hún þarf að skýra þetta betur sjálf." Spurð hvort hún hyggist flýta málinu eða nýta tvo mánuðina, segir hún að það velti á eðli þeirra kæra sem kunna að berast. Enn hefur engin kæra borist og Svandís segir að ef það gerist ekki teljist málið fullafgreitt frá Skipulagsstofnun. Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður VG, undraðist ummæli forsætisráðherra í fréttum RÚV í gær og sagði að stundum væri gott að segja minna en meira. Spurð hvort hún taki undir þau orð Árna, að ummæli Jóhönnu séu óheppileg, segir umhverfisráðherra: „Það er ósköp lítið um málið að segja núna, meðan það er í þessu ferli. Mér finnst ekki tímabært að vera að tjá mig um það eitthvað efnislega. Það er forsætisráðherra að skýra það hvað liggur þarna að baki." klemens@frettabladid.is
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira