Fleiri fréttir Höskuldur: Fórum ekki fýluferð til Noregs Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sig og formann flokksins ekki hafa farið í fýluferð til Noregs til að liðka um fyrir risaláni til Íslands. Þvert á móti hafi þeir greint mikinn vilja meðal norskra þingmanna. Höskuldur segir að hafi Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, beðið forsætisráðherra Noregs um að segja ekki stæði til að veita Íslendingum slíkt lán sé um skemmdarverk að ræða. 10.10.2009 10:43 Átta hermenn látnir Átta pakistanskir hermenn eru látnir eftir árás sem gerð var á höfuðstöðvar þeirra í Rawalpindi í morgun. Fjórir árásarmannanna voru skotnir til bana í átökum sem brutust út. Tveggja árásarmanna er hins vegar leitað. 10.10.2009 10:14 Á þriðja hundrað látnir eftir aurskriður Að minnsta kosti 260 eru látnir eftir aurskriður og flóð sem fellibylurinn Parma hefur valdið á Filippseyjum undanfarna daga. Parma fór yfir Filippseyjar aðeins tveimur vikum eftir að fellibylurinn Ketsana fór þar um og olli flóðum, gífurlegri eyðileggingu og manntjóni. Talið er að 600, að minnsta kosti, hafi látist á Filippseyjum af völdum þessara tveggja fellibylja. 10.10.2009 10:07 Víða hálka Á Vestfjörðum eru hálkublettir á Arnkötludal, Hálsunum og á Steingrímsfjarðarheiði þar sem einnig er óveður. Á Gemlufallsheiði er einnig óveður ásamt snjóþekju. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og á Klettsháls. Hálka er á Kleifaheiði og hálkublettir á Hálfdán. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 10.10.2009 09:35 Stútar stöðvaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sex ökumenn í nótt sem grunaðir voru um að aka undir áhrifum áfengis. Að sögn varðstjóra var nóttin að öðru leyti með rólegra móti. 10.10.2009 09:27 Hnífsstunga í Sjallanum Karlmaður á tvítugsaldri var stunginn með hnífi í kviðinn í Sjallinn á Akureyri á tíunda tímanum í gærkvöld. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og er líðan hans eftir atvikum góð. Hann hefur nú verið útskrifaður. Maðurinn var starfsmaður skemmistaðnum. 10.10.2009 09:06 Húsleit hjá fíkniefnasala á Akureyri Lögreglan á Akureyri hafði í gærkvöldi afskipti af manni á þrítugsaldri þar sem grunsemdir höfðu vaknað um að hann seldi fíkniefni. Við leit á manninum fundust tæp 10 grömm af kannabisefnum, sem pakkað hafði verið niður í sölueiningar. 10.10.2009 08:50 Louvre skilar verðmætum Frakkar létu í gær undan kröfum Egypta um að ómetanlegum menningarminjum á Louvre-safninu í París yrði skilað aftur til Egyptalands. Egyptar, með fornleifafræðinginn Zahi Hawas í fararbroddi, hættu í vikunni samstarfi við Louvre-safnið til þess að þrýsta á kröfu sína. Samstarfsslitin hefðu orðið til þess að fornleifauppgröftur á vegum Louvre í Egyptalandi væri í uppnámi. 10.10.2009 06:00 Lostafullt athæfi og vefupptökur af 12 ára stúlkubarni Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem þá var tólf ára. 10.10.2009 06:00 Ráðherra segir OR ekki bera meiri lán Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir fráleitt að láta sem úrskurður hennar um Suðvesturlínu standi álveri í Helguvík fyrir þrifum. Mun stærri ljón séu í veginum fyrir álversframkvæmdum en sá úrskurður sem þýði fárra vikna töf á línunni. Til að mynda sé spurningum ósvarað um orkuöflun. 10.10.2009 06:00 Kona í dásvefni eignast barn Fertug kona í Þýskalandi hefur fætt heilbrigt barn þrátt fyrir að hafa verið í dásvefni síðustu 22 vikur meðgöngunnar. Starfsfólk á háskólasjúkrahúsinu í Erlangen sagði aðstandendur konunnar hafa óskað eftir því að barnið yrði látið fæðast þrátt fyrir erfitt ástand móðurinnar, sem fékk hjartaáfall og hefur verið í dái síðan. 10.10.2009 05:30 Fyrstu myndirnar sýndu lítið Bandarískt geimfar brotlenti á suðurpól tunglsins í gær. Harkaleg lendingin var vel skipulögð og taldist vel heppnuð. Um borð í geimfarinu eru mælitæki sem ætlað er að finna ummerki vatns á tunglinu. 10.10.2009 04:30 Svört spá um áhrif tafa á áætlun AGS Töf á endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) mun draga úr tiltrú á efnahagsstefnu stjórnvalda heima og erlendis, seinka afnámi gjaldeyrishafta, auka líkur á lægra gengi en hærri verðbólgu, draga úr svigrúmi til vaxtalækkunar og auka líkur á vaxtahækkun. Lánshæfismat ríkissjóðs mun lækka í flokki ótryggra fjárfestinga, sem mun hafa slæm áhrif á endurfjármögnun skuldbindinga innlendra aðila. 10.10.2009 03:30 Genapróf verði fyrir alla Innan fárra ára munu genapróf kosta milli eitt og tíu prósent af því sem þau kosta í dag, enda verða verkfærin sífellt ódýrari, sem þarf til að gera þau. Svo segir Kári Stefánsson, stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég er sannfærður um að nær allir Vesturlandabúar muni fara í slík próf innan nokkurra ára,“ sagði hann í gær á alþjóðlegri líftækniráðstefnu IJP-samtakanna í Heidelberg í Þýskalandi. 10.10.2009 03:00 Sprotafrumvarp loksins fyrir Alþingi Fjármálaráðherra kynnti í gær stjórnarfrumvarp fyrir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. Gangi það í gegn geta fyrirtækin fengið fimmtung rannsókna- og þróunarkostnaðar endurgreiddan og fjárfestar fengið ívilnanir vegna kaupa á hlutafé. 10.10.2009 02:30 Fréttablaðið verður fáanlegt um allt land Stefnt er að því að Fréttablaðið verði aðgengilegt um land allt eftir breytingar á dreifingu þess í lok mánaðarins. Blaðinu hefur ekki verið dreift svo víða áður. 10.10.2009 02:00 Ríkið leggur fram 1,1 milljarð Ríkið ætlar að taka þátt í 23 milljóna evra hlutafjáraukningu í Eignarhaldsfélaginu Farice ehf. og leggja fram 6,25 milljónir evra, jafngildi 1,1 milljarðs króna. Heimildar er aflað í frumvarpi til fjáraukalaga. 10.10.2009 01:30 Aðild að ESB gæti orðið hröð Aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) gæti gengið tiltölulega hratt fyrir sig. 10.10.2009 01:00 Úthlutun friðarverðlauna vekur furðu Ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkjaforseta friðarverðlaunin í ár vakti furðu víðs vegar um heim. Sjálfur sagðist Obama undrandi og finna til auðmýktar, en hann myndi líta á verðlaunin sem hvatningu til dáða. 10.10.2009 00:30 Lögmaður Færeyja til Íslands - hittir forsetann og skoðar útgerð Kaj Leo Holm Johannesen, lögmaður Færeyja, kemur í opinbera heimsókn til Íslands dagana 12. – 14. október næstkomandi. 9.10.2009 18:07 Vilhjálmur telur að skattlagning muni fæla frá erlenda fjárfesta Áhrif skattlagningar á orkufrekan iðnað verða fyrst og fremst þau að fæla fjárfesta frá og byggja starfsemina upp annars staðar, sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á umhverfisþingi í morgun. Hann sagði að umhverfisáhrifin af skattinum væru því engin. 9.10.2009 13:03 Vegagerðir: Færð á vegum Þverárhlíðarvegur 522 er lokaður við bæinn Norðtungu vegna raflínu sem liggur á veginum.Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ekki gert ráð fyrir að hægt verði að opna veginn aftur fyrr en á morgun. 9.10.2009 18:13 Hátt í 80 útköll í dag - engin stórtjón Lögregla og björgunarsveitir hafa þurft að sinna hátt í 80 útköllum í dag vegna óveðursins. Það er óheyrilega mikið eins og varðstjóri lögreglunnar orðaði það. 9.10.2009 17:33 Viðhöfn í Viðey frestað Búið er að fresta auglýstri dagskrá í Viðey vegna tendrun Friðarsúlunnar í kvöld samkvæmt tilkynningu. Þess í stað er stefnt á að halda viðhöfnin á morgun, 10. október. 9.10.2009 17:24 Gömul refabú fjúka yfir Grundarhverfi Skæðardrífa af þakjárni gekk yfir Brautarholt á Kjalarnesi, Grundarhverfi, fyrir skömmu og kom hún frá gömlu refahúsunum í Hjassa sem er utarlega á Kjalarnesi. Björgunarsveitamenn reyna nú að hemja fokið. Auk þeirra eru tvær dráttarvélar á leið á staðinn til aðstoðar. 9.10.2009 16:15 Komin af gjörgæslu Konan sem varð fyrir alvarlegri árás í Hörðalandi í Reykjavík í vikunni hefur verið útskrifuð af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni. 9.10.2009 15:52 Ástandið að batna í Zimbabwe Morgan Tswangirai forsætisráðherra Zimbabwes segir að ástandið í mannréttindamálum hafi skánað mikið síðan flokkur hans myndaði þjóðstjórn með Robert Mugabe forseta. 9.10.2009 15:50 Háspennulína laskaðist í Borgarfirði 132 kílóvolta háspennulína sem liggur um byggðir Borgarfjarðar er löskuð á móts við bæinn Norðtungu í Þverárhlíð í Borgarfirði. Leiðarar línunnar liggja yfir veg nr. T522 en vegurinn er lokaður. Aftakaveður er á staðnum. Enginn straumur er á línunni og er viðgerðarflokkur frá Landsneti á leið á staðinn að því er segir í tilkynningu. 9.10.2009 15:39 Undrun yfir friðarverðlaunum Obamas Áttatíu og tveggja ára gömul Bandarísk kona sagði þegar hún heyrði að Barack Obama hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels; -Það er dásamlegt. Ég vildi bara að ég vissi af hverju. 9.10.2009 15:33 Dæmdir fyrir kannabisræktun Þrír menn voru dæmdir fyrir fíkniefnalagabrot í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Tveir mannanna voru með kannabisplöntur í fórum sínum og hjá einum fannst haglabyssa undir rúmi. Tveir mannanna hlutu skilorðsbundinn dóm en sá þriðji var dæmdur í sekt. 9.10.2009 15:17 Fráleitt að ráðherra hafi afþakkað milljarða Fullyrðingar um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afþakki 15 milljarða króna loftslagskvóta eru fráleitar og algerlega úr lausu lofti gripnar að sögn umverfisráðuneytisins. Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hélt því fram á Alþingi á dögunum að með því að óska ekki eftir undanþágu frá Kyoto bókuninni svokölluðu hafi Svandís afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar einum fimmtán milljörðum króna. 9.10.2009 15:11 Engin undanþága í boði fyrir Ísland Frá og með árinu 2013 mun losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu falla undir tilskipun ESB um viðskipti með gróðurhúsalofttegundir. Sérstök undanþága fyrir Ísland verður því ekki í boði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. 9.10.2009 14:43 Taylor orðin góðhjörtuð á nýjan leik Leikkonan Elísabet Taylor sagði frá því á Twitter síðu sinni í dag að hjartaaðgerð sem hún gekkst undir í vikunni hafi heppnast fullkomlega. 9.10.2009 13:42 Vitlaust veður víða Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í 30 útköll það sem af er degi og fjölgar þeim ört. Útköllin eru víða um höfuðborgarsvæðið og á Kjalarnesi þar sem meðal annars. þak er að fjúka af kjúklingabúinu Móum. Fjölmennt lið var sent á staðinn en í ljós hefur komið að það dugar ekki til. Verið er að kalla út stórvirkar vinnuvélar til að fergja þakið. 9.10.2009 13:12 Óljóst með fasteignalánin hjá Kaupþingi Fólk með erlend fasteignalán hjá Landsbankanum getur fengið lækkun á höfuðstól við skuldbreytingu í óverðtryggð krónulán, líkt og hjá Íslandsbanka. Enn er óljóst hvort Kaupþing býður viðskiptavinum sínum upp á að leiðréttingu fasteignalána. 9.10.2009 13:01 Vilja ekki olíuskip á hafíssvæðum Landhelgisgæslan hefur óskað eftir því að olíuskip sem sigla frá Rússlandi til Bandaríkjanna, sigli ekki milli Íslands og Grænlands, vegna hafíss. Drekkhlaðið olíuskip fór vestur fyrir landið í vitlausu veðri á dögunum, en lét ekki vita um ferðir sínar. 9.10.2009 12:54 Malarnáma formanns VG notuð við virkjanaframkvæmdir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er einn af eigendum jarðarinnar Miðhúsa í Gnúpverjahreppi. Þar fyrirhugar Vegagerðin námu í tengslum við virkjanaframkvæmdir í neðri Þjórsá. Vegagerðinni er heimilt að taka 12 þúsund rúmmetra í Miðhúsum en það telst lítil náma. Þar af leiðandi er framkvæmdin óháð umhverfismati. 9.10.2009 12:52 Tóm steypa að Obama fái Nóbelinn Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, er ekki hrifinn af þeirri ákvörðun að sæma Barack Obama friðarverðlaunum Nóbels en það var gert heyrinkunnugt í morgun. „Þetta er bara tóm steypa," segir Stefán. 9.10.2009 11:59 Vilja fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 61 Allir þingmenn Hreyfingarinnar og Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins hafa sameiginlega lagt fram frumvarp sem kveður á um að sveitastjórnarfulltrúum verði fjölgað umtalsvert. Verði frumvarpið að lögum mun borgarfulltrúum í Reykjavík fjölga úr 15 í 61. 9.10.2009 11:59 Vara við SMS-lánum á Íslandi Kredia, sem skilgreinir sig sem fyrirtæki á sviði smálána, sms-lána og örlána, hefur nýlega byrjað að bjóða upp á svokölluð smálán. Framkvæmdin virðist einföld, allt sem þarf er að skrá sig á netinu og senda svo sms þegar mann vantar pening. Neytendasamtökin vara fólk eindregið við töku þessara lána og hvetja yfirvöld jafnframt til aðgerað er sporni við slíkum lánveitingum. Lánin geta verið að upphæð 10.000, 20.000, 30.000 eða 40.000 kr. og þau þarf að greiða upp innan fimmtán daga. 9.10.2009 11:24 Grill fauk á rúðu Níu beiðnir um aðstoð hafa borist björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Sex hópar björgunarsveitamanna frá Ársæli í Reykjavík og Kili á Kjalarnesi sinna þeim. 9.10.2009 11:22 McCann hjónin snúa aftur til Portúgals Eftir miklar vangaveltur hefur Gerry McCann nú upplýst að hann muni snúa til Praia da Luz ásamt Kate eiginkonu sinni á þessu ári. Foreldrar hinnar horfnu Madeleine McCann dvelja nú á Spáni en Kate hefur ekki komið til staðarins þar sem dóttir þeirra hvarf í meira en tvö ár. Það hefur Gerry hinsvegar gert. 9.10.2009 10:53 Mælir með því að foreldrar sæki börnin í skólann Veðurhæðin er við það að ná hámarki og það verður býsna hvasst á sunnan- og vestanverðu landinu fram til þrjú eða fjögur, segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Hann mælir með því að foreldrar sæki börn sín í skólann í dag, einkum ef um er að ræða ung börn. 9.10.2009 10:45 Rútuferðum frestað Öllum áætlunarferðum Bíla og fólks - TREX, frá Reykjavík, Akureyri og Snæfellsnesi var frestað í morgun. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að athugað verði í hádeginu hvort unnt verði að leggja af stað klukkan 13:00. 9.10.2009 10:40 Segir Svandísi afþakka 15 milljarða Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýsti því yfir í morgun að hún ætlaði ekki að sækja um undanþágur frá Kyoto-bókuninni fyrir mengandi stóriðju. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þar með hafi umhverfisráðherra afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar fimmtán milljarða króna verðmætum. 9.10.2009 10:33 Sjá næstu 50 fréttir
Höskuldur: Fórum ekki fýluferð til Noregs Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sig og formann flokksins ekki hafa farið í fýluferð til Noregs til að liðka um fyrir risaláni til Íslands. Þvert á móti hafi þeir greint mikinn vilja meðal norskra þingmanna. Höskuldur segir að hafi Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, beðið forsætisráðherra Noregs um að segja ekki stæði til að veita Íslendingum slíkt lán sé um skemmdarverk að ræða. 10.10.2009 10:43
Átta hermenn látnir Átta pakistanskir hermenn eru látnir eftir árás sem gerð var á höfuðstöðvar þeirra í Rawalpindi í morgun. Fjórir árásarmannanna voru skotnir til bana í átökum sem brutust út. Tveggja árásarmanna er hins vegar leitað. 10.10.2009 10:14
Á þriðja hundrað látnir eftir aurskriður Að minnsta kosti 260 eru látnir eftir aurskriður og flóð sem fellibylurinn Parma hefur valdið á Filippseyjum undanfarna daga. Parma fór yfir Filippseyjar aðeins tveimur vikum eftir að fellibylurinn Ketsana fór þar um og olli flóðum, gífurlegri eyðileggingu og manntjóni. Talið er að 600, að minnsta kosti, hafi látist á Filippseyjum af völdum þessara tveggja fellibylja. 10.10.2009 10:07
Víða hálka Á Vestfjörðum eru hálkublettir á Arnkötludal, Hálsunum og á Steingrímsfjarðarheiði þar sem einnig er óveður. Á Gemlufallsheiði er einnig óveður ásamt snjóþekju. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og á Klettsháls. Hálka er á Kleifaheiði og hálkublettir á Hálfdán. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 10.10.2009 09:35
Stútar stöðvaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sex ökumenn í nótt sem grunaðir voru um að aka undir áhrifum áfengis. Að sögn varðstjóra var nóttin að öðru leyti með rólegra móti. 10.10.2009 09:27
Hnífsstunga í Sjallanum Karlmaður á tvítugsaldri var stunginn með hnífi í kviðinn í Sjallinn á Akureyri á tíunda tímanum í gærkvöld. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og er líðan hans eftir atvikum góð. Hann hefur nú verið útskrifaður. Maðurinn var starfsmaður skemmistaðnum. 10.10.2009 09:06
Húsleit hjá fíkniefnasala á Akureyri Lögreglan á Akureyri hafði í gærkvöldi afskipti af manni á þrítugsaldri þar sem grunsemdir höfðu vaknað um að hann seldi fíkniefni. Við leit á manninum fundust tæp 10 grömm af kannabisefnum, sem pakkað hafði verið niður í sölueiningar. 10.10.2009 08:50
Louvre skilar verðmætum Frakkar létu í gær undan kröfum Egypta um að ómetanlegum menningarminjum á Louvre-safninu í París yrði skilað aftur til Egyptalands. Egyptar, með fornleifafræðinginn Zahi Hawas í fararbroddi, hættu í vikunni samstarfi við Louvre-safnið til þess að þrýsta á kröfu sína. Samstarfsslitin hefðu orðið til þess að fornleifauppgröftur á vegum Louvre í Egyptalandi væri í uppnámi. 10.10.2009 06:00
Lostafullt athæfi og vefupptökur af 12 ára stúlkubarni Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem þá var tólf ára. 10.10.2009 06:00
Ráðherra segir OR ekki bera meiri lán Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir fráleitt að láta sem úrskurður hennar um Suðvesturlínu standi álveri í Helguvík fyrir þrifum. Mun stærri ljón séu í veginum fyrir álversframkvæmdum en sá úrskurður sem þýði fárra vikna töf á línunni. Til að mynda sé spurningum ósvarað um orkuöflun. 10.10.2009 06:00
Kona í dásvefni eignast barn Fertug kona í Þýskalandi hefur fætt heilbrigt barn þrátt fyrir að hafa verið í dásvefni síðustu 22 vikur meðgöngunnar. Starfsfólk á háskólasjúkrahúsinu í Erlangen sagði aðstandendur konunnar hafa óskað eftir því að barnið yrði látið fæðast þrátt fyrir erfitt ástand móðurinnar, sem fékk hjartaáfall og hefur verið í dái síðan. 10.10.2009 05:30
Fyrstu myndirnar sýndu lítið Bandarískt geimfar brotlenti á suðurpól tunglsins í gær. Harkaleg lendingin var vel skipulögð og taldist vel heppnuð. Um borð í geimfarinu eru mælitæki sem ætlað er að finna ummerki vatns á tunglinu. 10.10.2009 04:30
Svört spá um áhrif tafa á áætlun AGS Töf á endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) mun draga úr tiltrú á efnahagsstefnu stjórnvalda heima og erlendis, seinka afnámi gjaldeyrishafta, auka líkur á lægra gengi en hærri verðbólgu, draga úr svigrúmi til vaxtalækkunar og auka líkur á vaxtahækkun. Lánshæfismat ríkissjóðs mun lækka í flokki ótryggra fjárfestinga, sem mun hafa slæm áhrif á endurfjármögnun skuldbindinga innlendra aðila. 10.10.2009 03:30
Genapróf verði fyrir alla Innan fárra ára munu genapróf kosta milli eitt og tíu prósent af því sem þau kosta í dag, enda verða verkfærin sífellt ódýrari, sem þarf til að gera þau. Svo segir Kári Stefánsson, stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég er sannfærður um að nær allir Vesturlandabúar muni fara í slík próf innan nokkurra ára,“ sagði hann í gær á alþjóðlegri líftækniráðstefnu IJP-samtakanna í Heidelberg í Þýskalandi. 10.10.2009 03:00
Sprotafrumvarp loksins fyrir Alþingi Fjármálaráðherra kynnti í gær stjórnarfrumvarp fyrir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. Gangi það í gegn geta fyrirtækin fengið fimmtung rannsókna- og þróunarkostnaðar endurgreiddan og fjárfestar fengið ívilnanir vegna kaupa á hlutafé. 10.10.2009 02:30
Fréttablaðið verður fáanlegt um allt land Stefnt er að því að Fréttablaðið verði aðgengilegt um land allt eftir breytingar á dreifingu þess í lok mánaðarins. Blaðinu hefur ekki verið dreift svo víða áður. 10.10.2009 02:00
Ríkið leggur fram 1,1 milljarð Ríkið ætlar að taka þátt í 23 milljóna evra hlutafjáraukningu í Eignarhaldsfélaginu Farice ehf. og leggja fram 6,25 milljónir evra, jafngildi 1,1 milljarðs króna. Heimildar er aflað í frumvarpi til fjáraukalaga. 10.10.2009 01:30
Aðild að ESB gæti orðið hröð Aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) gæti gengið tiltölulega hratt fyrir sig. 10.10.2009 01:00
Úthlutun friðarverðlauna vekur furðu Ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkjaforseta friðarverðlaunin í ár vakti furðu víðs vegar um heim. Sjálfur sagðist Obama undrandi og finna til auðmýktar, en hann myndi líta á verðlaunin sem hvatningu til dáða. 10.10.2009 00:30
Lögmaður Færeyja til Íslands - hittir forsetann og skoðar útgerð Kaj Leo Holm Johannesen, lögmaður Færeyja, kemur í opinbera heimsókn til Íslands dagana 12. – 14. október næstkomandi. 9.10.2009 18:07
Vilhjálmur telur að skattlagning muni fæla frá erlenda fjárfesta Áhrif skattlagningar á orkufrekan iðnað verða fyrst og fremst þau að fæla fjárfesta frá og byggja starfsemina upp annars staðar, sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á umhverfisþingi í morgun. Hann sagði að umhverfisáhrifin af skattinum væru því engin. 9.10.2009 13:03
Vegagerðir: Færð á vegum Þverárhlíðarvegur 522 er lokaður við bæinn Norðtungu vegna raflínu sem liggur á veginum.Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ekki gert ráð fyrir að hægt verði að opna veginn aftur fyrr en á morgun. 9.10.2009 18:13
Hátt í 80 útköll í dag - engin stórtjón Lögregla og björgunarsveitir hafa þurft að sinna hátt í 80 útköllum í dag vegna óveðursins. Það er óheyrilega mikið eins og varðstjóri lögreglunnar orðaði það. 9.10.2009 17:33
Viðhöfn í Viðey frestað Búið er að fresta auglýstri dagskrá í Viðey vegna tendrun Friðarsúlunnar í kvöld samkvæmt tilkynningu. Þess í stað er stefnt á að halda viðhöfnin á morgun, 10. október. 9.10.2009 17:24
Gömul refabú fjúka yfir Grundarhverfi Skæðardrífa af þakjárni gekk yfir Brautarholt á Kjalarnesi, Grundarhverfi, fyrir skömmu og kom hún frá gömlu refahúsunum í Hjassa sem er utarlega á Kjalarnesi. Björgunarsveitamenn reyna nú að hemja fokið. Auk þeirra eru tvær dráttarvélar á leið á staðinn til aðstoðar. 9.10.2009 16:15
Komin af gjörgæslu Konan sem varð fyrir alvarlegri árás í Hörðalandi í Reykjavík í vikunni hefur verið útskrifuð af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni. 9.10.2009 15:52
Ástandið að batna í Zimbabwe Morgan Tswangirai forsætisráðherra Zimbabwes segir að ástandið í mannréttindamálum hafi skánað mikið síðan flokkur hans myndaði þjóðstjórn með Robert Mugabe forseta. 9.10.2009 15:50
Háspennulína laskaðist í Borgarfirði 132 kílóvolta háspennulína sem liggur um byggðir Borgarfjarðar er löskuð á móts við bæinn Norðtungu í Þverárhlíð í Borgarfirði. Leiðarar línunnar liggja yfir veg nr. T522 en vegurinn er lokaður. Aftakaveður er á staðnum. Enginn straumur er á línunni og er viðgerðarflokkur frá Landsneti á leið á staðinn að því er segir í tilkynningu. 9.10.2009 15:39
Undrun yfir friðarverðlaunum Obamas Áttatíu og tveggja ára gömul Bandarísk kona sagði þegar hún heyrði að Barack Obama hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels; -Það er dásamlegt. Ég vildi bara að ég vissi af hverju. 9.10.2009 15:33
Dæmdir fyrir kannabisræktun Þrír menn voru dæmdir fyrir fíkniefnalagabrot í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Tveir mannanna voru með kannabisplöntur í fórum sínum og hjá einum fannst haglabyssa undir rúmi. Tveir mannanna hlutu skilorðsbundinn dóm en sá þriðji var dæmdur í sekt. 9.10.2009 15:17
Fráleitt að ráðherra hafi afþakkað milljarða Fullyrðingar um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afþakki 15 milljarða króna loftslagskvóta eru fráleitar og algerlega úr lausu lofti gripnar að sögn umverfisráðuneytisins. Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hélt því fram á Alþingi á dögunum að með því að óska ekki eftir undanþágu frá Kyoto bókuninni svokölluðu hafi Svandís afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar einum fimmtán milljörðum króna. 9.10.2009 15:11
Engin undanþága í boði fyrir Ísland Frá og með árinu 2013 mun losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu falla undir tilskipun ESB um viðskipti með gróðurhúsalofttegundir. Sérstök undanþága fyrir Ísland verður því ekki í boði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. 9.10.2009 14:43
Taylor orðin góðhjörtuð á nýjan leik Leikkonan Elísabet Taylor sagði frá því á Twitter síðu sinni í dag að hjartaaðgerð sem hún gekkst undir í vikunni hafi heppnast fullkomlega. 9.10.2009 13:42
Vitlaust veður víða Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í 30 útköll það sem af er degi og fjölgar þeim ört. Útköllin eru víða um höfuðborgarsvæðið og á Kjalarnesi þar sem meðal annars. þak er að fjúka af kjúklingabúinu Móum. Fjölmennt lið var sent á staðinn en í ljós hefur komið að það dugar ekki til. Verið er að kalla út stórvirkar vinnuvélar til að fergja þakið. 9.10.2009 13:12
Óljóst með fasteignalánin hjá Kaupþingi Fólk með erlend fasteignalán hjá Landsbankanum getur fengið lækkun á höfuðstól við skuldbreytingu í óverðtryggð krónulán, líkt og hjá Íslandsbanka. Enn er óljóst hvort Kaupþing býður viðskiptavinum sínum upp á að leiðréttingu fasteignalána. 9.10.2009 13:01
Vilja ekki olíuskip á hafíssvæðum Landhelgisgæslan hefur óskað eftir því að olíuskip sem sigla frá Rússlandi til Bandaríkjanna, sigli ekki milli Íslands og Grænlands, vegna hafíss. Drekkhlaðið olíuskip fór vestur fyrir landið í vitlausu veðri á dögunum, en lét ekki vita um ferðir sínar. 9.10.2009 12:54
Malarnáma formanns VG notuð við virkjanaframkvæmdir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er einn af eigendum jarðarinnar Miðhúsa í Gnúpverjahreppi. Þar fyrirhugar Vegagerðin námu í tengslum við virkjanaframkvæmdir í neðri Þjórsá. Vegagerðinni er heimilt að taka 12 þúsund rúmmetra í Miðhúsum en það telst lítil náma. Þar af leiðandi er framkvæmdin óháð umhverfismati. 9.10.2009 12:52
Tóm steypa að Obama fái Nóbelinn Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, er ekki hrifinn af þeirri ákvörðun að sæma Barack Obama friðarverðlaunum Nóbels en það var gert heyrinkunnugt í morgun. „Þetta er bara tóm steypa," segir Stefán. 9.10.2009 11:59
Vilja fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 61 Allir þingmenn Hreyfingarinnar og Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins hafa sameiginlega lagt fram frumvarp sem kveður á um að sveitastjórnarfulltrúum verði fjölgað umtalsvert. Verði frumvarpið að lögum mun borgarfulltrúum í Reykjavík fjölga úr 15 í 61. 9.10.2009 11:59
Vara við SMS-lánum á Íslandi Kredia, sem skilgreinir sig sem fyrirtæki á sviði smálána, sms-lána og örlána, hefur nýlega byrjað að bjóða upp á svokölluð smálán. Framkvæmdin virðist einföld, allt sem þarf er að skrá sig á netinu og senda svo sms þegar mann vantar pening. Neytendasamtökin vara fólk eindregið við töku þessara lána og hvetja yfirvöld jafnframt til aðgerað er sporni við slíkum lánveitingum. Lánin geta verið að upphæð 10.000, 20.000, 30.000 eða 40.000 kr. og þau þarf að greiða upp innan fimmtán daga. 9.10.2009 11:24
Grill fauk á rúðu Níu beiðnir um aðstoð hafa borist björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Sex hópar björgunarsveitamanna frá Ársæli í Reykjavík og Kili á Kjalarnesi sinna þeim. 9.10.2009 11:22
McCann hjónin snúa aftur til Portúgals Eftir miklar vangaveltur hefur Gerry McCann nú upplýst að hann muni snúa til Praia da Luz ásamt Kate eiginkonu sinni á þessu ári. Foreldrar hinnar horfnu Madeleine McCann dvelja nú á Spáni en Kate hefur ekki komið til staðarins þar sem dóttir þeirra hvarf í meira en tvö ár. Það hefur Gerry hinsvegar gert. 9.10.2009 10:53
Mælir með því að foreldrar sæki börnin í skólann Veðurhæðin er við það að ná hámarki og það verður býsna hvasst á sunnan- og vestanverðu landinu fram til þrjú eða fjögur, segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Hann mælir með því að foreldrar sæki börn sín í skólann í dag, einkum ef um er að ræða ung börn. 9.10.2009 10:45
Rútuferðum frestað Öllum áætlunarferðum Bíla og fólks - TREX, frá Reykjavík, Akureyri og Snæfellsnesi var frestað í morgun. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að athugað verði í hádeginu hvort unnt verði að leggja af stað klukkan 13:00. 9.10.2009 10:40
Segir Svandísi afþakka 15 milljarða Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýsti því yfir í morgun að hún ætlaði ekki að sækja um undanþágur frá Kyoto-bókuninni fyrir mengandi stóriðju. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þar með hafi umhverfisráðherra afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar fimmtán milljarða króna verðmætum. 9.10.2009 10:33