Innlent

Háspennulína laskaðist í Borgarfirði

132 kílóvolta háspennulína sem liggur um byggðir Borgarfjarðar er löskuð á móts við bæinn Norðtungu í Þverárhlíð í Borgarfirði. Leiðarar línunnar liggja yfir veg nr. T522 en vegurinn er lokaður. Aftakaveður er á staðnum. Enginn straumur er á línunni og er viðgerðarflokkur frá Landsneti á leið á staðinn að því er segir í tilkynningu.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni gerir lögregla ekki ráð fyrir að hægt verði að opna veginn aftur fyrr en á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×