Innlent

Víða hálka

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Á Vestfjörðum eru hálkublettir á Arnkötludal, Hálsunum og á Steingrímsfjarðarheiði þar sem einnig er óveður. Á Gemlufallsheiði er einnig óveður ásamt snjóþekju. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og á Klettsháls. Hálka er á Kleifaheiði og hálkublettir á Hálfdán. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Norðurlandi er krapi og éljagangur á Öxnadalsheiði og í Öxnadal. Hálkublettir eru á Víkurskarði. Þungfært er um Lágheiði.

Víða á Norðausturlandi eru hálkublettir. Hálka er um Hálsa og við Þórshöfn. Ófært er um Öxarfjarðarheiði.

Á Austurlandi er ófært um Hellisheiði eystri, Vatnsskarð eystra, Breiðdalsheiði og Öxi. Hálkublettir eru víða. Snjóþekja og skafrenningur er þó á Oddskarði og einnig er þæfingur og óveður á Fjarðarheiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×