Innlent

Tóm steypa að Obama fái Nóbelinn

Stefán Pálsson.
Stefán Pálsson.

Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, er ekki hrifinn af þeirri ákvörðun að sæma Barack Obama friðarverðlaunum Nóbels en það var gert heyrinkunnugt í morgun. „Þetta er bara tóm steypa," segir Stefán.

„Afrek hans er að taka við tveimur stríðum. Hann ákveður að auka á stríðsreksturinn í öðru þeirra og er að spá í því að hætta í hinu. Fyrir þetta fær hann friðarverðlaun," segir Stefán og bætir því við að fyrir utan það þegar Henry Kissinger fékk verðlaunin árið 1973 þá sé þetta líklega vitlausasta ákvörðun nefndarinnar til þessa.

Það sem af er forsetatíð Obama hefur hann þegar sent rúmlega tuttugu þúsund hermenn til Afganistans á árinu, til viðbótar við þau 38 þúsund sem fyrir voru. Þá eru uppi hugmyndir um að fjölga enn frekar í herliðinu þar í landi og hefur verið talað um allt að 40 þúsund hermenn til viðbótar.






Tengdar fréttir

Barack Obama fær friðarverðlaun Nóbels

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Norska Nóbelnefndin sem úthlutar þessum verðlaunum tilkynnti um þetta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×