Fleiri fréttir Álver í landi Bakka mun rísa Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, segir að áfram verði unnið á grunni viljayfirlýsingar um álver á Bakka þótt yfirlýsingin sem slík hafi ekki verið framlengd, að ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Í samtali við Sveitarstjórnarmál, rit Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir Bergur Elías ákvörðun ríkisstjórnarinnar bakslag, „en við látum engan bilbug á okkur finna. Álver í landi Bakka við Húsavík mun rísa," segir hann. - bþs 12.10.2009 03:00 Gordon Brown ætlar að selja Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að safna þremur milljörðum punda í breska ríkissjóðinn með sölu ríkiseigna. Meðal annars stendur til að selja járnbrautarleiðina milli London og Ermarsundsganganna. Einnig verður Dartford-brúin yfir ána Thames og göng undir ána á sama stað seld. Þá á að selja veðmálafyrirtækið Tote og 33 prósenta hlut breska ríkisins í evrópska fyrirtækinu Urenco, sem framleiðir kjarnorkueldsneyti.- gb 12.10.2009 03:00 Nítján manns missa vinnuna „Þetta er sársaukafullt fyrir fólkið sem lendir í uppsögnunum en einnig fyrir okkur sem eftir eru. Það er erfitt að standa í svona löguðu en þetta var því miður nauðsynleg aðgerð,“ segir Páll Á. Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu. Nítján starfsmönnum fyrirtækisins, sem rekur fjarskiptanet landsmanna, hefur verið sagt upp störfum, tíu á höfuðborgarsvæðinu og níu á landsbyggðinni. 12.10.2009 02:30 FME hefur farið í gegnum 800 þúsund tölvupósta Fjármálaeftirlitið hefur farið í gegnum 800 þúsund tölvupósta og viðskipti þúsund einstaklinga í rannsókn sinni á peningamarkaðssjóðum bankanna þriggja. 11.10.2009 18:45 Stjórnin þarf að leggja fram nýtt Icesave frumvarp Ríkisstjórnin þarf að leggja fram nýtt Icesave frumvarp í síðasta lagi í byrjun næstu viku til að koma í veg fyrir málsókn af hálfu Hollendinga og Breta vegna setningar neyðarlaganna. Slík málsókn gæti þýtt að lánshæfismat Íslands verði lækkað niður í ruslflokk. 11.10.2009 18:40 Kastrup lokað vegna tannbursta Lögreglan í Kaupmannahöfn var með mikinn viðbúnað í grennd við Kastrupflugvöll vegna grunsamlegrar tösku sem fannst í flugstöðvarbyggingunni seinnipartinn í dag. 11.10.2009 18:31 Höskuldur: Fullyrðingar Jóhönnu rangar Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að fullyrðingar forsætisráðherra í bréfi til forsætisráðherra Noregs séu rangar. Hann segir að hvorki hann né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi farið fram á 2000 milljarða lán frá Noregi. 11.10.2009 17:11 Bréfaskipti Jóhönnu og Stoltenbergs birt Forsætisráðuneytið hefur birt nýleg bréfaskipti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í tengslum við fullyrðingar forystumanna Framsóknarflokksins um áhuga norskra þingmanna að veita Íslendingum lán fram hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 11.10.2009 16:48 Nítján létust í átökunum í höfuðstöðvum pakistanska hersins Nítján létust í Pakistan í gær eftir að til átaka kom þegar hópur herskárra múslima réðst á höfuðstöðvar hersins í borginni Rawalpindi. 11.10.2009 19:24 Hægt að semja um flýtimeðferð Sérfræðingur í Evrópumálum hér á landi telur möguleika á því að semja við seðlabanka Evrópu um flýtimeðferð til að festa gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni. Slíkt gæti komið í veg fyrir frekara fall krónunnar og spákaupmenn gætu síður tekið stöðu gegn henni. 11.10.2009 19:18 Minni skömm en áður Nærri 170 fasteignir hafa verið seldar nauðungarsölu hjá Sýslumanninum í Reykjavík það sem af er þessu ári. Það eru fleiri nauðungarsölur en allt árið í fyrra. 11.10.2009 19:01 Reyna að fjölga ferðmönnum Á Suðausturlandi eru ferðaþjónustuaðilar farnir að þróa verkefni sem lýtur að því að selja sjálfan veturinn. Markmið verkefnisins er að fjölga verulega í hópi þeirra ferðamanna sem leggja land undir fót inn í vetrarríki landshlutans í framtíðinni. 11.10.2009 18:56 Gagnrýnir tímabundnar ráðningar ráðherra Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir hvernig ráðherrar standa að tímabundnum ráðningum. Hún segir gegnsæi skorta og að ráðherrar hafi ráðið pólitíska aðstoðarmenn í stöður sem hafi ekki verið auglýstar. 11.10.2009 16:23 Útskrifaður eftir skoðun Maðurinn sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í morgun eftir slys í Jökulheimum reyndist ekki alvarlega slasaður. Áverkar hans reyndust minniháttar og að sögn vakthafandi læknis á slysadeild var maðurinn útskrifaður eftir skoðun. 11.10.2009 16:14 Sprengjurnar í Ramadi voru þrjár Að minnsta kosti 22 eru látnir og meira en 60 eru særðir eftir árás hryðjuverkmanna í borginni Ramadi í vesturhluta Íraks í morgun. Sprengjurnar voru þrjár en í fyrstu var talið að þær hafi verið tvær. 11.10.2009 15:34 Fara fram á að jafnræðis sé gætt milli landshluta Framsóknarmenn í Skagafirði undrast þær áherslur sem fram hafa komið í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lúta að landsbyggðinni og sérstaklega að Norðurlandi vestra. Þeir gerir þá kröfu að ríkisstjórnin hafi það að leiðarljós að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Framsóknarfélags Skagafjarðar. 11.10.2009 15:01 Úrskurðurinn veldur ekki stórkostlegum töfum „Ég áttaði mig á því að þessi ákvörðun mín myndi valda titringi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, um úrskurð sinn um Suðvesturlínu. Hún segir óeðlilegt að halda því fram að úrskurðurinn komi til með að valda stórkostlegum töfum á iðnaðarframkvæmdum á Suðurnesjum. 11.10.2009 14:47 Kallar forystu sjálfstæðismanna og Steingrím umskiptinga „Umskiptingar eru gjarnan á ferðinni á stjórnmálasviðinu. Sjaldan hefur það verið jafn bersýnilegt og eftir þingkosningarnar í vor,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, í pistli á heimasíðu sinni. Þar beinir hann spjótum sínum að forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og formanni Vinstri grænna. 11.10.2009 14:06 Engar breytingar fyrirhugaðar á losunarheimildum Formaður samninganefndar Íslands um loftslagsmál segir að engar breytingar séu framundan á losunarheimildum íslenskra stóriðjufyrirtækja fram til ársins 2012. Árið 2013 muni íslensk stóriðja hins vegar fá allar sínar heimildir í gegnum evrópska kerfið og standa jafnfætis evrópskum fyrirtækjum í orkufrekum iðnaði. 11.10.2009 13:30 Þyrlan lent Þyrla Landhelgisgæslunnar sem var kölluð út í morgun til að sækja slasaðan mann í Jökulheima við rætur Vatnajökuls lenti við Borgarspítalann klukkan rúmlega hálf eitt. 11.10.2009 13:02 Jóhanna: Var ekki að setja þrýsting á Vinstri græna Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist ekki hafa verið að setja þrýsting á Vinstri græna með því að birta greinagerð Seðlabankans og viðskiptaráðuneytisins um hvaða afleiðingar frekari tafir á endurskoðun Alþjóðgjaldeyrisjóðsins kann að hafa fyrir íslenskt efnahagslíf. 11.10.2009 12:30 Öryrkjabandalagið óskar eftir frestun Stjórn Öryrkjabandalags Íslands ætlar óska eftir því að fyrirhuguðum skerðingum á örorkulífeyri sem taka eiga gildi um næstu mánaðamót verði frestað. 11.10.2009 12:12 Þyrla sækir slasaðan mann Þyrla Landhelgisgæslunnar er að sækja slasaðan mann við Jökulheima við rætur Vatnajökuls. Hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fengust þær upplýsingar að talið sé að maðurinn hafi orðið undir bíl sem hann var að gera við. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins. 11.10.2009 11:43 Mannskæð sprengjuárás í Írak Að minnsta kosti 10 létust og margir slösuðust þegar tvær bílasprengjur sprungu á sama tíma í morgun fyrir utan opinbera byggingu í Írak. Árásin var gerð í borginni Ramadi sem er í vesturhluta landsins. 11.10.2009 10:57 Ólögmæt ákvörðun ráðherra Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, er allt annað en sáttur með fjármála- og umhverfisráðherra. Hann segir að nýlegur úrskurður þess síðarnefnda um Suðvesturlínu sé ólögmæt ákvörðun. Helgi var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. 11.10.2009 10:32 Obama hyggst bæta stöðu samkynhneigðra innan hersins Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlar að bæta verulega stöðu samkynhneigðra innan bandaríska hersins. Hann lýsti þessu yfir á fundi með baráttuhóp fyrir réttindum samkynhneigðra í gær. Áður hafði forsetinn sagst ætla að vinna að bættum réttindum samkynhneigðra. 11.10.2009 09:55 Gíslar frelsaðir í Pakistan Pakistönskum hermönnum tókst í morgun að frelsa 40 gísla sem voru í haldi Talibana í herstöð nálægt höfuðborginni Islamabad. Fólkið var tekið í gíslingu í gær þegar Talibanar náðu herstöðinni á sitt vald. Þrír gíslar létu lífið í átökunum í morgun, sex hermenn og að minnsta kosti fjórir Talibanar. 11.10.2009 09:51 Ófært um Hellisheiði eystri og Öxi Á Austurlandi er ófært um Hellisheiði eystri og Öxi. Þungfært er um Breiðdalsheiði. Hálka er í Oddskarði, Fagradal og á Fjarðarheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 11.10.2009 09:06 Sjö gistu fangageymslur í nótt Nóttin virðist víðast hvar hafa verið róleg hjá lögreglumönnum. Lögregla þurfti að hafa lítil afskipti af fólki í miðbæ Reykjavíkur en sinnti nokkrum hávaðaútköllum víðsvegar um borgina. Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Sjö gistu fangageymslur lögreglu. 11.10.2009 08:57 70 létust eftir að olíuflutningabíll sprakk Að minnsta kosti 70 létust eftir að olíuflutningabíll sprakk í loft upp í suðurhluta Nígeríu í gær. Það er talið allt eins líklegt að tala látinna komi til með að hækka en fjöldi fólks slasaðist. Margir alvarlega. 11.10.2009 07:45 Maóistar drápu 13 lögreglumenn Skæruliðar Maóista á Indlandi myrtu að minnsta kosti 13 lögreglumenn í Maharashtra héraði í suðurhluta landsins í gærkvöldi. Skæruliðarnir segjast vera að berjast fyrir rétti fátækra bænda og farandverkamanna. Þeir hafa hert aðgerðir sínar að undanförnu í Indlandi en einungis eru nokkrir dagar síðan þeir myrtu 17 lögreglumenn. 11.10.2009 06:30 Lífeyrisgreiðslur skerðast Greiðslur til tæplega tvöþúsund örorkulífeyrisþega skerðast um næstu mánaðarmót. Lífeyrisþegi hjá Gildi er ósáttur við að fá fjórðungi minna en áður. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins segir árlega tekjuskoðun skýra skerðinguna. 10.10.2009 18:59 Sendu blöðrur yfir til Norður Kóreu Um 200 manns komu saman í Suður Kóreu og slepptu blöðrum sem svifu svo yfir til nágrannana í Norður Kóreu. Blöðrurnar voru fylltar af dreifibréfum sem á hafði verið ritaðar fréttir og víðs vegar að úr heiminum. 10.10.2009 20:45 Mótmæltu vinnubrögðum borgarstjórans Mótmælendur komu saman í Moskvu til að mótmæla borgarstjórunum Yri Lushkov, og vinnubrögðum hans. Lushkov hefur verið borgarstjóri í 17 ár og hefur gjörbreytt Moskvu á þeim tíma. Flestir segja til hins betra. En Luskov hefur verið gagnrýndur fyrir spillingu, eiginkona hans er ríkasta kona Rússlands, en hún er einmitt fyrirferðamikil verktakabransanum í Moskvu. Mómælin í dag fóru friðsamlega fram en þau eru haldin í tilefni þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leiti. 10.10.2009 19:37 Segja Svandísi reyna að bregða fæti fyrir Orkuveituna Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, og Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri fyrirtækisins, segja Svandís Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, hafi ítrekað reynt að bregða fæti fyrir Orkuveituna. Þeir segja vanhugsaðar yfirlýsingar ráðamanna þjóðarinnar geta grafið undan þeim fyrirtækjum sem geri sitt besta til að efla trúverðugleika íslensks atvinnulífs erlendis. 10.10.2009 17:20 Árásarmaðurinn enn í haldi lögreglu Maðurinn sem stakk annan mann með hníf í kviðinn í Sjallanum á Akureyri í gærkvöld er enn í haldi lögreglu. Hann hefur hefur verið yfirheyrður í dag og málið er enn í rannsókn. Árásarmaðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu 10.10.2009 17:08 Býst ekki við frekari töfum á bólefninu Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, á ekki von á frekari töfum á að bólefni gegn svínaflensu komi til landsins. „Við erum ítrekað búin að ganga á eftir þessu og það er búið að fullyrða við okkur að þetta komi í lok mánaðarins.“ 10.10.2009 16:47 Margir vilja vinna í Valhöll Yfir 140 umsóknir bárust um tvö störf á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins en umsóknarfrestur rann út fyrr í vikunni. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir fjölda umsókna hafa farið fram úr björtustu vonum. 10.10.2009 16:24 Vilja Ögmund aftur í ríkisstjórn Vinstri grænir í Kópavogi vilja að Ögmundi Jónassyni verði boðið sæti í ríkisstjórn á nýjan leik. Ályktun þess efnis var samþykkt á félagsfundi VG í bæjarfélaginu fyrr í dag. Þingflokksformaður VG er sama sinnis. 10.10.2009 15:44 Ófært um Öxarfjarðarheiði Víða á norðausturlandi eru hálkublettir. Hálka er um Hálsa og við Þórshöfn. Ófært er um Öxarfjarðarheiði, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 10.10.2009 15:18 Castro ánægður ákvörðun Nóbelsverðlaunanefndarinnar Fídel Kastró, fyrrverandi forseti Kúbú, er ánægður með ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkjaforseta friðarverðlaunin í ár. Ákvörðun nefndarinnar hefur vakið furðu margra. 10.10.2009 15:13 Halda hermönnum í gíslingu Hópur herskárra múslima sem réðst á höfuðstöðvar pakistanska hersins í borginni Rawalpindi í morgun halda innan við tíu hermönnum í gíslingu.Að minnsti kosti 12 féllu í árásinni. 10.10.2009 14:41 Reynir að fresta staðfestingu Lissabon sáttmálans Eiríkur Bergmann, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, segir að Vaclav Klaus, forseti Tékkalands, reyni nú hvað hann geti til að koma í veg fyrir að Lissabon sáttmálinn verði samþykktur heima fyrir. 10.10.2009 14:12 Jóhanna að senda VG skilaboð Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að með Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sé að senda VG skilaboð um nú komið sé að ögurstund í stjórnarsamstarfinu. Fallist þingmenn flokksins ekki á afgreiðslu Icesave málsins geti verið að ríkisstjórnarsamstarfið lifi það ekki af. 10.10.2009 13:45 Sigmundur: Jóhanna spillir fyrir að lánið fáist Íslendingum stendur ekki til boða að fá risalán frá Noregi upp á rúma tvö þúsund milljarða króna. Þetta kemur fram í svarbréfi Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs, til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Framsóknarmenn saka Jóhönnu um að senda villandi skilaboð til Noregs til að koma í veg fyrri að lánið fáist. 10.10.2009 12:47 Sjá næstu 50 fréttir
Álver í landi Bakka mun rísa Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, segir að áfram verði unnið á grunni viljayfirlýsingar um álver á Bakka þótt yfirlýsingin sem slík hafi ekki verið framlengd, að ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Í samtali við Sveitarstjórnarmál, rit Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir Bergur Elías ákvörðun ríkisstjórnarinnar bakslag, „en við látum engan bilbug á okkur finna. Álver í landi Bakka við Húsavík mun rísa," segir hann. - bþs 12.10.2009 03:00
Gordon Brown ætlar að selja Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að safna þremur milljörðum punda í breska ríkissjóðinn með sölu ríkiseigna. Meðal annars stendur til að selja járnbrautarleiðina milli London og Ermarsundsganganna. Einnig verður Dartford-brúin yfir ána Thames og göng undir ána á sama stað seld. Þá á að selja veðmálafyrirtækið Tote og 33 prósenta hlut breska ríkisins í evrópska fyrirtækinu Urenco, sem framleiðir kjarnorkueldsneyti.- gb 12.10.2009 03:00
Nítján manns missa vinnuna „Þetta er sársaukafullt fyrir fólkið sem lendir í uppsögnunum en einnig fyrir okkur sem eftir eru. Það er erfitt að standa í svona löguðu en þetta var því miður nauðsynleg aðgerð,“ segir Páll Á. Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu. Nítján starfsmönnum fyrirtækisins, sem rekur fjarskiptanet landsmanna, hefur verið sagt upp störfum, tíu á höfuðborgarsvæðinu og níu á landsbyggðinni. 12.10.2009 02:30
FME hefur farið í gegnum 800 þúsund tölvupósta Fjármálaeftirlitið hefur farið í gegnum 800 þúsund tölvupósta og viðskipti þúsund einstaklinga í rannsókn sinni á peningamarkaðssjóðum bankanna þriggja. 11.10.2009 18:45
Stjórnin þarf að leggja fram nýtt Icesave frumvarp Ríkisstjórnin þarf að leggja fram nýtt Icesave frumvarp í síðasta lagi í byrjun næstu viku til að koma í veg fyrir málsókn af hálfu Hollendinga og Breta vegna setningar neyðarlaganna. Slík málsókn gæti þýtt að lánshæfismat Íslands verði lækkað niður í ruslflokk. 11.10.2009 18:40
Kastrup lokað vegna tannbursta Lögreglan í Kaupmannahöfn var með mikinn viðbúnað í grennd við Kastrupflugvöll vegna grunsamlegrar tösku sem fannst í flugstöðvarbyggingunni seinnipartinn í dag. 11.10.2009 18:31
Höskuldur: Fullyrðingar Jóhönnu rangar Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að fullyrðingar forsætisráðherra í bréfi til forsætisráðherra Noregs séu rangar. Hann segir að hvorki hann né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi farið fram á 2000 milljarða lán frá Noregi. 11.10.2009 17:11
Bréfaskipti Jóhönnu og Stoltenbergs birt Forsætisráðuneytið hefur birt nýleg bréfaskipti Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í tengslum við fullyrðingar forystumanna Framsóknarflokksins um áhuga norskra þingmanna að veita Íslendingum lán fram hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 11.10.2009 16:48
Nítján létust í átökunum í höfuðstöðvum pakistanska hersins Nítján létust í Pakistan í gær eftir að til átaka kom þegar hópur herskárra múslima réðst á höfuðstöðvar hersins í borginni Rawalpindi. 11.10.2009 19:24
Hægt að semja um flýtimeðferð Sérfræðingur í Evrópumálum hér á landi telur möguleika á því að semja við seðlabanka Evrópu um flýtimeðferð til að festa gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni. Slíkt gæti komið í veg fyrir frekara fall krónunnar og spákaupmenn gætu síður tekið stöðu gegn henni. 11.10.2009 19:18
Minni skömm en áður Nærri 170 fasteignir hafa verið seldar nauðungarsölu hjá Sýslumanninum í Reykjavík það sem af er þessu ári. Það eru fleiri nauðungarsölur en allt árið í fyrra. 11.10.2009 19:01
Reyna að fjölga ferðmönnum Á Suðausturlandi eru ferðaþjónustuaðilar farnir að þróa verkefni sem lýtur að því að selja sjálfan veturinn. Markmið verkefnisins er að fjölga verulega í hópi þeirra ferðamanna sem leggja land undir fót inn í vetrarríki landshlutans í framtíðinni. 11.10.2009 18:56
Gagnrýnir tímabundnar ráðningar ráðherra Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir hvernig ráðherrar standa að tímabundnum ráðningum. Hún segir gegnsæi skorta og að ráðherrar hafi ráðið pólitíska aðstoðarmenn í stöður sem hafi ekki verið auglýstar. 11.10.2009 16:23
Útskrifaður eftir skoðun Maðurinn sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í morgun eftir slys í Jökulheimum reyndist ekki alvarlega slasaður. Áverkar hans reyndust minniháttar og að sögn vakthafandi læknis á slysadeild var maðurinn útskrifaður eftir skoðun. 11.10.2009 16:14
Sprengjurnar í Ramadi voru þrjár Að minnsta kosti 22 eru látnir og meira en 60 eru særðir eftir árás hryðjuverkmanna í borginni Ramadi í vesturhluta Íraks í morgun. Sprengjurnar voru þrjár en í fyrstu var talið að þær hafi verið tvær. 11.10.2009 15:34
Fara fram á að jafnræðis sé gætt milli landshluta Framsóknarmenn í Skagafirði undrast þær áherslur sem fram hafa komið í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lúta að landsbyggðinni og sérstaklega að Norðurlandi vestra. Þeir gerir þá kröfu að ríkisstjórnin hafi það að leiðarljós að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Framsóknarfélags Skagafjarðar. 11.10.2009 15:01
Úrskurðurinn veldur ekki stórkostlegum töfum „Ég áttaði mig á því að þessi ákvörðun mín myndi valda titringi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, um úrskurð sinn um Suðvesturlínu. Hún segir óeðlilegt að halda því fram að úrskurðurinn komi til með að valda stórkostlegum töfum á iðnaðarframkvæmdum á Suðurnesjum. 11.10.2009 14:47
Kallar forystu sjálfstæðismanna og Steingrím umskiptinga „Umskiptingar eru gjarnan á ferðinni á stjórnmálasviðinu. Sjaldan hefur það verið jafn bersýnilegt og eftir þingkosningarnar í vor,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, í pistli á heimasíðu sinni. Þar beinir hann spjótum sínum að forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og formanni Vinstri grænna. 11.10.2009 14:06
Engar breytingar fyrirhugaðar á losunarheimildum Formaður samninganefndar Íslands um loftslagsmál segir að engar breytingar séu framundan á losunarheimildum íslenskra stóriðjufyrirtækja fram til ársins 2012. Árið 2013 muni íslensk stóriðja hins vegar fá allar sínar heimildir í gegnum evrópska kerfið og standa jafnfætis evrópskum fyrirtækjum í orkufrekum iðnaði. 11.10.2009 13:30
Þyrlan lent Þyrla Landhelgisgæslunnar sem var kölluð út í morgun til að sækja slasaðan mann í Jökulheima við rætur Vatnajökuls lenti við Borgarspítalann klukkan rúmlega hálf eitt. 11.10.2009 13:02
Jóhanna: Var ekki að setja þrýsting á Vinstri græna Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist ekki hafa verið að setja þrýsting á Vinstri græna með því að birta greinagerð Seðlabankans og viðskiptaráðuneytisins um hvaða afleiðingar frekari tafir á endurskoðun Alþjóðgjaldeyrisjóðsins kann að hafa fyrir íslenskt efnahagslíf. 11.10.2009 12:30
Öryrkjabandalagið óskar eftir frestun Stjórn Öryrkjabandalags Íslands ætlar óska eftir því að fyrirhuguðum skerðingum á örorkulífeyri sem taka eiga gildi um næstu mánaðamót verði frestað. 11.10.2009 12:12
Þyrla sækir slasaðan mann Þyrla Landhelgisgæslunnar er að sækja slasaðan mann við Jökulheima við rætur Vatnajökuls. Hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fengust þær upplýsingar að talið sé að maðurinn hafi orðið undir bíl sem hann var að gera við. Ekki fengust upplýsingar um líðan mannsins. 11.10.2009 11:43
Mannskæð sprengjuárás í Írak Að minnsta kosti 10 létust og margir slösuðust þegar tvær bílasprengjur sprungu á sama tíma í morgun fyrir utan opinbera byggingu í Írak. Árásin var gerð í borginni Ramadi sem er í vesturhluta landsins. 11.10.2009 10:57
Ólögmæt ákvörðun ráðherra Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, er allt annað en sáttur með fjármála- og umhverfisráðherra. Hann segir að nýlegur úrskurður þess síðarnefnda um Suðvesturlínu sé ólögmæt ákvörðun. Helgi var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. 11.10.2009 10:32
Obama hyggst bæta stöðu samkynhneigðra innan hersins Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlar að bæta verulega stöðu samkynhneigðra innan bandaríska hersins. Hann lýsti þessu yfir á fundi með baráttuhóp fyrir réttindum samkynhneigðra í gær. Áður hafði forsetinn sagst ætla að vinna að bættum réttindum samkynhneigðra. 11.10.2009 09:55
Gíslar frelsaðir í Pakistan Pakistönskum hermönnum tókst í morgun að frelsa 40 gísla sem voru í haldi Talibana í herstöð nálægt höfuðborginni Islamabad. Fólkið var tekið í gíslingu í gær þegar Talibanar náðu herstöðinni á sitt vald. Þrír gíslar létu lífið í átökunum í morgun, sex hermenn og að minnsta kosti fjórir Talibanar. 11.10.2009 09:51
Ófært um Hellisheiði eystri og Öxi Á Austurlandi er ófært um Hellisheiði eystri og Öxi. Þungfært er um Breiðdalsheiði. Hálka er í Oddskarði, Fagradal og á Fjarðarheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 11.10.2009 09:06
Sjö gistu fangageymslur í nótt Nóttin virðist víðast hvar hafa verið róleg hjá lögreglumönnum. Lögregla þurfti að hafa lítil afskipti af fólki í miðbæ Reykjavíkur en sinnti nokkrum hávaðaútköllum víðsvegar um borgina. Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Sjö gistu fangageymslur lögreglu. 11.10.2009 08:57
70 létust eftir að olíuflutningabíll sprakk Að minnsta kosti 70 létust eftir að olíuflutningabíll sprakk í loft upp í suðurhluta Nígeríu í gær. Það er talið allt eins líklegt að tala látinna komi til með að hækka en fjöldi fólks slasaðist. Margir alvarlega. 11.10.2009 07:45
Maóistar drápu 13 lögreglumenn Skæruliðar Maóista á Indlandi myrtu að minnsta kosti 13 lögreglumenn í Maharashtra héraði í suðurhluta landsins í gærkvöldi. Skæruliðarnir segjast vera að berjast fyrir rétti fátækra bænda og farandverkamanna. Þeir hafa hert aðgerðir sínar að undanförnu í Indlandi en einungis eru nokkrir dagar síðan þeir myrtu 17 lögreglumenn. 11.10.2009 06:30
Lífeyrisgreiðslur skerðast Greiðslur til tæplega tvöþúsund örorkulífeyrisþega skerðast um næstu mánaðarmót. Lífeyrisþegi hjá Gildi er ósáttur við að fá fjórðungi minna en áður. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins segir árlega tekjuskoðun skýra skerðinguna. 10.10.2009 18:59
Sendu blöðrur yfir til Norður Kóreu Um 200 manns komu saman í Suður Kóreu og slepptu blöðrum sem svifu svo yfir til nágrannana í Norður Kóreu. Blöðrurnar voru fylltar af dreifibréfum sem á hafði verið ritaðar fréttir og víðs vegar að úr heiminum. 10.10.2009 20:45
Mótmæltu vinnubrögðum borgarstjórans Mótmælendur komu saman í Moskvu til að mótmæla borgarstjórunum Yri Lushkov, og vinnubrögðum hans. Lushkov hefur verið borgarstjóri í 17 ár og hefur gjörbreytt Moskvu á þeim tíma. Flestir segja til hins betra. En Luskov hefur verið gagnrýndur fyrir spillingu, eiginkona hans er ríkasta kona Rússlands, en hún er einmitt fyrirferðamikil verktakabransanum í Moskvu. Mómælin í dag fóru friðsamlega fram en þau eru haldin í tilefni þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leiti. 10.10.2009 19:37
Segja Svandísi reyna að bregða fæti fyrir Orkuveituna Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, og Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri fyrirtækisins, segja Svandís Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, hafi ítrekað reynt að bregða fæti fyrir Orkuveituna. Þeir segja vanhugsaðar yfirlýsingar ráðamanna þjóðarinnar geta grafið undan þeim fyrirtækjum sem geri sitt besta til að efla trúverðugleika íslensks atvinnulífs erlendis. 10.10.2009 17:20
Árásarmaðurinn enn í haldi lögreglu Maðurinn sem stakk annan mann með hníf í kviðinn í Sjallanum á Akureyri í gærkvöld er enn í haldi lögreglu. Hann hefur hefur verið yfirheyrður í dag og málið er enn í rannsókn. Árásarmaðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu 10.10.2009 17:08
Býst ekki við frekari töfum á bólefninu Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, á ekki von á frekari töfum á að bólefni gegn svínaflensu komi til landsins. „Við erum ítrekað búin að ganga á eftir þessu og það er búið að fullyrða við okkur að þetta komi í lok mánaðarins.“ 10.10.2009 16:47
Margir vilja vinna í Valhöll Yfir 140 umsóknir bárust um tvö störf á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins en umsóknarfrestur rann út fyrr í vikunni. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir fjölda umsókna hafa farið fram úr björtustu vonum. 10.10.2009 16:24
Vilja Ögmund aftur í ríkisstjórn Vinstri grænir í Kópavogi vilja að Ögmundi Jónassyni verði boðið sæti í ríkisstjórn á nýjan leik. Ályktun þess efnis var samþykkt á félagsfundi VG í bæjarfélaginu fyrr í dag. Þingflokksformaður VG er sama sinnis. 10.10.2009 15:44
Ófært um Öxarfjarðarheiði Víða á norðausturlandi eru hálkublettir. Hálka er um Hálsa og við Þórshöfn. Ófært er um Öxarfjarðarheiði, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. 10.10.2009 15:18
Castro ánægður ákvörðun Nóbelsverðlaunanefndarinnar Fídel Kastró, fyrrverandi forseti Kúbú, er ánægður með ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar um að veita Barack Obama Bandaríkjaforseta friðarverðlaunin í ár. Ákvörðun nefndarinnar hefur vakið furðu margra. 10.10.2009 15:13
Halda hermönnum í gíslingu Hópur herskárra múslima sem réðst á höfuðstöðvar pakistanska hersins í borginni Rawalpindi í morgun halda innan við tíu hermönnum í gíslingu.Að minnsti kosti 12 féllu í árásinni. 10.10.2009 14:41
Reynir að fresta staðfestingu Lissabon sáttmálans Eiríkur Bergmann, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, segir að Vaclav Klaus, forseti Tékkalands, reyni nú hvað hann geti til að koma í veg fyrir að Lissabon sáttmálinn verði samþykktur heima fyrir. 10.10.2009 14:12
Jóhanna að senda VG skilaboð Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að með Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sé að senda VG skilaboð um nú komið sé að ögurstund í stjórnarsamstarfinu. Fallist þingmenn flokksins ekki á afgreiðslu Icesave málsins geti verið að ríkisstjórnarsamstarfið lifi það ekki af. 10.10.2009 13:45
Sigmundur: Jóhanna spillir fyrir að lánið fáist Íslendingum stendur ekki til boða að fá risalán frá Noregi upp á rúma tvö þúsund milljarða króna. Þetta kemur fram í svarbréfi Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs, til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Framsóknarmenn saka Jóhönnu um að senda villandi skilaboð til Noregs til að koma í veg fyrri að lánið fáist. 10.10.2009 12:47