Innlent

Fara fram á að jafnræðis sé gætt milli landshluta

Frá flokksþingi framsóknarmanna í janúar sl.
Frá flokksþingi framsóknarmanna í janúar sl.
Framsóknarmenn í Skagafirði undrast þær áherslur sem fram hafa komið í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lúta að landsbyggðinni og sérstaklega að Norðurlandi vestra. Þeir gerir þá kröfu að ríkisstjórnin hafi það að leiðarljós að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Framsóknarfélags Skagafjarðar.

„Niðurlagning sýslumannsembætta, lögreglu, héraðsdómara og niðurskurður á fjárframlögum til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki eru dæmi um forkastanleg vinnubrögð þar sem þessa jafnræðis er ekki gætt,“ segir í ályktuninni.

Ekki hafi verið sýnt fram á sparnað af þessum tillögum en þær muni hins vegar leiða af sér verra aðgengi að þjónustu og aukinn kostnað. „Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að setja fram trúverðuga atvinnustefnu er leiði til uppbyggingar samfélagsins en varar við hugmyndum um stórfelldar skattahækkanir, fyrningaleið í sjávarútvegi sem og skattlagningu orkusölu því allt þetta er til þess að stöðva fjárfestingu og framþróun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×